Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 21
"beygingarfræói" í forritinu, sem gerir þvl kleift að þekkja allar beygingarmyndir. Fyrri kosturinn er oftast valinn I einföldum villuleitarforritum. Það er þó augljðst að hann hefur raikla annmarka þegar íslenska á I hlut. Sagnir, nafnorð og lýsingarorð geta komið fram í fjölda mismunandi beygingarmynda. Þessi fjölbreytileiki er til dæmis oft erlendum mönnum, sem læra Islensku fjötur um fðt. "Þessum manni átta ég mig aldrei á, I dag heitir hann Egill, en í gær hét hann fjárinn hafi það Agli", var eitt sinn haft eftir dönskum kaupmanni. Ef tilgreina ætti hverja einustu beygingarmynd yrði orðasafnið óhjákvæmilega stærra en gððu hófi gegndi. Við gerð Ritvangs var sxðari kosturinn því valinn. ORÐLIÐUN Fleira þarf þð að hafa í huga en fjölbreytileika beygingamynda I málinu þegar verið er að laga forrit sem Ritvang að íslensku. Það er eitt helsta einkenni Islenskrar orðmyndunar hversu mikið fer fyrir samsettum orðum. Orðhlutar, oft sjálfstæðir orðstofnar, raðast saman og mynda eina heild. Vöxtur orðaforðans er að miklu leiti fðlginn I slíkum samsetningum. Á meðal nýrra orða, sem buin hafa verið til a undanförnum árum má nefna "kerfisfræðingur", "gagnagrunnur" og "skjámynd". Þegar maður hugsar til allra þeirra samsettu orða, sem notuð eru I daglegu máli er ljóst hversu erfitt hlýtur að vera að gera íslenskri orðmyndun skil með því að tilgreina allar hugsanlegar samsetningar orð- anna. Álitlegra er að hafa sama hátt á og um beyging- arfræðina. Ötbua eins konar orðmyndunarfræði I for- ritinu sjálfu, þannig að það viðurkenni reglulegar samsetningar þótt þær séu ekki til staðar I orða- safninu. Með hliðsjðn af þessu utbjuggu IBM og Orðabók Háskðlans orðasafn kerfisins. Hvert orð er auðkennt með tilliti til þess hvort það getur tengst öðrum orðum I samsetningum eða ekki. Þegar nýstárlegt orð verður á vegi tölvunnar, sem hön finnur ekki I orða- safninu er kannað hvort hægt sé að greina I þvl kunnuglega orðliði og hvort samsetning þeirra sam- 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.