Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 12
FORRIT ERU EKKI ALLT - Er Islensk handbðkagerð 1 moluin? Hugbunaðargerð og hugbúnaðarfyrirtæki eru tiltölulega ung atvinnugrein á íslandi. Þar hefur öll athyglin. beinst að gerð forrita, en hingað til hefur handbðka- gerð ekki verið gefinn gaumur sem skyldi. Handbðkum fyrir tölvunotendur má x stðrum dráttum skipta niður I tvo flokka. Annars vegar handbækur um tæknimál fyrir forritara, þar sem gert er ráð fyrir að lesandi viti þð nokkuð um tölvur. Hins vegar eru handbækur um stöðluð forrit fyrir hinn almenna notanda. Hér skulum við líta nánar á þær slðarnefndu. Hinn almenni notandi er sá, sem veit lítið eða jafnvel ekkert um tölvur. Það gefur þvl auga leið að þannig notendahandbækur verða að miðast við byrjendur, en það gleymist því miður oftast. Þessi hðpur tölvunot- enda á að geta sest niður við tölvuna með handbókina sína, sem verður að vera það skýr og einföld I uppbyggingu að hún leiði notanda I gegn um vinnslu forritsins. KOSTIR GÓÐRA HANDBÖKA Það heyrast margar raddir, sem kvarta undan íslenskum hugbúnaðarhandbðkum, sérstaklega vegna þess að þær leiði ekki notanda frá byrjun í gegn um allt kerfið. Meinið er að oftast er það sá, sem hannar forritið sem einnig skrifar handbðkina. Hann þekkir því forritið út og inn, en á eðlilega erfitt með að setja sig £ spor byrjanda. Það virðist því ljðst, að til að skrifa gððar notendahandbækur, þyrfti helst aðila, sem veit hæfi- lega litið um tölvur. Þetta hefur verið reynt og gefist ágætlega, þð enn hafi ekki verið skrifuð "hin fullkomna handbók". Það á enn langt £ land en eins og um annað £ þessari atvinnugrein er alltaf verið að byggja upp, kanna nýjar leiðir og bæta við kunnátt- una. Þau atriði, sem helst þarf að hafa £ huga þegar skrifaðar eru notendahandbækur eru: 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.