Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 14
orðið nokkuð læsileg. Það er þó fleira sem kemur til. ERLENDAR BÆKUR OG ISLENSKAR Markaðurinn fyrir stöðluð forrit er ekki það stór, enn sem komið er, að hægt sé að fara öt I dýra prentun á handbókum. Litprentun gerir handbækur mjög læsilegar, eins og við höfum til dæmis séð í handbókum frá stórum tölvufyrirtækjum. "DOS Guide" - stýrikerfishandbókin og aðrar handbækur fyrir Ericson PC, eru dæmi um góða uppsetningu með litprentun. Einnig er stýrikerfishandbókin frá IBM "DOS User's Guide" ótg. 3.10. skemmtilega upp sett. 1 þessum bðkum eru fyrirsagnir, dæmi og fleira sýnd í öðrum litum en textinn sjálfur. Þar eru jafnvel teiknimyndir I litun, sem bæði gleðja og hvíla augað, en teljast með framtíðardraumunum £ Islenskri hand- bókagerð. En við skulum ekki gleyma því að ekki er allt betra, sem kemur frá utlöndunum, en gert er hér á landi. Margar erlendar notendahandbækur standa þeim íslensku lítið framar. Skýrsluvélar rlkisins voru með þeim fyrstu sem gáfu öt notendahandbækur hérlendis. Slðan hafa þeir þrðað handbðkagerðina og eru þær gott daemi um skilmerkilegar og vel upp settar Islenskar handbækur. Nefna mætti fleiri dæmi um góðar Islenskar handbækur - þvl miður ekki mörg, en ðskandi er að lögð verði meiri áhersla á þennan þátt hugbunaðargerðar £ framtíðinni. HJALPARTEXTI I FORRITUM Ekki er hægt að fjalla um notendahandbækur án þess að minnast á annan mikilvægan þátt sem snýr að notanda. Nauðsynlegt er fyrir hann að geta fengið upp á skjá hjálpartexta á sem flestum stöðum I forritinu. Það gefur notanda öryggistilfinningu og sjálfstraust að geta "kallað" á hjálp meðan á vinnslu stendur. Hjálpartexti I forriti verður að hafa eiginleika gððrar handbókar - fyrst og fremst að vera stuttur og gagnorður, þannig að hann komi að tilætluðum notum. 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.