Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 7
KERFI HF telur sig vera a réttri braut, að fenginni reynslu, og að þær ákvarðanir, sem teknar voru í upphafi, hafi reynst réttar. Áfram verður því haldið á sömu braut, nýjar einingar settar á markað og eldri endurbættar. Nú er I raun hægt að tala um staðlaðan hugbúnað, þar sem rúmlega hálft hundrað fyrirtækja notar nákvæmlega sama hugbúnaðinn; A L V 1 S. Auk KERFIS HF kynna og selja eftirtalin fyrirtæki ALVlS hugbúnaðinn: Skrifstofuvélar hf., Gísli J. Johnsen hf., Rekstrartækni hf. og Hugsjón hf., Isa- firði. tölvusYning Ferðahðpur Félags tölvunarfræðinema heldur viðamikla tölvusýningu I nýja Borgarleikhúsinu I byrjun október á þessu ári. I tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna og gefið út vandað blað ásamt sýningarskrá. Hugmyndin með sýningunni er að sýna notkunarmöguleika tölvu £ atvinnulxfinu, kynna íslenskan hugbúnað og nýjungar I vélbúnaði/hugbúnaði. Nú þegar hafa þrjú stðr tölvufyrirtæki ákveðið að taka þátt I sýningunni og fjölmörg sýnt henni áhuga. Um 80 fyrirtækjum hefur verið boðin þátttaka og er unnið að því að bjóða fleirum að vera með. Búist er við mikilli þátttöku. Megin þema ráðstefnunnar verður "tölvan og atvinnulífið" og verður ráðstefnugestum boðið að skoða sýninguna. Blaðið mun koma út mánuði fyrir sýningu og verður efni þess meðal annars helgað þróun hugbúnaðar og tölvuvæðingar á íslandi og kynning á tölvunarfræði sem fræðigrein. Blaðinu verður dreift endurgjalds- laust £ 10.000 eintökum og um þessar mundir stendur yfir söfnun auglýsinga og styrktarllna. Allar nánari upplýsinga má fá hjá: Ferðahóp Félagi tölvunarfræðinema Háskðla íslands 101 Reykjavík. 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.