Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 18
Margir ráðgjafar um markaðsmál einmenningstölva telja víst að IBM muni freysta þess að styrkja stöðu sína á ný. Þeir reikna með því að IBM muni kynna nýja gerð PC tölvunar fyrir árslok. Hún verði samkeppnishæf við tölvur keppinautanna. Að sögn tlmaritsins Business Week er það þð skoðun sérfræðinga að hinir nýju keppinautar muni hugsanlega vinna allt að 15% af markaðinum úr höndum IBM. ÖDÝRAR EININGAR - ÖFLUGT SÖLUKERFI Menn eru sammála um að þeir aðilar, sem hafa aðgang að ðdýrum einingum I tölvur (components) muni standa vel að vlgi I samkeppni um að lækka framleiðslukostnað. Einnig að þeir sem hafa yfir að ráða vlðfeðmu og öflugu sölukerfi muni standa vel að vígi við lækkun dreifingarkostnaðar og sölukostnaðar. Fá fyrirtæki standa bandaríska fyrirtækinu Tandy Corp. framar um þessi atriði. Fyrirtækið rekur sjálft sex þúsund Radio Shack verslanir um öll Bandarlkin. Einnig eru sambönd Tandy á meðal einingaframleiðenda traust og veita þeim aðgang að ðdýrum hlutum. Þá er Tandy einn af brautryðjendum I sölu einmenningstölva. Þeir voru raunar ráðandi á markaðinum fyrir daga Apple Computers. I desember I fyrra setti Tandy á markaðinn tölvu, sem er llk IBM PC. Hún nefnist Tandy 1000. Söluverð hennar er 1000 dollarar. Fyrir árslok hafði fyrirtækið selt 25 þúsund tölvur af þessari tegund. I þeirri hörðu samkeppni sem nú geysar á einmenningstölvumarkaðinum er ðhætt að hafa auga með Tandy. Einnig þeim tveimur fyrirtækjum, sem fyrr voru nefnd. Sumir nefna einnig Commodore I þennan hðp. Framleiðendur, sem nú bjðða til sölu einmenningstölvur fyrir 2000 til 3000 doll- ara munu eiga undir högg að sækja I þessari hörðu verðsamkeppni. Þegar verðmunur er orðinn jafn mikill og raun ber vitni er vafasamt að unnt sé að höfða til fullkomnari og háþrðaðri tækja til að réttlæta hann. Sérhæfing mun jafnvel hrökkva skammt I þeim saman- burði. Notendur munu að sjálfsögðu njóta ávaxtanna af þessum ðvægnu átökum. -si. 18

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.