Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 22
ræmist lýsingu í orðasafninu. Þessi sundurgreining orðanna nefnist orðliðum. ÞÁTTUR ORÐABÖKAR HÁSKÓLANS Orðabðk Háskðlans hefur samið orðasafnið og greint það á viðeigandi hátt svo að það henti fyrir orðliðun og ritskyggningu og vélræna skiptingu orða. Til þess að tryggja að kjarni orðaforða Islensks nutímamáls skilaði sér I orðasafnið fðr fram umfangsmikil könnun á tíðni orða í upphafi verksins. Á síðari stigum var sérstaklega hugað að ýmsum afmörkuðum sviðum orða- forðans svo sem mannanöfnum, landaheitum og nöfnum borga. í tengslum við gerð tölvuorðasafnins var samin rækileg lýsing á íslensku beygingarkerfi. Þessi athugun hefur mikla þýðingu fyrir orðfræðirannsðknir og orðabðkaútgáfu á vegum Orðabðkar Háskðlans. Það sama má segja um þá athugun, sem fram fðr á íslenskri orðmyndun £ því skyni að gera forritinu kleift að beita orðliðun við ritskyggningu. Orðtlðnikönnunin, sem gerð orðasafnsins byggist að verulegu leyti á hefur einnig mikið gildi fyrir frekari orðtlðniverkefni og orðabðkagerð. Þá hafa starfsmenn Orðabðkar Háskðlans annast þýðingu á öllum skýringum og leiðbeiningum, sem vísa notendum veginn við ritvinnsluna. Árangur þessarar samvinnu IBM og Orðabðkar Háskðlans er mjög gðður ef marka má upplýsingar I kynningarbæklingi um kerfið. Prðfun á þvl leiddi I ljðs að 94% orðanna voru rétt greind við ritskyggn- ingu þegar engri orðliðun var beitt. Þegar orðliðun og ritskyggningu var beitt saman reyndust 98,6% orðmyndanna rétt greind. Það jafngildir þvl að ef Ritvangur hefði verið notaður við ritun þessarar greinar mætti vænta þess að kerfið hefði strax þekkt öll orðin að 15 frátöldum. -si. 22

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.