Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 4
GLEÐILEGT SUMAR Þetta tölublað er hið sxðasta, sem ut kemur á þvx starfsári Skýrslutæknifélagsins, sem nú er að ljúka. Það er því fyrir lesendur blaðsins að gera upp hug sinn um það hvernig þeim falli sú tilraun, sem núverandi ritnefnd hefur verið að gera í útgáfumálunum. Ef til vill eru einhverjir, sem ekki hafa orðið varir við neina breytingu. Hinir eru þð vonandi fleiri, sem veitt hafa þvl athygli að við höfum lagt allnokkuð á okkur til að skapa áhugamönnum um upplýsingatækni malgagn, vekja umræðu og koma athyglisverðum málum á framfæri. 1 rauninni höfum við ritnefndarmenn aðeins oljðsa hugmynd um það hvernig breytingarnar hafi fallið hinum almenna félagsmanni. Flest okkar hafa þð orðið vör við jákvæðar undirtektir frá því fðlki , sem við höfum mest samband við, en til blaðsins hefur lltið borist af ábendingum um það, sem betur má fara og hugmyndir um úrbætur. Reyndar barst okkur nú I vor grein frá nemanda I framhaldsnámi í tölvunarfræðum I Bandaríkjunum, sem lýsir þeirri von sinni að TÖLUVMÁL þrðist I það að verða efnismikið tímarit, sem komi út mánaðarlega. Grein, sem hann sendi okkur til birtingar, barst þvl miður það seint að hún verður að blða næsta blaðs, sem kemur út I september. Félög tölvumanna og fagfélög, sem þeim tengist, hafa ekki tekið boði okkar, um að birta fundarboð og tilkynningar, eins vel og við höfðum vænst. Vonandi hafa forsvarsmenn þeirra þð sannfærst um, þegar þetta er ritað, að TÖLVUMÁL koma út reglulega 10 - 15 hvers mánaðar, eins og þau fimm tölublöð, sem komin eru út I ár. T haust getum við því vonandi öll tekið upp þráðinn aftur. TÖLVUMÁL munu næst koma I pðstkassa lesanda fyrir miðjan september. Þangað til ðskum við ykkur gleðilegs sumars. 4 Ritnefnd TÖLVUMÁLA Stefán Ingólfsson.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.