Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 1
VISIR
52. árg. - Fimmtudagur 22. marz 1962. — 69. tbl.
........................................................................................................................................ ■ • ............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
^V^^AAAA/VWWWNAAAí
SOfélla
í Alsír
Yfir 30 menn biðu bana í gær (
í Alsír, þar af 27 Múhammeðs-
trúarmenn. Mestum tíðindum í
sambandi við ódæðisverk og
átök í gær þykir sæta, að
franska lögreglan beitti í gær
skotvopnum gegn OAS-mönn-
um. Var barizt heiftarlega og
er vitað, að einn niaður beið
bana, en margir særðust.
Viðbrögð frönsku lögregl-
unnar þarna komu OAS-mönn-
um óvænt, og hafa þeir sett
henni úrslitakosti, og krefjast
þess, að þeir veiti þeim lið, ella
verði gerðar árásir á stöðvar
og öryggislögreglumenn. Pykir
þetta benda til mjög harðnandi
átaka.
Það vakti einnig mjög mikla
athygli í gær, að vegna hótana
OAS þorðu afgreiðslumenn
flugfélaga ekki að selja farmiða
til Frakklands mönnum, sem
etyki höfðu áritun frá OAS. Eru
engin dæmi sliks fyrr. Forstöðu
menn að skrifstofum flugfélaga
voru í gær kvaddir á fund yfir-
manns franska hersins í Alsír
út af þessu máli. — Fjórir af-
greiðslumenn flugfélaga hafa
verið handteknir,
Jafndægri á vori, stend-
ur í. almanaki Þjóðvina-
félagsins við daginn í
gær. Það var því viðeig-
andi að ljósmyndari Vís-
is færi á stúfana.' Það
var víða vorstemning í
bænum. Á bekkjum sat
fólk og naut góða veð-
ursins. Og á hinu gamla
aðaltorgi borgarinnar
var vorstemmingin ekki
hvað sízt. Þar sáust
menn á ferli sem ekki
fyrr á þessu ári höfðu
skilið kuldaúlpuna eða
íslandsúlpuna e f t i r
Framhald á bls. 5.
Er allsherjarverkfall nú
yfírvofandi í Argentína?
Allsherjarverkfali er yfirvof-
andi í Argentínu. Hafa verkalýðs-
félögin boðað sólarhrings verkfall
á föstudag til þess að mótmæla
því, að ekki voru tekin gild úrslit
í kosningunum fyrir skömmu og
að hernaðarleg stjórn var sett í
fylkjunum, þar sem Peronistar
sigruðu. Boðaðar eru frekari mót-
mælaaðgerðir síðar, en ekki til-
greindar.
Það þykir nú verða æ augljós-
ara, að Frondizi forseti hefur orð-
ið að beygja sig fyrir yfirmönnum
landvarnanna, en hann féllst á
að skipa þjóðlega einingarstjórn, sem landvarnimar hefðu I helm- ing þingsæta. Ekki hefur þetta þó komið í veg fyrir allan ágreining, þar sem hermálaráðherrann er í fréttum í morgun sagður hafa beðist lausn- ar, en Frondizi neitaði að taka hana til greina. Ekki er nánara kunnugt um ástæður fyrir þessu eins og sakir standa. Veizla haldin Filippusi. En þrátt fyrir ríkjandi erfiðleika og yfirvofandi verkfall verður veizla í Buenos Aires í kvöld, þar sem þangað er væntanlegur í op- inbera heimsókn Filippus prins, maki Elisabetar drottningar. — Var sagt í fréttum frá Rio í morg- un, að hann myndi leggja af stað eftir nokkrar klukkustundir í Argentínuheimsóknina, en áður að engin breyting hefði verið gerð á heimsóknar-áætluninni. Þetta gæti þó hafa breytzt á seinustu stundu.
Rauðmagaloftbrú * 16. s.
*caa
Vísindaleg hit gerð að bæjastæði Ingólfs
Vísindaleg leit að bæjarstæði
Ingólfs Arnarsonar landnáms-
manns hefst hér í Heykjavík nú
í vor og mun Þorkell Grímsson
fomleifafræðingur stjórna þess-
urn rannsóknum, er framkvæmd
ar verða á þann hátt að borað
verður niður f jarðlögin á ýms-
um stöðum f miðborg Reykja-
víkur. í stuttu samtali við Lár-
us Sigurbjömsson forstöðu-
mann Minjasafns Reykjavíkur,
sagði hann, að hér væri á ferð-
inni hið merkasta mál. Þetta
væri í fyrsta sldpti sem beitt
yrði vísindalegri þekkingu til
þess að reyna að fá úr því skor-
ið hvar bæjarstæði landnáms-
mannsins hafi raunverulega
verið.
Um það hvar bæjarstæði Ing-
ólfs Amarsonar hafi verið hafa
menn ekki verið á eitt sáttir.
Geta má þess sem dæmis um
það, að þá hefur greint á um
þetta Lárus Sigurbjörnsson og
Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörð. Mikil blaðaskrif hafa orð-
ið og hafa þar ýmsir mætir
menn látið til sín taka svo sem
Árni Óla ritstjóri og Helgi
Hjörvar rithöfundur. í Fomleifa
félaginu hafa og orðið ýtarleg-
ar umræður um þetta mál.
Borgarráð Reykjavíkur ákvað
á fundi sínum á þriðjudaginn
Var að veita 15.000 króna styrk
til þess að hefja rannsóknir „á
mannvistarleifum í jarðlögum á
Miðbæjarsvæðinu", eins og það
heitir f samþykkt borgarráðs.
Með árangri hér. ,
Með slíkum borunum gegn-
um jarðlög geta fornleifafræð-
ingar sagt til um mörg mikil-
væg atriði við rannsóknir á
fornum mannvistarleifum, og
hér á landi hefur þetta verið
gert með árangri, t.d. austur á
Bergþórshvoli.
í stuttu samtali við Þorkel
Grímsson í morgun, sagði hann,
Framhald á bls. 5.
(Sjá mynd á 16. síðu.)