Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 22. marz 1962. VISIR 7 URSULA BEIT SIM- PANSANN í EYRAÐ Það er ajkunna, að konan er að leggja undir sig æ fleiri svið, sem maðurinn taldi sig einráðan á til skamms tíma. Þannig gerist það nú æ al- gengara í V.-Þýzkalandi, að stúlkur gerist starfsmenn dýragarða og hafi beinlínis með höndum umsjá með dýrunum, sem þar eru geymd. Raunar má segja, að dýra- garðar þar í landi hafi mjög skipt um svip frá því fyrir stríðið. Þá voru þeir fyrst og fremst taldir geymslustaðir forvitnilegra dýra, sem gott og gaman var að sýna börnum um helgar. Nú er svo komið, að þeir eru í raun- inni orðnir mikilvægur þátt- ur í skólakerfi landsins. Og þar sem svo er komið, að ný- tízku dýragarður er orðinn bezti skóli í dýrafræði, hefir dýragarðurinn í Frankfurt- am-Main ráðið til sín „kennslukonur". Hlutverk þeirra er að fylgja hópum barna um garðinn og segja þeim allt af létta um dýrin, sem þau skoða. Vinnufólkseklan - skort- ur á karlmönnum á bezta aldri — sem gerði vart við sig í V.-Þýzkalandi að stríð- inu loknu, kom ekki síður niður á dýragörðunum en öðrum vinnustöðum, þegar unnt var að fjölga dýrum, sem hafa skyldi til sýnis. Hinsvegar gáfu stúlkur sig fram til þessarra starfa í æ ríkari mæli, og það leið þess vegna ekki á löngu, áður en forstjórar dýragarðanna fóru að ráða þær í stað karla. Þvottur og tannburstun. Dr. Wilhelm Windecker, yfirmaður dýragarðsins í Köln, er sérstaklega ánægð- ur með stúlkur þær, sem hann hefir í þjónustu sinni, og kallar hann þær valkyrj- ur sínar. Það er til dæmis eitt hinna föstu starfa fjög- urra stúlkna í Köln að þvo fílnum Rani, hreinsa tenn- urnar á karli hans, sem gef- ið hefir verið nafnið Tóní, og sjá á ýmsan annan hátt um fjölda dýra af allskonar teg- undum, bæði fiðruðum og af öðru tagi. Annars er starf dýravarð- ar í nýtízku dýragarði eng- inn leikur. Ursula Schwedler sem starfað hefir árum sam- an við dýragæzlu í Köln — hún er hinsvegar fædd í borginni Dresden, sem nú lýtur stjórn kommúnista - veit þetta mæta vel af langri reynslu, er hefir reynzt erfið og dýrkeypt á marga lund. Það er til dæmis aðeins fyrsta skilyrðið, að stúlkurn- ar séu dýravinir, en næst er, að þeim lærist að bera kennsl á helztu sjúkdóma, sem dýrum hættir helzt til að fá. Þær verða að gerast eins- konar dýralæknar, til að geta gegnt starfinu nokkurn veg- inn aðfinnslulaust. Hún þarf jafnvel að vaka! Vinnudagur Ursulu hefst jafnan klukkan átta að morgni, og byrjar hún þá á að hleypa út ýmsum dýr- anna, sem látin hafa verið inni um nætur, að minnsta kosti á þeim tímum árs, þeg- ar kalt er í lofti og dýrin geta orðið innkulsa. Síðan er hún að öllum stundum til klukkan sex að kvöldi, og stundum verður hún jafnvel að vera á sínum stað enn lengur. Fyrir kemur, þegar eitthvert eftirlætisdýrið hennar er veikt, að hún vík- ur ekki frá því alla nóttina eins og bezta móðir. En Ursula Schwedler er líka ein þeirra kvenna ,sem eru ánægðar, af því að þeim hefir tekizt að gera áhuga- M KI. 8,45! Simp-1 ansinn Udo verð- ur að beygja sig I fyrir því, að tenn- ur hans séu burst | aðar daglega. - Þetta ér mikil- vægt atriði, því að apar í dýra- görðum fá ekki þá safaríku brum- knappa og hörðu hnetur í matar- æði sínu, sem nauðsynlegt er til þess að hreinsa tennumar. Þess vegnaj verður að nota „mannlegan“ tannbursta. Ursula er sérstakur vinur Loga, pandabjamar frá Himalaja- fjöllum. Hún gefur honum oft vínber og tekur hann þá eitt og eitt með gætni úr lófa hennar. mál sitt að ævistarfi. Hún hefir alltaf verið mikill dýra- vinur, og hún stendur í alla staði jafnfætis körlum þeim, sem starfa við dýragarðinn, þótt karlmenn standi oft bet- ur að vígi, þegar eiga þarf við hin stærri dýr og sterk- ari. En hún hefur til dæmis alveg jafnhá laun og karlar þeir, sem starfa ásamt henni við dýragarðinn í Köln. Hún fær yfirleitt útborguð um 150 mörk á viku, og er þar meðal annars um greiðslu að ræða fyrir nokk- um hluta yfirvinnu hennar en ekki alla. Þau bitu hvert annað. Dýraverðir komast oft í nokkurn vanda — ef ekki er hægt að segja „í hann krapp- ann“ - í viðureign sinni við dýrin, einkum þegar verið er að gefa þeim að eta. Þau eru nefnilega svo lík mann- inum og geta verið uppstökk og í bardagahug. Þá er um að gera að auðsýna snarræði og hugkvæmni. Einu sinni henti það, að simpansi einn beit Ursúlu í fingur. Hún kallaði og bað aði út lausu hendinni, en það bar engan árangur — apinn sleppti ekki taki sínu. Ursula var ein í búrinu hjá honum og í skeflingu sinni sá hún ekki annað ráð vænna en að bíta simpans- ann í eyrað. „Þetta var eins og að bíta í eyrað á svíni,“ sagði hún síðar, en apinn varð svo for- viða yfir að fram var komið við liann nákvæmlega eins og mannveru, að hann sleppti samstundis taki sínu. Mokalli togbáta nyrðra Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Mokaflí hefur verið hjá | togbátum, sem stundað hafa veiðar fyrir Norðurlandi und anfama daga. Aftur á móti hefur illa aflazt í net og á Hnu. Meðal þeirra báta sem stundað hafa togveiðar frá Akureyri er Sigurður Bjarna- son, sem hefur landað fjór- um sinnum með skömmu millibili samtals 106 lestum. Snæfellið fékk í 2 róðrum 95 lestir. Dalvíkurbátamir, Björgvin og Björgúlfur fengu 200 lestir í vikunni sem leið, sem telja verður ágætan afla. Frá Ólafsfirði hafa 10 þil- farsbátar, 4 . stórir og 6 minni .stundað netaveiðar, en aflinn verið svo tregur að þeir munu vafalaust hætta við netin og búa sig á hand- færaveiðar. Akureyrartogararnir, þeir sem ekki liggja þegar bundn ir við bryggju, munu stöðv- ast næstu daga, sá síðasti sennilega n.k. mánudag. Þrír þeirra liggja í Akureyrarhöfn og sá 4. kemur inn á morgun. ^ Bandaríkjastjóm hefur harð- lega neitað ásökunum Kúbustjórn ar um innrásarfyrirætlanir. ► Tala talsíma í notkun í Svíþjóí jókst um 140.000 árið sem leið o; eru nú alls 2.893.000 og kemur þannig eitt talsíma-áhald á hverja 3 landsmanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.