Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 8
8 Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla: lngólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. - Sími 11660 (5 iinur). Prentsmiðja Vísis. - Steindórsprent h.f. • Edda h.f. Kjarabætur opinberra starfsmanna AHIangt er síðan það varð Ijóst að umbætur eru nauðsynlegar á launakjörum opinberra starfsmanna. Opinberir starfsmenn vinna margir hverjir hin vanda- sömustu og mikilsverðustu störf í þágu þjóðfélagsins. Til margra hinna opinberu starfa er mikil kunnátta og sérþekking nauðsynleg, sem ríkið á að launa að verð- leikum. En langt er síðan opinberir starfsmenn urðu aftur úr í launaþróuninni. Afleiðing hefir verið sú að ríkið á nú í miklum erfiðleikum með að fá hæfa menn í ábyrgðarstöður og skulu hér aðeins nefnd tvö dæmi, dómarastöður og kennarastöður. Núverandi ríkisstjórn hefir gert sér ljósa þessa annmarka og hyggst ráða bót á þeim. Það hefir um langt árabil verið eitt helzta stefnumál B.S.R.B. að í stað launalaga kæmi kjarasamningur milli bandalags- ins og ríkissjóðs. Gefur það auga leið, að með því að ríkið viðurkennir samningsrétt opinberra starfsmanna mun þeim reynast miklu auðveldara að fá fram þær breytingar á launakerfinu, sem þeir telja nauðsyn- legar. Fjármálaráðherra greindi hér í blaðinu í gær frá því hverja hann telur heppilegasta skipan þessara mála. Um fullan samningsrétt er þar að ræða, en ef ekki næst samkomulag, sé málinu skotið til sáttasemj- ara ríkisins. Ef þar næst ekki samkomulag fer málið loks fyrir sérstakan kjaradóm til úrlausnar. Lág- markstími launasamninganna sé tvö ár, til þess að nauðsynleg festa sé sköpuð í launakerfið. Ef slíkt fyrirkomulag kemst á munu opinberir starfsmenn telja það mikinn sigur fyrir sinn málstað. Og þá myndi allsherjar endurskoðun launa þeirra fara fram. Verkfallsrétturinn á hér ekki heima. Til þess vinna opinberir starfsmenn of mikilvæg störf, að þau megi verða stöðvuð með verkfalli. Þeirra hagur á að vera tryggður með hinum víðtæka samningsrétti. Reykingar skólabarna Margir munu hafa rekið upp stóru augu, er þeir lásu frétt Vísis í gær um að rúmlega þriðja hvert skólabarn hér reykir. Þessi fregn kemur í sama mund og sú, að Bretar hallizt nú mjög að því að sígarettur geti orsakað krabbamein. Tillaga próf. Dungals að banna lausa- sölu á sígarettum virðist hér skynsamleg og auðveld í framkvæmd. En þeir, sem raunverulega geta haft áhrif á reykingamar, eru foreldrarnir og aðeins þeir. VISIR Fimmtudagurinn 22. marz 1962. Þegar NeWin skarst í leikinn að nýju 1 annað skipti á 4 árum var fyrir skömmu gerð bylt- ing í Burma - og báðar án þess, að til nokkurra blóðsút- hellinga kæmi að heitið gæti. í bæði skiptin tók Ne Win hershöfðingi völdin í sínar hendur. í hinni síðari, um mánaða- mót síðustu, var U Nu for- sætisráðherra handtekinn „um stundarsakir", að því er tilkynnt var, og fimm ráð- herrar hans. í upphafi þess- arar byltingar var flugvöll- urinn við Rangoon tekinn mótspyrnulaust, aðalvegir, höfnin og aðalfangelsið, og þingmönnum meinaður að- gangur að þinghúsinu. Að öðru leyti gekk allt sinn vana gang. Hin fyrri átti sér stað í september 1958. Tilgangurinn var að „uppræta spillingu og koma í veg fyrir ofbeldisað- gerðir", sem sagðar voru yf- irvofandi vegna klofnings í stjómarflokknum, flokki U Nu forsætisráðherra. Maðurinn, sem hafði for- ustu í bæði skiptin var Ne Win, sem fyrr var getið- — Hann er 51 árs. 'Bilritía var hersetin af Japönum þjálf uðu þeir hann til sjálfstæðis- baráttu, en hann snerist gegn Japönum og hjálpaði Bretum til þess að hrekja þá úr landi. Hann var svo við völd sem forsætisráðherra í 3 misseri. Sumir undirmanna, sem hon- um voru handgengnastir, vildu, að hann væri áfram við völd, en hann hélt því til streitu, að mynduð væri lýð- ræðisleg, borgaraleg stjóm, undir eins og uiint væri að stofna til heiðarlegra, lýðræð- islegra kosninga. Gera má ráð fyrir, að hann haldi nú völdunum meðan hann telur c <u 2 þess þörf, en hafi svo sama hátt og í fyrra skiptið. Brezk- ur fréttaritari, sem málum er kunnur í Burma, segir að al- menningur í landinu efist ekki um, að hann hafi mælt í fullri einlægni, er hann sagði í útvarpi eftir valda- tökuna, að hann myndi gera allt, sem í hans valdi stæði til þess að vinna fyrir hags- .muni þjóðarinnar. Fréttaritari segir að frá því U Nu tók við stjómartaum- unum 1960, hafi öryggi inn- anlands farið hnignandi. Auk ið hafi á öryggisleysið hættan frá hinu kommúnist- iska Kína í norðri og einnig vegna ókyrrðar af völdum leifa herflokka þjóðemis- sinna í Kína á landamærum Thailands. ★ Deilur. En meginörðugleikamir nú stöfuðu af deilunni um það, hvort Burma skyldi hafa sterka miðstjóm eða sam- bandsstjórnarfyrirkomulag. Burma hefur verið sjálf- stætt lýðveldi í 14 ár. íbúa- talan er um 22 milljónir, en því fer mjög fjarri, að þjóð- leg eining hafi fest rætur í landinu. 1 Burma eru fjögur ríki, Shan, Karen, Kachin og Ky- ah, sem hvert um sig hefur sína stjóm í skjóli mið- eða sambandsstjórnarinnar. íbúamir í Kachin og Shan hafa aldrei borið traust til nágrannaþjóða sinna. Höfuð- borgin í Karen var á valdi uppreistarmanna þar til fyrir aðeins 6 árum. ★ Hætta. Hin einstöku ríki hafa all- víðtæka sjálfstjórn samkv. stjómarskránni, en sum vilja aukin völd, einkum Shan. Ne Win hershöfðingi sá, að mikl-. ar hættur voru yfirvofandi, ef áfram yrði veik og hikandi sambandsstjóm við völd. Því ákvað hann að taka f taum- ana áður en um seinan yrði. Það eru erfiðleikar á því i mörgum austrænum lönd- um, að vestrænt lýðræði geti fest öruggar rætur. Sú þróun hlýtur að taka tíma. Þess vegna má vera, að f Burma eins og f Pakistan verði unnt að varðveita friðinn og skapa skilyrði lyrir hægfara, ör- ugga lýðræðislega þróun, seg ir fréttaritari sá, sem hér um ræðir. Hafi hættulegum og ef til vill olóðugum innanlands- átökum verið afstýrt með valdatöku Ne Wins, er enn von um, að lýðræði að vest- rænni fyrirmynd nái að festa rætur í Burma. Aðalfundur Náttúrufræðafélagsins * / Aðalfundur Hins íslenzka nátt- úrufræðafélags var haldinr. í Há- skólanum laugard. 24. febr. s.l. Hér fara á eftir nokkui atriði úr skýrslu formanns um starf fé- lagsins á næstliðnu ári. Reglulegar samkomur, sex að tölu, voru haldnar eins og að und- anförnu í Háskólanum síðasta mánudag í hverjum vetrarmánuði nema desember. Á þeim flestum voru flutt erindi um náttúrufræði og sýndar skuggamyndir. Ræðu- menn og fundarefni voru sem hér segir: Jan. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor: Um breytingar á stefnu segulsviðs jarðar. - Febr. Umræð- ur um náttúruvernd, frummælandi Ásgeir Pétursson, formaður Nátt- úruverndarráðs. - íVlarz. Frumsýnd íslandskvikmynd, tekin af dr. O. S. Pettingill, aðallega af fuglalífi. Finnur Guðmundsson flutti skýr- ingar. - Apr. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur: Um þörunga. - Okt. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri: Laxfiskaeldi 1 Bandaríkjun- um. - Nóv. Agnar Ingólfsson, dýra- fræðingur: ‘slenzki öminn Fyrirspurnir komu fram og nokkrar umræður urðu um efni allra erindanna. Aðsókn að sam- komunum var mikil.. Tvær fræðsluferðir voru farnar á árinu, stutt og löng. Stutta ferðin var farin sunnu- daginn 25. júni upp að Elliðavatni, aðallega til gróðurathugana og grasasöfnunar. Hún tók aðeins hálfan dag. Þátttakendur voru 90. Leiðbeinendur voru grasafræðing- arnir Eyþór Einarsson og Ingimar Óskarsson. Hin ferðin var farin inn á Tungnaáröræfi og tók þrjá daga, lagt upp föstudagsmorgun 18. ágúst. og komið aftur á sunnu- dagskvöld. Þátttakendur voru 93 auk bílstjóranna og óku í fimm bílum. Komust þó færri en vildu, og varð að synja fars mörgum þeim, sem síðastir gáfu sig fram. Gist vara í tjöldum, fyrri nóttina á bakka Tungnaár hjá Sigöldufossi og hina síðari I Veiðivötnum. I þessari ferð voru einkum skoð- uð fróðleg jarðfræðifyrirbæri, enda enginn hörgull' á þeim á Ieiðinni, en minna um grös og dýr. Leið- beinendur w ' Guðmundur Kjartansson (um landslag og 'arð- myndanir), Eyþór Einarsson (um grös) og Agnar Ingólfsson (um dýr). Veður var ekki sem bezt, en samt þótti ferðin takast mjög vel Einn þátttakenda, Einar B. Pálsson verkfr., hefúr skrifað ferðasöguna í síðasta hefti Náttúrufræðingsins Rit félagsins, Náttúrufræðingur- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.