Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagurinn 22. marz 1962. VISIR 9 SYEFNLYF, SEM OR- SAKAR YANSKÖPUN Vísir sagði fyrstur blaða frá því fyrir skemmstu, að svefn- lyf nokkurt hefði verið dæmt stórhættulegt erlendis og tekið úr umferð. Mörgum mun leika hugur á, að fræðast meira um lyf þetta, þar sem það mun hafa verið til sölu í lyfjabúðum hér, og skal hér sagt frá reynslu manna erlendis samkvæmt fregn, sem kom fyrir nokkru f Time, vikublaðinu bandaríska: Þegar lyfið var prófað fyrst fyrir nokkrum árum, virtist það hið tilvalda svefnlyf, en nú er það upp komið, að það er hinn versti bölvaldur. Það er selt undir ýmsum nöfnum — kall- ast t. d. Contergan eða Soften- on í Vestur-Evrópulöndum, Distaval í Bretlandi og þar fram eftir götunum. Lyf þetta er ekki af Barbitur-tegundinni, svæfir fljótt og menn verða ekki þungir í höfði af því. Ó- gerningur virðist að ráða sér bana með notkun þess, og er vitað um 188 manns, sem hafa reynt það, en ekki tekizt. Hins vegar er því kennt um, að mörg börn hafa orðið hroðalega vansköpuð, ef móðirin hefir notað það á 6.-8. viku með- göngutímans. Saga lyfsins hefst f Stolberg, nærri Aachen, í Þýzkalandi, ár- ið 1954, þegar lyfið var fyrst framleitt hjá fyrirtæki, sem heitir Chemie Griinenthal, og eftir 3ja ára prófanir á dýram, var það talið svo öruggt, að leyft var að selja það hvar- vetna án lyfseðlis. Fyrirtækið auglýsti jafnvel, að það væri tilvalið til að sefa börn, og kvenlæknar töldu einnig, að það væri gott handa vanfærum konum, sem þjáðust af ógleði. Saia óx stórlega, en þó voru menn tortryggnir vestan hafs. I fyrra fóru læknar í Vestur- Þýzkalandi svo að taka eftir dularfullum faraldri sem lýsti sér í því, að óeðlilega mörg börn fæddust vansköpuð — höfðu svonefnda selshreyfa og voru útlimir þar að auki örstuttir. Grunaði loks barna- lækni einn f Hamborg, Widu- kind L’enz, að þarna mundi Contergan að verki, þvf að margar mæðranna höfðu tekið það lyf seint á öðrum mánuði meðgöngutímans, þegar útlimir fóstursins fara að myndast. ,Þegar vansköpunarfregnum fór óðum fjölgandi, var sett á laggir nefnd vísindamanna frá 4 háskólum, til að athuga fæð- ingar á tímabilinu frá janúar 1959 í þéttbýlasta sambands- ríki Vestur-Þýzkalands, Hordr- hein- Westfalen, sem hefir 15,5 millj. fbúa. Jafnframt var lyfið tekið af markaðnum og allar lyfjablöndur með efninu thali- domide. Engar sannanir benda til þess, að hættulegt geti verið fyrir konur að taka iyf þetta, áður en getnaður hefir fram farið, en hættan leyndist á 2. mánuði, þegar margar konur vita ekki enn með vissu, að þær eru með barni. Áætla læknar, að thalidomide geti orskað vansköpun í fimmta hverju tilfelli, þegar lyfsins er neytt. Lenz læknir gizkar á að í Vestur-Þýzkalandi einu kunni að vera 2 — 3000 börn vansköp- uð af þessum 'ökum. Mál þetta hefir meðal annars verið rætt í læknablaðinu Tannkvillar Tannskemmdir eru einhver algengasti kvilli, sem þekkist hjá mannkyninu, og hann þekk- ist bæði meðal menningarþjóða og villimanna í myrkviði Af- ríku. Nefnd, sem Heilbrigðismála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) skipaði fyrir nokkrum árum, hefir unnið kappsam- lega að rannsóknum á tann- skemmdum, svo og skemmdum á tannholdi, og hún hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi kvilli sé miklu útbreidd- ari en menn gerðu sér í hug- arlund og raunar hafi hann unnið á þrátt fyrir hverskonar endurbætur á heilsufari manna á ýmsum sviðum. Sé því þörf gagngerra ráðstafana, því að tannskemmdir geti teflt heilsu- fari manna í hættu á öðrum sviðum. Svo algengar eru tann- skemmdir, að í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir, að 90% þjóðarinnar sé haldið þeim, svo að Bandaríkjamenn verða að greiða um tvo milljarða dollara á ári í tannviðgerðir og tann- smíði. Það er um það bil sjött- ungur alls, sem þeir greiddu vegna lækninga og hjúkrunar. í Englandi hafa rannsóknir leitt í ljós, að 88% barna á fimm ára aldri eru með skemmdar tennur, og fjöldinn fer upp í 98%, þegar börnin eru orðin tíu ára. Gera má ráð fyr- ir, að ástandið sé svipað i öðr- um menningarlöndum. brezka, Lancet, og þar er bent á hættuna af því, ef konur hafi tekið lyfið á hættutíman- um, áður en kunngert var um hætturnar af því. Og blaðið spyr, hvort ekki sé rétt, að fóstureyðing verði framkvæmd á þeim konum, sem hætta er á, að gangi með vansköpuð fóst- ur. Bara sprauta, svo er sari' Bofors-fyrirtækið sænska, sem er eitt af Nobei-fyrirtækjunum, hefir fundið upp nýjar. sára- umbúðir. Hérc?í-i#4^að ræða af- brigði af grisjunni gömlu, sem mörgum hefir komið að góðu gagni, heldur er þetta plast- vökvi, sem sprautað er á sér og skeinur. Myndar plastið þá gagnsæja húð, sem er orðin þurr og myndar skán á einni mínútu. Situr hún á sárinu í átta daga, hindrar, að bakteríur komist í það, en girðir þó ekki fyrir, að húðin geti andað með Skordýraeitri eðlilegum hætti. Sáraumbúðir þessar hafa verið seldar í þrýstidósum, sem gerast nú æ algengari um- búðir fyrir hverskonar vökva, sem þörf er á að úða á menn eða hluti. Þegar umbúðum þessum er úðað á sár, á að halda þrýstidósinni 15—20 sentimetra frá þvl, þrýsta á hnappinn og láta úðast úr dós- inni örskamma stund. Umbúðir þessar þykja eink- um góðar á sár, sem útferð er ekki úr. Einhver ætlaði að skjóta hann. Hann vissi það, al því að hann heyrði raddir jafnvel tala um það, þegar hann var einn. Útvarpið tæpti á þessu, fólk starði á hann á götu og hann var skelkaður. Hann var garðyrkjumaður og starfaði f gróðurhúsi í Ástra- líu, og það einkennilega var, að sjö starfsbræðra hans voru einnig truflaðir á geðsmunum. Hann og annar tii þjáðust af tvíklýfni, en hinir mennirnir sex fengu oft martröð, voru þung- lyndir og misstu oft minnið. Kennarar tveir við hásólann í Melbourne, Gershon og Shaw, skýra frá þessum ein- kennilegu tilfellum í nýju hefti af Lancet, læknablaðinu brézka. Niðurstöður þeirra voru þær, að sjúkleika mannanna mætti rekja til þess, að þeir höfðu árum saman — allt að tíu árum — andað að sér skor- dýraeitri, sem unnið var úr banvænum tegundum af tauga- gasi. Þessir tveir áströlsku vís- indamenn sögðu einnig frá átta öðrum mönnum, sem fundið höfðu til svipaðra sjúkdóms- einkenna eftir að hafa orðið að vinna I gróðurhúsum, þar sem notuð voru slfk skordýraeitur, þar á meðai tvær tegundir, sem kallaðar eru paratihon og mala- thion. Af þeim sextán manns, sem rannsakaðir voru, þjáðust sjö af þunglyndi, en fimm sýndu einkenni tvíklýfni. Skordýraeitur þau, sem um er að ræða, drepa skordýr ná- kvæmlegar eins og banvænar gastegundir drepa hermenn I stríði. Þau ráðast á miðtauga- kerfið með því að draga úr framleiðslu enzyms, sem heitir cholinesterase. Það gefur þó að skilja, að það þarf margfalt veikari skammt til að drepa skordýr en menn. Sá er kostur þessarra eitur- tegunda, sem unnin eru úr taugagasi, að skordýr drepast af þeim en geta ekki öðlazt mótspyrnuþrek gegn þeim. Parathion er mjög sterkt og mikið notað á búgörðum, þar sem illvíg skordýr leggjast á gróður, en malathion er mild- ara og er það notað I garða við heimahús og á slíkum stöðum. Sjór er hættulegur Fyrir nokkrum árum fór franskur læknir, Alain Bom- bard, einn síns liðs á fleka yf- ir Atlantshaf. Tilgangur hans var að færa sönnur á, að mönnum yrði ekki meint af að drekka sjó, svo að skipreika mönnum I bát- um eða á flekum ætti ekki að vera eins hætt, og ætlað hefði verið. Þóttist hann færa sönn- ur á þessa kenningu sína. Nú hafa tvær þýzkar rann- sóknanefndir, önnur frá Max Planck-stofnuninni I Dort- mund, látið frá sér fara álit, sem gengur gegn þessari kenn- ingu Bombards. Halda hinir þýzku vísindamenn þvf fram, að hættulegt sé fyrir heilsu manna að drekka sjó, ef þeir hafa ekki jafnframt ferskt vatn til drykkjar. Söltin í sjónum hraði þurrkun líkamans og örfi andlegar veilur. „Okkert bend- ir til þess,“ segir skýrsian, „að ástæða sé fyrir læknavlsindin til að breyta þeirri skoðun sinni, að menn eigi að forðast að drekka sjó 1 verulegum mæli.“ (UNESCO). )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.