Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 10
w
VISIR
Fimmtudagurinn 22. marz 1962.
STARF OG ■ STEFNA
VOTTA JEHÓVA“
55
NÝLEGA hefur Sigurbjörn
Einarsson biskup gefið út
bækling til þess að fræða al-
menning um votta Jehóva, og
um þetta mál hefur verið skrif-
að og skrafað allmikið. En þar
sem lítil eða engin fræðsla hef--
ur verið veitt almenningi og
allrangt Uefur verið farið með
mörg atriði, skal nú gerð grein
fyrir þeim og leiðrétta þau
helztu, til þess að fyrirbyggja
misskilning.
Höfundur trúar
votta Jehóva
er hvorki Charles Taze
Russel né neinn annar jarð-
neskur maður, þvi að þeir trúa
einungis Biblíunni, orði Guðs.
Þess vegna eru þeir ekki held-
ur kenndir við neinn mannleg-
an leiðtoga, alveg sama hvort
hann heitir Rutherford eða
Russel, Pétur eða Páll, Lúther
eða Jóhannes páfi. (Matt. 23:
1-12). Ilinir kristnu vottar
Jehóva eru aðeins kenndir við
hinn almáttuga Guð og son
hans, og nafn þeirra er dregið
af orðum Guðs í Jesajabók 43:
10: „En þér eruð mínir vott-
ar, segir Jehóva“.
Um nafnið Jehóva.
segir í bæklingnum, að „svo
nefna þeir guð sinn“, eins og
þetta væri einhver nýlunda
af hálfu vottanna. Þó vita allir,
sem hafa einhverja biblíuþekk-
ingu, að þetta ævaforna nafn
er einkanafn Guðs og föður
Jesú Krists, sem kristnir menn
eiga að þekkja og virða. Þess
er getið hvarvetna í kennslu-
bókum og jafnvel í sálmabók-
um (sjá lagið við nr. 54 í
nýju sálmabókinni) og um það
skrifar Lúther sjálfur: „Þetta
nafn, Jehóva, tilheyrir aðeins
hinum sanna Guði, eins og
hann er í guðdómsveru sinni.“
(„Ein Epistel aus dem Prophe-
ten Jeremía", frá ræðusafni
Lúthers, bls. 569 í Wittenberg-
útgáfunni frá 1527). Nú skrifa
sumir þýðendur Jahve, eins og
og sjá má í ísl. Biblíunni, en
hvorugur rithátturinn er alveg
nákvæmlega eins og nafnið var
borið fram I fornöld.
Charles Taze Russel
var ötull starfsmaður í þágu
fagnaðarerindisins, en hann
gerði engar kröfur til þess að
hafa fengið neina opinberun
frá Guði. Hann var meðstofn-
andi og fyrsti forseti Biblíu-
og smáritafélagsins Varðturns-
ins en það eru beinlínis ósann-
indi að segja, að hann eða aðr-
ir hafi auðgast af starfsemi
þessa félags, þvl að það hefur
enginn maður gert ennþá.
Einnig er það hreinasta firra að
halda þvf fram, að hann skyldi
hafa ?,f hveiti, sem hann
sagði að væri þrungið guðleg-
um krafti. Þessi slúðursaga er
sögð upp úr alræmdu æsifrétta-
blaði, Brooklyn Daily Eagle,
sem bjó hana til og birti 22.
marz 1911. Það sem í raun og
veru gerðist, var þetta: Tveir
menn, bændur og unnendur
Varðturnsfélagsins, gáfu þessu
félagi tíu hektólítra af sáðkorni
af mjög fínni hveititegund, sem
fræg var fyrir gæði, og sem
þekktist undir nafninu „furðu-
hveiti“. þar sem þeir vissu, að
ekki væri hægt að framleiða
biblíurit með sáðkorni, lögðu
þeir til, að gjöf þeirra yrði seld
á $1,00 pundið, (en markaðs-
verðið var þá $1,25) og pening-
arnir skyldu þá vera þeirra
framlag til starfseminnar. Svo
var gert og ekkert athugavert
við þetta litla atvik, ef svæsnir
hatursmenn Russels hefðu
ekki farið að búa til skröksög-
ur um það og dreift um allar
jarðir, og eins og sjá má, hald-
ið áfram að ljúga um heiðar-
legan mann löngu eftir dauða
hans. Um Russel og hjónaband
hans er það að segja, að hann
skildi aldrei við konu sína. Hins
vegar yfirgaf hún hann eftir
að hafa reynt árangurslaust um
nokkurra ára skeið að ná valdi
á blaði félagsins. En ekki var
um ósiðsemi hvorugra hjón-
anna að ræða, og þess vegna
fengu þau aldrei lögskilnað,
enda sagði Mary Russel sjálf í
réttarsalnum, að hún tryði þvi
ekki, að hann hefði verið sér
ótrúr. Um Russel má yfirleitt
segja með orðum kirkjublaðsins
„The Mission Friend“ í Chi-
cago: „Hann var kristinn mað-
ur og drengur góður, ráðvand-
ur og siðsamur í hæsta máta og
verðskuldar virðingu allra
góðra manna“.
Auðugt félag
er Biblíu- og smáritafélagið
Varðturninn ekki, sérstaklega
ef á að miða við hinar gömlu
kirkjur, sem lengst af voru
meðal helztu jarðdrottnara hins
vestræna heims. Fjárráð Varð-
turnsfélagsins stafa eingöngu
af frjálsum framlögum og pen-
ingarnir eru notaðir jafnóðum
og þeir koma inn, til þess að
efla starfsemina. Starfsmenn
félagsins fylgja fordæmi Jesú
og postula hans og eru því
ekki launaðir embættismenn,
heldur sjálfboðaliðar, sem
vinna bæði af áhuga og al-
huga.
Meðlimir votta Jehóva
skiptast ekki í tvennt, eins
og tíðkast hjá flestum trúfélög-
um, sem hafa kennimannastétt
og leikmenn, heldur eru þeir
allir jafnir eins og bræður, og
boðberar votta Jehóva þurfa
ekki að „vitna 60 stundir á
mánuði", heldur ákveður hver
einstaklingur sjálfur, hvað
hann vi gera mikið fyrir trú
sína. Ef meðlimur annarra trú-
flokka finnst, að vottar Jehóva
geri of mikið, þá er það senni-
lega af því, að þeir miða við
sína eigin flokksmeðlimi, sem
gera lltið eða ekkert.
Kenningar votta Jehóva
eru eins og fyrr segir, grund-
vallaðar á Biblíunni, sem og
er viðurkennt óbeinlínis í rit-
inu. Að sjálfsögðu trúa þeir
hinum athyglisverðu spádómum
Jesú Krists um endurkomu
hans og atburði þá, sem þá
mundu eiga sér stað, að sögn
hans. Áminning hans við post-
ulana hljóðar svo: „En gætið
sjálfra yðar, að hjörtu yðar of-
þyngist ekki við svall og
drykkjuskap og áhyggjur fyrir
Iífinu og komi svo þessi dagur
skyndilega yfir yður eins og
snara, því að koma mun hann
yfir alla þá, sem búa á öllu yf-
irborði jarðarinnar. Verðið því
ávallt vakandi og biðjandi, til
þess að þér megnið að umflýja
allt þetta, sem fram mun koma,
og að standast frammi fyrir
manns-syninum“. (Lúk. 21:
34-36). Sannkristnir menn hafa
alltaf verið vakandi gagnvart
þessum atburðum, því að þeir
vissu að með þeim mundi koma
uppfylling bænar meistarans:
„Komi riki þitt, verði vilji þinn,
svo á jörðu sem á himni“. Þó
hefur það alltaf verið þannig,
að þeim, sem þykir gott að
sofa, vilja ekki láta vekja sig.
Kristindómur -
- ...» ^ 'i
eða ekki?
Þá bendir biskup á nokkur
trúaratriði, sem hann telur að
sanni alveg fyrir víst, að vottar
Jehóva séu ekki kristnir. Um
það má varla telja hann dóm-
bæran, eins og við skulum nú
sjá, enda færir hann engin rök
fyrir fullyrðingum sínum. Varð-
andi fyrsta atriðið, að Jesús
var skapaður, höfum við ótví-
ræð ummæli Páls postula: „Því
að hann (Jesú) er ímynd hins
ósýnilega Guðs, frumburður
allrar skepnu". (Kól. 1:15).
Annað atriðið er greinileg
kenning Biblíunnar, að þessi
frumburður skepnu Guðs, hinn
mikli andasonur hans, bar
þetta nafn, Míkael, á himni,
áður en hann kom til jarðar og
fæddist sem maður. Nú, um
það, að Jesú hafi orðið Mess-
ías við skírn, þá er þessi kenn-
ing eins biblíuleg og hún get-
ur verið, enda ritar Ásmund-
ur Guðmundsson, fyrrverandi
biskup, í Skýringar sína við
Markú-arguðspjallið (Rvík
1950), á bls. 50: „Hann var
smurður við skírn sína af anda
Guðs, þá varð hann hinn
smurði, Messías". Og að Krist-
ur hafi ekki risið upp líkam-
lega segir Pétur postuli greini-
lega: „Hann var að vísu deydd-
ur að líkamanum til, en lif-
andi gjörður sem andi“. (1
Pét. 3:18).
Fjórða atriðið
er jafn mikill misskilningur,
því við trúum alls ekki eins og
biskup virðist halda þar. Aftur
á móti er óhætt að afneita
þrenningunni, því Jesús Kristur
kenndi alls ékki slíka fjar-
stæðu. Þessi hugmynd er heila-
spuni, sem heiðingjar hafa bú-
ið til og helzta vörn áhangenda
hennar er líka, að hún sé ó-
skýranlegur leyndardómur. Nú,
þá er komið að jólunum, en um
jólaleytið geta allir lesið í
fjöldamörgum tímaritum um
heiðinn uppruna jólanna og
jólasiðanna, og þar sem þessi
kenning er Biblíunni og kristin-
dóminum óviðkomandi, (Krist-
ur hélt aldrei jól og bauð ekki
heldur lærisveinum sínum að
gera það) þá halda vottar Je-
hóva sjálfsagt ekki jól. Þó telj-
um við það einkamál manna,
hvort þeir vilja gera það eða
ekki. Okkur er alveg sama,
þótt biskup Islands haldi jól,
og okkur finnst að honum geti
staðið á sama, hvort við ger-
um það eða ekki. Varðandi síð-
asta atriðið, ódauðleika manns-
sálarinnar, þá er þessi kenning
jafn óbiblíuleg og hinar: „Sú
sálin, sem syndgar, hún skal
deyja,“ segir orð Guðs (Ezikíel
18:4). Enda afneitaði Lúther
sjálfur þessari kenningu, og
sagði að páfinn hefði sjálfur
búið hana til. (Vöm Lúthers, 27.
grein, „Adversus Execrabilem
Antichrist Bullam“, Witten-
berg 1520).
Vísað á bug.
Vegna þessara augljósu stað-
reynda vísa vottar Jehóva á
bug öllum þeim tilhæfulausu
staðhæfingum, sem biskup ber
fram. Nú getur almenningur
sjálfur séð, hvers konar
„fræðsla" hefur yerið látin í
té, og síðan dæmt sjálfur án
þess að láta aðra dæma eða
hugsa fyrir sig, því að slíkt
brýtur í bága við frjálsræði
það, sem Guð gaf manninum
við sköpunina. Þeir sem vilja
fræðast nánar um starf og ‘
kenningar votta Jehóva, geta
þá snúið sér til okkar til þess
að öðlast áreiðanlega fræðslu.
Fyrir hönd votta Jehóva.
Laurits Rendboe.
Fjölbreyttasta úrval, sem hér hefur sést, m. a.
Anglomac regnkápur
Aligator regnkápur
Danimac r gnkápur
Valmeline regnkápur
Stærðir 10 - 12- 14 - 16 - 18 - 20.
MARKAÐURir IN
Laugavegi 89.
Raftækjaverzlanir
Höfum fyrirliggjandi:
Þrítengi, amerísk gerð
Klær, amerísk gerð
Breytiklær, am./ev. og
ev./am.
Þritengi, ev.
Klær, ev.
Fatningar
Hulstur f. flata og sívala
pinna
Hulstur f. jarðtengingu
Hulstur með rofa.
G. Marteinsson hf.
Umboðs- og heildverzlun.
Bankastræti 10. Simi 15896.
Heimasími 34746.
Bílasalan
Bræðraborgarstíg 29
Símar 22439
22389
Moskovitsh ’59, góður bíll
Volkswagen, giasportbíll, ’57,
í góðu lagi
Chevrolet ’59, skipti á eldri
Chevrolet eða Ford
Ford Consul ’58, góður bíll
Kaupendur að flestum gerð-
um bifreiða.
Komið og reynið viðskiptin.
BÍLASALAN við Túngötu.
i