Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 4
I 4 VISIR Fimmtudaeurinn 22. marz 1962. Minkum og ref um er nú haid ið í skef jum Hátt á annað þúsund minka voru drepnir hér á landi árið sem leið og álíka margir refir, sagði Sveinn veiðistjóri Einars- son I viðtali við Vísi í gær. Taldi hann nú svo komið, að eftir fjögurra ára skipulagða eyðingu vargs, sem hófst á grundvelli laga frá 1957 um eyðingu refa og minka, að minka- og refadráp myndi ekki aukast aftur, þar sem nú væri unnt að halda fjölgun í skefjum með þeim aðgerðum, sem árlega eru framkvæmdar. Á kvöldvöku Bændavikunnar í kvöld verður Veiðimanna- spjall um eyðingu vargs. Þar ræðir Sveinn veiðistjóri við Lárus í Grímstungu, og Jóhann- es Eiríksson ráðunautur við Henrik í Merkinesi og Carisen minkabana. Vísir spurði Svein veiði- stjóra að því hvort ekki væri nokkuð um það ,að menn stund- uðu refaveiðar allan veturinn. — Jú, nokkrir menn stunda refaveiðar allan veturinn, eink- um á Vestfjarðakjálkanum, og svo er það víða, að einn og einn maður, sem hefur gaman af að fara með byssu, leitar á refaslóðir, og þykir skemmti- legt sport. Vísir bað Svein að nefna nokkur dæmi um refaskyttur er færu á refaslóðir á vetrum. LÆKKAR FLUTNINCSKOSTNABINN TICO hleður frá öllum hliðum. TICO bóman vinnur nákvæmlega á alla vegu. TICO I kraninn er gæðavara. TlCOkraninn er fyrirliggjandi. TICO umboðið Almenna verzlunarfélagiö h.f. Laugavegi 168 . Sími 10199 . Rvík Veiðiför við þingvallavatn. — Ég veit til dæmis um refa- skyttu, sem skotið hefur 6 refi f vetur á Geitlandi, afrétti sem næstur er Kalmanstungu og Húsafelli, og skaut hann á sömu eða svipuðum slóðum 8 refi í fyrravetur. Þessi refaskytta er Gísli Kristinsson, ættaður af Austfjörðum. — Og Reykvíkingar eru til, sem fara á refaveiðar á vetrum — þú hefur minnzt á þá karla fyrr? — Ég veit, að Guðmundur Þórðarson, Drápuhlíð 10, hef- ur skotið 3 refi í vetur, tvo í Fljótshlíðinni og einn fyrir of- an Hafnarfjörð,,fJyo skaut hann með riffii og einn,irneð,fhagla- byssu. — En vorsóknin? — Hún, — þ. e. grenjaleit — hefst um mánaðamótin maí — júní að venju og er almenn um iand allt. — Stunda menn líka minka- dráp yfir veturinn. — Og varð kannske var við fleiri? — Já, það er mikið um mink við Þingvallavatn, æti gott og góð fylgsni í hraununum, og því erfitt að ná til hans. — Nokkuð að segja sérstak- lega um baráttuna gegn ref- um og minkum í ár? — Henni verður hagað svip að og undangengin ár. Vænti ég góðs árangurs, en margir sem taka þátt i henni llafa nú Mikið um mink við Þingvallavatn. — Það er nokkuð um það, — fyrst og fremst reynt að ráða niðurlögum hans, þar sem hann gerir usla, og svo er svipast eftir honum af ýmsum, þar sem menn vita að hann heldur sig. Jónas Bjarnason lög- regluþjónn drap 3 minka við Þingvallavatn, voru beir allir karlminkar. JAKOB THORARENSEN: GRÝTTAR GÖTUR, SMÁSÖGUR EINN af fremstu rithöfundum vorum, Jakob Thorarensen, sendi frá sér nýja bók í desember. Jakob er af mörgum talinn, fyrst og fremst, ljóðskáld og er það ef til vill rétt, en þó eru smásögur hans margar svo vel gerðar og sér- kennilegar að telja ber hann einn ig í fremstu röð skálda í þeirri grein. Ég efast um að nokkur maður hafi komizt lengra I smá- sagnagerð en Jakob Thorarensen þegar honum tekst bezt. Þessi nýja bók kom mér í hend- ur rétt fyrir jólin. Ég las hana þá og hef nú lesið hana aftur. Bókin er 197 bls. og í henni eru t'u sög- ur allar skrifaðar í alkunnum stíi Jakobs Thorarensen, oftast leynist í þeim hinn nokkuð háðslegi og stundum kuldalegi húmor Jakobs, en bak við býr þó góðvilji, frábær mannþekking og vorkunnsemi þar sem við á, en hiiísvegar vægðar- leysi og hörð ádeila og fyrirlitn- ing þóti aldrei sé um klúr stór- yrði að ræða hjá höf. Kemur þetta t.d. fram í sögunum Spýta sporð- reistist, Ljótunn fagra og Skyssa. Jakob Thorarensen er einn af þeim rithöfundum, sem alltaf hef- ur farið eigin leiðir og aldrei kært sig urn að þræða troðnar götur, en f kveðskap þó ætíð haldið fast við hefðbundið rím og fsl. bragvenjur. Varla gæti ég hugsað mér neitt ólíklegra' en að hann færi að yrkja „atom“-ljóð. Nema þá að það væri hitt, að hann tæki upp á því að skrifa smásögu tilgangslaust og „út í bláinn“. Allar hans sögur, og þær eru orðnar margar, eru skrif- aðar í ákveðnum tilgangi. Það er langt frá þvi að þetta sé með sanni hægt að segja um margar sögur hinna yngri rithöfunda, en út í það skal ekki farið hér. Fyrsta sagan í bók þessari heit- ir Aldnar hendur. Þetta er alvarleg saga, sem þó fær á sig nokkuð skoplegan blæ, einmitt af því að höfuðpersónu sögunnar, Guð- mundi, er svo framúrskarandí vel lýst. Þessi góði trygglyndi maður er í aðra röndina dálítið einfaldur, en þó klókur á hinn bóginn, fer í rauninni alveg rétt að ráði sínu, er hann velur- fremur hinar öldnu hendur, sem voru svo svipaðar höndum látinnar móður hans, en að kasta sér út í óvissu. Þetta er mjög vel gerð saga, ein af þeim beztu í bókinni. Bernska græn er saga um ungtinga, skrifuð af þekkingu á upplagi og eðli barn- anna og fer það allt sem vænta mátti. Þar er ekkert óvænt á ferð- um, en frásögn og framvinda eðli- I:g og vel frá sagt. Barnórar er saga um fólk, sem komst, eins og stundum gerist, á þægilegan hátt gegnum lífið, eða tiltölulega þægi- lega eftir atvikum. Saga þessi er, einá og fleiri, t.d. Ljótunn fagra skrifuð á breiðum grundvelli, og hefði getað orðið að langri sögu, en óvist að hún hefði batnað við það. Sama má segja um fleiri sög- ur í þessu safni, t.d. aðalsöguna, Föðurarfur, sem er há-alvarleg saga um örlagarík mistök. Hefur að visu verið fjallað um það efni áður, en á allt annan hátt. Jakob notar sfna aðferð, og samúð hans er augljós, þótt laust sé við alla væmni, að vanda. Á viðreisnarvegi,er brosleg saga um óhappaferð forstjóra eins til erlendrar stórborgar (Kaupm.hafn- ar?) Þetta er ótrúlega einfaldur maður, en þó munu dæmi til slíks og þvílíks og sagan er skemmti- leg. Ævisögur mannanna heitir síð- asta sagan. Húr er hreint og beint Framhald á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.