Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 6
V'lSIR ÓSÝNILEG LANDAMÆRI Liðin eru meira en 100 ár, siSan mörkuð voru landamær n milli Bandaríkjanna og Kan- ada, sem eru meðal lengstu landamæra í heimi milli aðeins tveggja landa, því að þau eru hvorki meira né minna en um 6400 km. á lengd. Allan þenna tíma hafa þau verið öllum opin, nótt sem nýt- an dag, þar hefir aldrei venð sett upp girðing um almenn'ng eða torfærur á vegi til að hindra ferðir manna, og í borg um þeim eða bæjum, sem standa um þver landamæiin, hafa þau alltaf verið eins ó- sýnileg og miðjarðarbaugur eða heimskautsbaugur. Þetta frelsi setur mjög svip sinn á lífið í bæjum þessum og orsakar jafnvel einkenni’.eg atvik eða aðstöðu, svo sem í Haskell-óperunni .f borginni Derby Line, því að þar sitja á- horfendur í Bandaríkjunum en sviðið er Kanadamegin lancla- mæranna. I lestrarsalnum. Það eru alls þrjár borgr, sem þetta hefir einkum áhrif á, og eru þær auk Derby Line, sem að ofan getur, en sú borg telst til Vermont-fylkis í Banda- rlkjunum, Rock Island og Stanstead í kanadiska fylkinu Quebeck. í Derby Line stendur að auki þannig á, að bókavörð- urinn, sem situr fyrir enda lestrarsalarins í bókasafni borgarinnar, er staddur i Bandaríkjunum, en allir aðrir f salnum eru f Kanada. Og það væri sannarlega ekki gott, ef strangt væri farið f sakirnar í landamæramálunum þama, þvf að landamærin liggja þvert f Tvö spjöld, annað merkt „Bandáríkin“, hltt „Kanada“ gefa til kynna, að landamærin liggi gegnum þessa verzlun. Á mörgum stöðum liggja manna, eins og sjá má myndinni. gegnum setustofur tveggja húsa við Caswell-breiðgötu. Það gefur að skilja, að á mörgum stöðum eru bænda- býli beggja vegna við landa- mærin, og fyrir kemur einnig, að fyrirtæki eru. á mörkum beggja landa. Má þar til nefna Union Twist Drill fyrirtækið á bökkum Tomifobia-fljótsins, þvf að landamærin eru á einurn stað um miðja verksmiðjusali þess. En af því að samkomulag er hið bezta, er vandinn leyst- ur þannig, að Bandaríkjamenn eru látnir starfa öðru megin í verksmiðjusalnum, én Kanada- menn eru hinum megin. Fram- leiðslan er líka seld til beggja landa, og ekki er um neinar deilur að ræða f sambandi við skattalagninguna — sá, sem vinnur f Bandaríkjunum, greið- ir skatta sína þar, og hinn, sem er starfsmaður' kanadísks fyrir- tækis, verður að gjalda skatta sfna norðan landamæranna. Samið hefir verið um, að um tvfsköttun verði ekki að ræða. Samvinna yfir landamærin. I bæjum þeim, sem getið er Ný sending af hinum vinsæiu HOLLENZKU KJÓLUM tekin upp í dag. Verð frá kr. 650.00 til 1550.00. Tízkuverzlunin GUÐRÚN Rauðarársrig 1 — Simi 15077 Bílastæði við búðiná. landamærin gegnum heimili af línunni, sem gerð er á hér að framan, fara um 400 manns daglega yfir landamær- in ýmissa erinda. Margir fara til vinnu frá Kanada til Banda- rfkjanna eða öfugt, og mörg barnanna verða Ifka að skreppa til grannlandsins til að ganga þar f skóla. Um helgar nafa kirkjuferðir einnig mikil áhrif f þá átt að fólk fer yfir landa- mærin f báðar áttir. Þetta hefir óhjákvæmilega í för með sér, að mikið samstaif verður að vera yfir landamærin á mörgum sviðum. Derby Line fær til dæmis alla raforku sina frá Kanada, en íbúamir f Rock Island og Stanstead drekka vatn, sem komið er sunnan frá Bandaríkjunum. Ýmis félags- málaútgjöld eru greidd f sam- einingu af íbúum bæjanna, sem eru bæði Bandarfkjamenn og Kanadamenn. Lítil skriffinnska. Það er lftilll jarðvegur fyrir skriffinnsku í þessu samkrutli á landamærunum. Vegabréfa- og tolleftirlit er svo að segja ekKi til.menn ræða blátt áfram og vinsamlega um hverskonar mál, sem upp koma, og finna lausn á öllum vanda fyrirhafn- arlftið. Fyrirtæki, sem er cin- mitt á landamærunum, greiðir báðum aðilum skatt, og veltur hlutfallið á þvf, hversu mik'll hluti þess er hvorum megin markanna. Þessi 6400 km löngu landa- mæri eru þó ekki ósýnileg hvar vetna, þvf að þar sem skógar vaxa á þeim hefir 13 metra breitt belti verið rutt, svo að enginn hætta sé á, að skógar- höggsmenn í Kanada taki upp á að höggva bandarískan skóg eða öfugt. Og stöku sinntim má sjá rauðklædda kanaifska riddaralögreglumenn eða banJa rfska landamæraverði á erð með landamærunum, en þe>r sjást aldrei í bæjum þeim, sem getið er hér að framan. Grftt:r göffur • • • Framh. at 4. síðu. háð og spott um ævisagnafargan það, sem nú engur yfir oss. Það er auðvitað fróðlegt að fá sannar og vel ritaðar ævisögur merkra manna, en það er bersýnilegt að Jakob Thorarensen finnst nóg um, alveg eins og hann deilir á lög- Fimmtudagurinn 22. marz 1962. gjafana f sögunni Spýta sporðreis- ist og þarf engan að undra. Það er dálítið annar blær á þessum nýju sögum Jakobs, en á mörgum fyrri sögum hans. Eins og ég hef áður sagt eru sumar þeirra skrifaðar á breiðari grundvelli en fyrri sögur hans flestar. Ég tel þetta ekki ókost á þessum sögum, þegar athugað er hvernig Jakob hefur unnið þær og gert úr garði. Ekki tel ég sögur þessar standa að baki fyrri smásögum skáldsins og hinn nýi tónn, sem fram kemur í sumum þeirra, er skemmtilegur og sýnir glögglega að enn má vænta mikils frá Jakobi Thoraren- sen. Þorsteinn Jónsson. Aðilfundur • • • Framh. af 8. síðu. inn, kom út sem að undanförnu í fjórum heftum, alls 12 arkir. Var það 31. árgangur. Ritstjóri var dr. Sigurður Pétursson. Verðlaun félagsins fyrir bezta úrlausn f náttúrufræði á landsprófi miðskóla hlaut að þessu sinni Sig- rún Helgadóttir, nem. f Gagn- fræðask. við Vonarstræti. Engin breyting varð á stjórn félagsins á aðalfundinum. Hana skipa: Guðmundur Kjartansson, formaður, Einar B. Pálsson verkfr., Eyþór Einarsson grasafr., Gunnar Árnason búfr. og Ingvar Hall- grfmsson dýrafr. Á næstu samkomu Hins íslenzka náttúrufræðifélags mun dr. Sigurð- ur Þórarinsson segja frá Dyngju- fjöllum og Öskjugosinu, og sýnd verður af því kvikmynd eftir Áma Stefánsson. Vegna takmarkaðs húsrúms fá aðeins félagsmenn að- gang að þessari samkomu. 18 milljónir fil Ifalíu Meira en 18 milljónir skemmti- ferðamanna hafa komið til Ítalíu á þessu ári. Þjóðverjar eru langflestir, þvf að „fulltrúar" þeirra eru um 4,7 millj., en næstir koma ^visslendingar og Austurrfkismenn, þá Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn. I Tólf menn fórust í sprengingu og eldi á rúmenska skipinu Iasi, sem fórst 80 mílur frá Ítalíuströnd um f fyrradag. Vinsælnr fermingsirgjafir Tjöld Svefnpokar Vindsængur Bakpokar Ferðaprímusar Gassuðuáhöld Seyslr 3if. Veiðarfæradeildin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.