Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 22.03.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 22. marz 1962. VISIR *V: Mo GORDON GASKILL: rðingi i O0 á næsta leiti i A grafa. Tunglið var komið í ljós og varpaði birtu sinni á garð- inn. Allt í einu skall rekublaðið á einhverju hörðu og mokaði Pierre nú í gríð og erg og kom nú brátt kassi í ljós. Hann tók hann upp og lyfti lokinu. - Herra Tony, sagði hann, ég verð að játa, að ég hef gerzt sekur um þjófnað. Ég horfði undrandi á kass- ann og það sem nú kom í ijós, en í honum voru handsprengjur. — Nú farið þér að renna grun í hvers vegna Bayard fann fingraför mín. Pierre horfði á mig glottandi, er hann sá hve tmdrandi ég var. - Ég ætla að nota þær þeg- ar ég fer á fiskveiðar - og þeg- ar ég finn fiskatorfu veiði ég vel. Voila. - Pierre, sagði ég, hvers vegna játaðirðu þetta ekki strax? - Ég hefði sannast að segja ekki verið smeykur, þótt ég hefði verið leiddur fyrir rétt, sakaður um morð, sekur eða saklaus. Jofnvel sekur hefði ég sloppið eins og konan, sem greip öxina þegar mistral-vind- urinn hafði gert hana vitlausa, en þetta er allt annað. Þetta er þjófnaður frá bandaríska hern- um og fyrir hann gæti ég feng- ið 1—2 ára fangelsi. Nú horfði hann á mig örvænt- ingarlega. — Haldið þér, að Bayard muni láta mig sleppa, ef ég ját- aði þetta? Ég rak upp hlátur. Ég hafði uppgötvað dálítið. Pierre hefur víst haldið, að ég væri vitlaus, því að hann hörfaði undan. Ég tók eina handsprengjuna og kippti út öryggistittinum, en þá réðst Pierre á mig og ég lét handsprengjuna renna niður slakkann. Pierre sleppti mér og stakk hausnum niður í sandinn. Hver sekúndan leið af annarri. Engin sprenging kom. Þá leit hann upp. - Þessar sprengjur eru ekki nema tómt hylkið, sagði ég. Það eru þær með gula strikinu, sem hermennimir eiga að bera í belti sínu — í 'þeim er sprengiefni. Þú gætir ekki drepið neinn eða neitt með þessum þarna - kann ske rotað einhvern en ekki meira. Pierre horfði á mig. Á þessu augnabliki held ég, að hann Hreinsum allan fatnað / Hreinsum vei Hreinsum fijóft Sækjum — Sendum ifncilaugin UWðN HF. Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51 Sími 18820. Sími 18825. hefði heldur viljað vera ákærð- ur fyrir morð ... Þegar ég gekk sömu leið og ég kom til gistihússins gat ég ekki annað en hlegið með sjálf- um mér yfir gremju gamla mannsins, en svo fór ég að hugsa um hve furðulegt það væri, að hann hefði valið mig að trúnaðarmanni. Hann hlaut að vita, að ég mundi segja Bay- ard frá þessu. Og nú flaug mér í hug, að karlinn væri kannske slungnari en ég hafði haldið, og hann hefði haft einhvern ákveð- inn tilgang með þessu. Það var dimmt fyrir framan gistihúsið og þegar ég kom inn í forsalinn heyrði ég sagt lág- um rómi: — Herra! Ég sneri mér við snögglega og sá Roquin rísa á fætur. Hann hafði setið í stól í einu horninu. — Ég sá yður fara, sagði hann lágt, djúpri röddu, — það er dá- lítið, sem mér finnst, að þér ættuð að fá vitneskju um. í kvöld tók herra Geldbaum lyk- il sinn af töflunni og fór upp. Kom hann svo niður aftur að vörmu spori og sagði, að þetta væri ekki réttur lykill. Ég fór upp með honum og opnaði með varalykli eftir að hafa athugað málmplötuna á hinum lyklinum. Það var þá iykillinn að herbergi Þjóðverjans, sem myrtur var, sem þarna var kominn. - Og hvernig stóð á, að hann var kominn á krók Geldbaums? — Spyr sá, sem ekki veit. Ékki veit ég það, né heldur Geldbaum. Ég hugsaði málið um stund og komst að-þeirri niðurstöðu, að ég væri nógu lengi búinn að leika leynilögregluþjón. Ég ráð- lagði því Roquin að halda lykl- inum, segja ekkert um þetta frekara við Geldbaum, en skýra Bayard frá málavöxtum morg- uninn eftir. - Þegar ég loks fór í háttinn var ekki laust við, að ég hefði höfuðverk. Næsta morgun var Rennie al- g að springa af óþolinmæði að koma öllu í gang. Það lá við, að enginn fengi að snæða morg- unverðinn í friði. Hann var ó- styrkur nokkuð og það fór ekki aði til hans augunum. Bayard brosti. — Segið honum, að ég ætli aðeins að fá hellinn lánaðan stundarfjórðung. Við þurfum að hleypa þar af einu skoti til þess að athuga áhrifin. Og biðjið herra Shaw að koma niður eft- ir með skammbyssu og nokkur skot. Við getum sjálfir hlaðið hana. * Ég sagði lögreglufulltrúanum frá því, sem komið hafði fyrir mig u mnóttina. Hann hló dátt að sögunni um handsprengjurn- ar, sem ekkert sprengiefni var í. Og hann sagði, er ég hafði minnzt á áhyggjur Pierre: — Opinberlega veit:ég ekkert, en sjáið um að þýfinu verði skilað. Hann horfði um stund fram og hnyklaði brúnir. - Kannske er sá gamli slungn ari en við héldum. Líklega bezt að hafa vakandi auga á honum. Auguste Roquin var búinn að segja Bayard frá lyklunum. - Einkennilegt, tautaði Bay- ard, en hér gerist svo margt furðulegt. Ég leit svo spyrjandi augum á hann, en í þessu kallaði Renn- ie: — Jæja, góðir menn, af stað, af stað ... Við gengum í einni fylkingu til strandar — öll nema Ninon, sem enn svaf. Hún notaði sér það, því að hún var ekki með í neinu, sem æfa átti í dag. — Það er nú bara ágætt, hvíslaði Rennie að mér, - pilt- urinn hennar ætti þá að geta einbeitt sér betur að hlutverki sínu. Mér varð litið á David Dougl- as, sem var mjög hermannlegur í einkennisbúningnum — og það voru raunar allir, en Rennie hafði látið alla klæðast einkenn- isbúningum, „áhrifanna vegna“, eins og hann orðaði það, því þá yrði þarna „hið rétta and- rúmsloft". Og sannast að segja fannst mér ég vera einhvqr utanveltu- besefi í marglitu skyrtunni minni. Ég fór næstum hjá mér þar sem ég gekk við hliðina á David, — „við rithöfundar verð- um að reyna að halda í persónu- leikann,“ sagði ég í afsökunar- tón. Hann brosti. Ég minntist þess, að í styrj- öldinni var það næstum eins og i ■ o o ■ i Barnasagan Kalli kafteinn ★ KALLI OG HAFSÍAN m Þegar Kalli kom auga á prófessorinn, rann allt í einu upp fyrir hon- um ljós. „Þetta er yðar verk, er það ekki?“ hrópaði hann. „Já, svo sann- arlega,“ svaraði prófessor Sift- er. „Þetta var smá varúðarráð- stöfun. Þannig tek ég skip, sem reyna að læðast-'hér inn. En ég geri ráð fyrir að þið viljið kom- ast á réttan kjöl aftur?“ „Þér getið bitið yður í nefið upp á það,“ öskraði Kalli. „Og það eins fljótt og elding." „eins og elding," endurtók vísindamað- urinn brosandi. „Þar eigið þér kollgátuna. Farkostur ykkar hefur klifrað upp eftir segul- teppinu mínu, og eins og þér vitið er eldingin ...“ Framhald- ið af setningunni kafnaði í óg- urlegum hávaða. Vísindamaður- inn hafði auðsýnilega stutt á enn einn hnappinn, þvf að KRAK skall skyndilega aftur niður í sjóinn. Rennvotir risu sjómennirnir á fætur. „Nú eruð þið aftur eins og þið eigið að ykkur, er þá allt í lagi?“ spurði prófessorinn. Kalli þurrkaði húfuna sfna. „Hvílík meðhöndl- un á einu skipi. Segið mér hve- nær þér ætlið aftur að byrja prakkarastrik yðar, þá ...“ „Ágætt,“ svaraði vísindamaður inn „og nú vil ég láta draga mig. Að þvf er ég bezt man, komum við okkur saman um það. Bfðið andartak á meðan ég sæki túrbínuna mína.“ Andar- taki síðar kom merkilegt appa- rat fljótandi út úr bátahúsinu. Það var túrbfna prófessorsins. _____________________ fe að fá kvikmyndastjörnu í heim- sókn, ef einhver kom að heim- an klæddur borgaralegum fatn- aði. Það minnti menn á, að til var annar heimur en vettvang- ur herbúða og styrjalda. — Þetta verður skemmtilegra en seinast, sagði David. — 1 dag eru hér engir til þess að skjóta á okkur. , Áður en við komum að hellis- munnanum stöðvaði Bayard fylk inguna og bað okkur að taka okkur stöðu með nokkru mill- bili, þar sem hann tiltók. Þar næst skipaði hann öðrum aðstoðarmanna sinna að fara langt inn í hellinn og hleypa af skoti — út um hellismunnann. Það kom í ljós, að ekkert okk- ar heyrði nema veikt bergmál af skotinu, og kvöldið sem Hetz en var myrtur, hafði mistral- vindurinn enn gnauðað. Bayard andvarpaði og sagði, að ekkert væri til fyrirstöðu að við héldum áfram. Svo gekk hann ásamt aðstoðarmönnum sínum í áttina til gistihússins. — Nei, það er engin hætta á að ég gleymi að segja kon- unni minni, að þér hafið hringt. \ — Viljið þér segja honum, að ég sé ekki við, og takið fram prjónana svo hann trúi yður. — Ég veit að þú ferð að hlæja, þegar ég segi þér, að litla kisa sem þú ætlaðir að bjarga af þakskegginu klifraði sjálf niður, þegar sjúkrabíllinn hafði ekið brott með þig

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.