Tölvumál - 01.02.1987, Page 15

Tölvumál - 01.02.1987, Page 15
Missi stjórnarmaður seturétt í félaginu á kjörtimabilinu skjal varainaður taka sæti hans til næsta aðalfundar, en þá skal kjósa i embættið til loka kjörtimabils. Nú er stjórnarmaður kosinn í annað starf i stjórninni en hann áður hafði, og skal þá kjósa nýjan mann í hans stað, út kjör- tímabilið. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi siðar en þrem dögum fyrir aðalfund. 6. gr ■ Stjórnin skipar starfsnefndir eftir þvi sem hún telur ástæðu til 7 . gr. Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi, gagnvart stjórnarvöldum og öðrum félags- samtökum, og sker úr um þau atriði varðandi störf eða málefni félagsins, sem ekki eru ákveðin i félagssamþykkt eða með at- kvæðagreiðslu á fundum. Ef atkvæði falla jöfn á stjórnarfundum, ræður atkvæði formanns úrslitum. Stjórnin velur, innan sinna vébanda, þann eða þá, er hafa leyfi til að skuldbinda félagið og ávisa greiðslum úr sjóði þess. Stjórnin skal færa og gefa út félagaskrá, og annast innheimtu félagsgj alda. 8- qr. Stjórnin skal boða til funda, þegar hún telur þess þörf, eða ef 1/5 hluti félagsmanna óskar þess. Aðalfund skal halda fyrir lok janúarmánaðar ár hvert, og skal boða hann með 14 daga fyrirvara. 9. gr. Tillögur um breytingar á félagssamþykkt skal senda stjórninni fyrir 1. nóvember, og verða þær þá lagðar fyrir næsta aðalfund. Breyting á félagssamþykkt öðlast ekki gildi, nema hún sé samþykkt með minnst 2/3 hlutum atkvæða fundarmanna, á löglega boðuðum aðalfundi. (Félagssamþykkt þessi var upphaflega samþykkt á stofnfundi félagsins, sem haldinn var 6. april 1968. Smávægilegar breyt.ingar voru bornar upp og samþykktar á aðalfundi 1985. Þær breytingar fólu i sér að aðalfundur var færður fram i janúar en hafði verið i marsmánuði áður.) 15

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.