Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 5
FRÉTTAPISTILL Ritnefnd TÖLVUMÁIA hefur ákveðiö að frainvegis verði i blaðinu sérstakur pistill með stuttum klausum um það sem til tiðinda má telja úr tölvuheiminum hérlendis og erlend- is. Hér með er skorað á lesendur að koma á framfaeri við Kolbrúnu Þórhallsdóttur á skrifstofu Skýrslutæknifélagins efni sem átt getur erindi i fréttaþáttinn. Menntamálaráðuneytið keypti nýverið fyrstu 9370 tölvuna af IBM á íslandi. Forsendur tölvukaupanna munu vera þær, að ráðuneytið ætlar sér að koma á fullkominni skrifstofusjálf- virkni innan veggja sinna og auk þess nýta búnaðinn við námsskrárgerð og fleiri sérhæfð verkefni. Menntamálaráðu- neytið hefur hingað til aðallega notað WANG tölvubúnað innanhúss. Nýja IBM 9370-40 tölvan mun ýta Wang búnaðinum út úr ráðuneytinu. f Húsnæðisstofnun rikisins biða menn nú eftir þvi að fá afhentan nýjan tölvubúnað og er hann af tegundinni IBM 9370-60. Eins og i Menntamálaráðuneytinu mun hann ýta út tölvubúnaði frá Wang. Fréttir af áðumefndum tveimur sölum IBM til opinbera geirans vekja ýmsar spumingar og ljóst er að menn eru ekki sammála i svörum. Er IBM farið að beina spjótum sínum markvissara að stofnunum hins opinbera en verið hefur? Og er IBM þar með farið að berjast gegn hagsmunum SKÝRR, sem er einn stærsti viðskiptavinur IBM á íslandi? Sumir svara þessari spumingu hiklaust játandi, aðrir eru ekki eins vissir og enn aðrir svara hiklaust neitandi. Spýrja má hvort fyrmefnd tölvukaup séu ekki rökréttur og eðlilegur áfangi ef stefnt er að þeirri dreifðu gagnavinnslu, sem stöðugt eignast fleiri talsmenn? í framhaldi af þvi má og velta þvi fyrir sér hvort það samræmist ékki slikri stefnu, að stofnanir hins opinbera reki sitt eigið innanhúss- tölvukerfi og skipti jafnframt við eigið fyrirtæki, SKÝKR. Á Kanadaþingi var nýlega lagt fram lagafrumvarp sem beint er gegn þeim sem stunda hugbúnaðarstuld. í frumvarpinu er - 5 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.