Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 19
félagsins verða hugtökin kapitalismi og marxismi marklaus, þegar þörf á auðmagni cg launavinnu er hjöðnuð næstum að núllpunkti. í landinu X munu menn stökkva frá starfi til einkaathafna, þaðan til tómstunda, og það mun sist koma þeim til hugar, að nokkur þörf sé á að skapa ný störf. Það er vandséð, hvort mannlausu verksmiðjumar og stór- fyrirtækin, sem eftir verða, muni hafa teljandi áhrif á þjóðartekjur. Fari svo, að önnur lönd standi landinu X langt að baki, gæti iðnaður skapað þvi auð um skeið; þar þyrfti ekki að óttast keppinauta, hvorki um verð né gæði. Verði forskot landsins X minna, kynni framleiðslan að glata þvi gildi. í staðinn gæti komið þjónusta af öðrum toga; landið X gæti miðlað öðrum löndum þjónustu i krafti menntunar og sérþekkingar. Og ef fram heldur sem horfir, verður hugbúnaður seldur dyru verði árið 1999. Vitaskuld er öll þessi lýsing draumsýn ein. Samt skora ég á menn að véfengja rökin, sem ég byggi hana á: Takist einhverri þjóð að endurskipuleggja samfélag sitt i þessa veru og gera sér hagsmunaárekstra ekki að fótakefli, þá er þeirri þjóð sigur vis á þessu sviði. Spekingar eru sammála um, að rafeindatækni muni ráða rikjum þennan áratug og hinn næsta. Jafnvel varkárustu möppudýr á Bretaþingi hafa látið hafa það eftir sér, að i gjörvallri sögunni sé það aðeins uppfinning hjólsins, sem hægt sé að jafna til örgjörvans, ef gætt er að þvi, hve viðtæk áhrifin hafa reynst. Peter Large er greinarhöfundur hjá blaðinu Guardian og skrifar m.a. oft um tæknibyltinguna. Þýðandi er Jón R. Gunnarsson. - 19 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.