Tölvumál - 01.10.1987, Side 8

Tölvumál - 01.10.1987, Side 8
D-E-C-U-S Fiölmenníustu samtök tölvumanna Tölvur eru orðnar mjög útbreiddar hér á landi ekki siður en erlendis. Flest fyrirtæki eru tölvuvsedd að meira eða minna leyti. Einnig hafa fjölmörg heimili i landinu keypt einmenningstölvur. í raun veit enginn hversu margir starfa við tölvur. Menn hafa leitt að þvi getum að ekki færri en 6 þúsund manns starfi reglulega við tölvuskjái og ekki færri en 600 vinni að hönnun tölvukerfa og viðhald þeirra. Félöcr tölvumanna Fólk sem starfar við upplýsingavinnslu hefur stofnað með sér félög. Samtök þeirra fást við fagleg mál, hagsrnuna- baráttu og ýmis áhugamál tölvumanna. Sökum þess hversu nýlega tölvutæknin er tilkomin eru sarntök tölvumanna ekki enn orðin eins sterk eða þekkt og félög manna i eldri starfsgreinum. Skýrslutæknifélag íslands er helstu samtök aðila sem vinna að upplýsingamálum. Mörg minni félög eru einnig starfandi. Þar á meðal má nefna félag kerfisfræðinga, samtök áhuga- manna um tölvuendurskoðun, samtök áhugamanna um UNIX stjómkerfið og ýmsa tölvuklúbba. Nokkur af þessum félögum eru meðlimir i alþjóðasamtökum tölvumanna. Decus Samtök áhugamanna um tölvur frá Digital Equipment Corp. eru með elstu félögum tölvumanna. Félagið nefnist á ensku Digital Equipment Corporation Users Society og er kallað DECUS að bandariskum sið. DECUS var stofnað 1961 vestan- hafs. Vegur samtakanna hefur stöðugt farið vaxandi. DECUS félög starfa nú i öllum heimsálfum. Meðlimir eru nálægt 100 þúsund talsins. Það gerir DECUS að fjölmennustu samtökum af sinni tegund. Digital Equipment hefur frá upphafi stutt dyggilega við bakið á DECUS. Framleiðandinn lætur notendum tölvanna i té ýmiskonar aðstöðu. Einnig hefur DEC tékið mikið tillit til umsagna DECUS við hönnun búnaðar og prófun nýrra tækja. Starfsemi DECUS byggist einkum upp á fjórum þáttum. Miðlun forrita, útgáfustarfsemi, ráðstefnuhaldi og fundum. Forritasafn DECUS er mikið að vöxtum. Það inniheldur um 2000 forrit af ólikustu gerðum. Félagar geta endurgjalds- - 8 -

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.