Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 22
frairih. af bls. 20 Ég held samt að þeir á Mogganum hafi i raun verið að tala um tölvurefi. Sennilega eiga þeir ekki Tölvuorðasafnið. disk support. screen support Nýlega vorum við spurð hvemig þýða mætti þessi iðorð. Þvi er fljótsvarað. í Tölvuorðasafninu er svstem support þýtt með kerfiscáinusta. Disk support ætti þá að heita diskaönn- usta og screen support skjáönnusta. Sigrún Helgadóttir í GRÆNUHLÍÐ Á GÚRKUTÍÐ Það hefur áður komið fram hér i blaðinu að á meðal "tölvu- manna" leynast hagyrðingar. Fyrir tveimur árum birtist i TÖLVUMÁIIM kvæðið 11 Computerlyrik'1 eftir Jón Ingvar Jónsson. í þvi henti hann gaman að útlenskuslettum kollega okkar. Einn af hinum nýju ritnefndarmönnum TÖLVUMÁIA, Jón R. Gunnarsson, lektor i Heimspekideild Háskólans orti bráð- skemmtilega visu um vonir og væntingar i tölvuheiminum. Við birtum visuna hér til gamans og fróðleiks. Jón er vel ritfær og hagyrtur að auki. Það er ánægjulegt að hafa fengið hann til starfa með okkur i vetur. -si. f Grænuhlið á gúrkutið mann grunar skelfing margt, og lund manns létta loforð blið um listaverk frá IBM - og alls kyns undrasmið; Og Mákkans biða margir enn með milljón liti og "bössinn Njú" og Ethemet um alheimsgeim, og Unixhjörtun fagna nú, þvi senn mun dvina DOS-húm svart og dátt er allt og bjart, i Grasnuhlið á gúrkutið mann grunar ósköp margt. -jrg. - 22 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.