Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 11
stóru tölvumar á sjöunda áratugnum byrjaðar að breyta eðli þjóðfélags okkar. Iðnaðarþj óð ir urðu gjörháðar tölvum á minna en tveimur áratugum. Nú gætu hvorki rikisstjómir, fésýsla né hemaður verið án tölva. Og þótt örgjörvinn hefði uppgötvast siðar en árið 1969, væri ástandið svipað. Hann breytti ekki fyrst og fremst þvi sera fyrir var; hann olli þáttaskilum i þróun, sem þegar var hafin. Áhrif tölva á daglegt lif manna voru litil fram á áttunda áratuginn. Ávinningurinn var þó verulegur, jafnt i rann- sóknum og stjómun. Hljóðlát bylting, en henni fylgdi samt óhugnaður og ýmis óþægindi. Tölvukerfi voru misvel hönnuð og skortur á hæfu fólki. Ný tegund afbrota kom fram, tölvuglæpimir. Söfn gagna um persónulega hagi manna urðu til; söfn, sem gátu stefnt einkamálum manna i voða. En nú hafa örgjörvamir sent okkur gegnum hljóðmúrinn. Hljóðlátu árin eru liðin; nú er það hin hljóðfráa framþró- un, sem feykir okkur áfram. Arftaki iðnaðarþjóðfélagsins, sem framtiðarspámenn lýstu á sjötta áratugnum, er að verða að veruleika. Tölvur eru ódýrari, smærri og fjölhæfari; örgjörvinn hefur aukið sjálfvirkni á skrifstofum og gert hana næstum allsráða i verksmiðjum. Þar sjáum við fyrir- boða hagkerfis, þar sem "þekkingariðnaðurinn" svonefndi hefur tekið völdin og skilað öðrum iðnaði i skúmaskot sjálfvirkninnar. Og við blasir, að upplýsingatæknin muni breyta lifi okkar á ólikt róttaekari hátt en iðnbyltingin. Og að þessu sinni muni umbyltingin naumast taka meira en tvo áratugi. Hagrænu rökin eru auðskilin. Nú er svo komið, að við getum keypt fyrir nokkur hundmð pund sömu reiknigetu og metin var til tiu milljón punda i upphafi tölvualdar. Rásimar á einum örgjörva má nú framleiða fyrir minna en eitt pund, og þó anna þær sömu verkum og heila stofu af vélbúnaði þurfti til fyrir þrjátiu árum. Og fyrirsjáanleg verðlækkun á þessari reiknigetu. Svo flóknir eru lcubbamir orðnir, að nú má koma fyrir á ferþumlungi jafngildi korts af Lundúnaborg allri að meðtöldum úthverfum og öngstrætum. í einni af dýrari skrifstofutölvum ársins 1982 voru kubbar, svo flóknir, að ihlutar i hverjum og einum vom 600.000, þ.e. fleiri en þarf til að setja saman risaþotu. Og svo þétt sátu þeir, að 25.000 þeirra mátti koma fýrir á tituprjónshaus. Boð bárust um rásir, sem vom um einn sextiumilljónasti úr fruirih. á bls. 14 - 11 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.