Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 15
búa sig undir endurmenntun til ólikustu starfa oft á
ævinni. Eins ætti þetta að stytta vinnuvikur, lengja orlof
og laekka eftirlaunaaldur.
Aðrir eru þessu þó ekki með öllu sammála. Þar eru jafnt á
ferð vinstri- og hægrisinnar, en þeim er sammerkt, að hafa
nægilega viðtaéka menntun og þá viðsýni sem þarf til að
sameina i huga sér "efnahagsjöfnumar" og þau reiknidæmi,
sem tækniþróunin skilar nú á borð okkar. Þeir segja, að nú
sé þróun manrikyns e.t.v. komin i kross á kyndugan hátt.
A11 sherjarvélin er að koma, hún kann að skapa fjöldaat-
vinnuleysi af nýjum toga, en e.t.v. verður einnig hægt að
beita ráðum hennar á þann vanda, sem hún skapar sjálf, þótt
þversagnakennt kunni að virðast, og fanga hana þarínig i
eigið net.
Röksemdir hafa þeir m.a. getað sótt i þróun, sem nú er
tekið að gæta innan þjónustugreina á niunda áratugnum.
Alla þessa öld hefur fólk safnast til þjónustugreina úr
iðnaðarstörfum öðru fremur, eftir þvi sem vélvæðing hefur
aukist og sjálfvirkni. Hér má greina i nokkru mildara
formi áþekka hluti og þá, sem gerðust, er menn fluttust úr
sveitum til verksmiðjuborga i iðnbyltingunni. Ódýrari
tölvur og tölvukerfi efla nú þj ónustugreinamar svonefndu
umfram aðrar. Þar eykst hagnaður stórlega án þess að
starfsmönnum fjölgi að sama skapi. í sumum tilvikum hefur
störfum jafnvel fækkað, ekki sist i greinum, þar sem
fjarskipti koma við sögu.
Þessir menn segja, að atvinnuleysingjum muni fjölga um
milljónir á næsta áratug, sama hvaða pólitiskir vindar
blási. Það þurfi þó ekki að merkja atvinnuleysi i venju-
legri merkingu orðsins, ef við leggjum það á okkur að
endurmeta afstöðu okkar til vinnunnar; leggjum áherslu á
það að skapa auð fremur en atvinnutækifæri, og nýtura þann
auð siðan til þess að auðga tómstundir fólks, efla menntun
og félagslega þjónustu.
Slik breyting er brýn, segja þeir okkur, - ef við viljum
komast hjá þvi að gjáin milli hinna riku og snauðu verði
óbrúanleg. Slik gjá mundi skilja að þá, sem eiga auð sinn
i upplýsingum og tækni, og hina upplýsinga- og tæknisnauðu.
Minnirilutaskoðanir sem þessar má heyra, hvar i flokki sem
menn standa. Ágreiningsefnin eru léttvægari; menn deila um
einstök atriði, sem varða dreifingu þess auðs, sem vélamar
munu skapa.
- 15 -