Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 18
lausar, smáar og ódýrar í rekstri. Orkufrekar verða þær ekki, og litil þörf á dýrum hráefnum. Þar mun eina manna- þefinn leggja af nokkrum visindamönnum i liftæknideildum og einstaka verkfræðingi að störfum við að endurforrita stjómkerfi færibanda eða gera við vélfæri. (ómannaðar verksmiðjur eru reyndar til nú þegar, en viðast er þó enn ögninni ódýrara að láta menn vinna verkin). Landið X mun ekki þarfnast margra til núverandi fjölda- starfsgreina, t.d. starfa i bönkum eða á rikisskrifstofum. Orðið "skrifstofumaður" verður þá frekast kunnuglegt sagnfræðingum. Á skrifstofum - ef þær verða þá nokkrar- verða eftir nokkrir stjórar og e.t.v. aðstoðarmenn. Verði atvinna til (i okkar skilningi) i landinu X, munu menn að likindum skipa svo verkum, að úr verði t.d. tuttugu tima vinnuvika og þriggja mánaða orlof, en laun þó sýnu betri en nú. Margir þegnar landsins X verða eigin húsbændur, annaðhvort beinlinis; selja sérþekkingu eða þjónustu um svæðisbundin eða alþjóðleg f jarskiptakerfi; eða þá sjálfra sin herrar með þvi að gerast meðeigendur ásamt öðrum i ýmiss konar fýrirtækjum. í raun verður það eitt erfiðasta vandamál landsins X, hvilxk félagsleg hneisa það verður, ef menn eru staðnir að þvi að stunda launavinnu. Þar verður litið niður á þá, sem enn fást til að bjóða vinnu sina fala, annaðhvort i veitingahúsi við eitthvert öngstrætið eða þá einhverju þeirra fáu (en öflugu) fjölþjóðafýrirtækja, sem enn hjara. Að likindum gætir landið X þess nú, þegar þetta er skrifað, að spara hvergi fé til æðri menntunar. (Þar verðum við Bretar þvi að likindum strandaglópar). Og þeirri fjárfest- ingu verður ekki ætlað það eitt að auka fjölda tæknisér- frasðinga i landinu X, heldur jafnframt að gera fólki kleift að nýta sér nýja möguleika, sem einnig skapa auð - hugbúnað i viðustu merkingu orðsins. Þar kemur til allt frá rekstrarráðgjöf til kerf isgreiningar, frá hönnun til hugvisinda og lista. Gera verður ráð fýrir, að landið X eigi nú þegar langtíma- áætlun um framleiðslumál sin; áætlun, sem þegnar landsins styðja. í landinu X deila menn e.t.v. um það, hvemig kökunni skuli skipt, ekki um hitt, hversu baka skuli. Þær stjómmáladeilur, sem við eigum að venjast, verða ékki á dagskrá. Mönnum verður þá ljóst, að eftir lok iðnaðarþjóð- - 18

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.