Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.10.1987, Blaðsíða 17
sjónmáls, einfaldar og ódýrar. Og hér er um annað og fleira að ræða en það að útrýma niðurlægj andi brauðstriti. Tökum daani. Ef við tökum undir orð Lincolns um "stjóm fólksins i þágu fólksins", hvi tökum við þvi þá ekki með fögnuði er hið beina örskotslýðræði stendur okkur til boða og er raunar innan sjónmáls? Á næsta áratug verða fjarskiptanet flestra Vesturlanda fær um að sinna atkvæðagreiðslu um þjóðmál eða kosningar um svæðisbundin mál. Þá dygði okkur að styðja á hnapp á tölvu. Og áður en varði, mundi sjónvarpsskjárinn segja okkur, hvað við hefðum ákveðið með 53.47% meirihluta. Og væri alræði meirihlutans þá ekki rafeindavætt að fullu? í þessari hugsun leynist vitaskuld sama fallgryfjan og Boulton hrasaði i fyrir 200 árum, er hann hugleiddi blessun gufuorkunnar. Mönnum hættir til að binda bamsvonir við hverja nýja uppgötvun; leggja við hana vonir sinar, þröngsýni og hleypidóma um það, hvað æskilegt sé i lifinu og ekki siður um hitt, hvem þroska við höfum til að breyta þvi til betri vegar. Tilraun til framtíðarsoár Og vilji nú einhver reyna fyrir sér i framtiðarspá um það sem biður, gerir hann best i að byggja á fenginni þekkingu og reyna að framreikna það, sem hún felur i sér. Honum verður siður til gagns að gera sér gátur um það, sem i vændum er. Og raunar hefur framtiðarspá e.t.v. aldrei verið auðveldari en nú, ef við höldum okkur innan réttra marka. Ólga og gárur marka yfirborðið, sem að okkur snýr. En farvegurinn undir niðri er einn, og um hann fellur jafn og beinn straumur. Sá straumur á sér beina stefnu; upptökin á hann i almennri nýtingu rafeindatækni, - i þeim samruna tölvutækni og tölvuvæddra samskipta, sem er að leiða okkur frá iðnaðarþjóðfélagi til nýs þjóðfélags, þar sem upplýsingar eru burðarás. Ef við beinum sjónum okkar að þeirri tækni, sem þegar er nýtt og hyggjum jafnframt að samspili eftirspumar og rannsókna, þá getum við brátt greint i megindráttum útlit þess samfélags, sem ofan á yrði i samkeppni þjóðanna árið 1999 (eða 2009?). Köllum það landið X. Landið X mun ekki sóa atgervi nokkurs manns i einhæf verksmiðju- eða skrifstofustörf. Verksmiðjur verða mann- - 17 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.