Tölvumál - 01.10.1987, Síða 10

Tölvumál - 01.10.1987, Síða 10
Peter Large: NOKKUR UMHUGSUNAREFNI Þróunin til bessa "Yðar hátign, hér er komið það sem heimurinn þarfnast. Hér er sá máttur fundinn, sem mun firra menn hverju þvi amstri sem virðingu þeirra er ósairiboðið." Þessi orð maelti Matthew Boulton um mátt gufuorkunnar fyrir rúmum 200 árum, er hann sýndi konungi sinum verksmiðjumar i Birmingham. Við vitum mætavel, hvað siðar gerðist; okkur er kunn hömungasaga næstu aldar, er menn fluttust milljón- um saman úr sveitum til verksmiðja og sultarhverfa borg- anna. Engu að síður fór svo, að þessi umbylting færði hundruðum milljóna bætt lifskjör og munað, sem Georg konungur gat tæpast gert sér i hugarlund, hvað þá notið hans. Ný bylting er að hvolfast yfir okkur, stórum hraðstigari en sú fyrri. Ef til vill er hún ólík henni um það, að við skiljum hana að vissu marki. Hún byggir á ævafomum fróðleik: upplýsingar fela i sér auð; greiður aðgangur að upplýsingum gefur völd. Sú kennisetning hafði treyst ófáa valdhafa í sessi, löngu áður en Francis Bacon færði hana i orð árið 1597. Siðan hafa menn án afláts eflt aðferðir við að safna upplýsingum, greina þær og dreifa þeim. Stærsta skref fram á við á því sviði var stigið undir lok síðari heimstyrjald- ar, er fyrstu tölvubáknin voru smiðuð. Þá gerðu fæstir sér grein fyrir þvi, hvilík örlagatól mannkynið hafði fengið í hendur. Sannindi þessara orða hafa þó fyrst opinberast að fullu, eftir að fyrri tölvur hjöðnuðu i smásjárstærð og tóku á sig mynd örgjörvans. Svo öflugur hefur hann reynst, að upplýs- ingamar sjálfar eru nú orðnar þungamiðja efnahagslifs, þyngri á metum en auðmagn, launavinna, landeign og hráefni. Orðaleppurinn "upplýsingatækni" hefur öðlast sess sem heildarheiti yfir öll amboð þessarar nýju byltingar. En vert er að muna, að alllöngu fyrir tima örgjörvanna vom - 10 -

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.