Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 9
Á L I T A M Á L Stefán Ingólfsson: METNAÐARLAUS HÁSKÓLI Einu sinni átti Háskóli íslands öflugustu tölvu á landinu. Hún nefndist IBM 1620. Um miðjan sjöunda áratuginn skipaði hún Reikni- stofnun Háskólans í fremstu röð hér á landi. Aðilar sem þurftu að leysa erfið reikniverkefni leituðu til Háskólans með vandamál sín. Þó að gamla IBM tölvan væri ekki stórfengleg á okkar mælikvarða skapaði hún engu að síður Háskólanum leiðandi stöðu á sviði erfiðra reikniverkefna. Mönnum þótti á þessum tíma eðlilegt að Háskólinn væri í fararbroddi á þessu sviði. Reiknistofnun Háskólans rekur nú fjórar litlar "deildartölvur" og slatta af "heimilistölvum". Þessar tölvur eru notaðar til að kenna öllum tölvufræðinemum í Háskólanum, verkfræðingum, viðskiptafræð- ingum og öðrum sem ljúka námi frá Háskólanum. Þar að auki á tölvubúnaðurinn að nýtast stofnunum Háskólans og notast við sjálfstæðar rannsóknir Reiknistofnunar sjálfrar. Háskóli íslands er búinn að glata því forystuhlutverki sem hann hafði fyrir tveimur áratugum. Forystumenn skólans virðast þó ekki hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. Ekki eru uppi áform um að snúa henni við. Það ætti að vera sjálfsagður metnaður Háskólans og helstu rannsókna- stofnana í landinu að hafa yfir að ráða einni öflugri tölvusamstæðu til að nota við flókna og tímafreka útreikninga. Eðlilegt væri að Reikni- stofnun Háskólans annaðist þessa tölvu, skipuleggði verkefni fyrir hana, annaðist fræðslu, rannsóknir og kerfishönnun. Á undanförnum árum hefur verð á hraðvirkum "reiknitölvum" lækkað og framboð hefur aukist. Reiknistofnun Háskólans ætti með stuðningi annarra aðila að geta keypt minnstu gerð af þessum öflugu tölvum eða notaða tölvu ef ekki vill betur. Til þess að endar nái saman ætti að nægja að ríkiskerfið, Seðlabankinn, efnahagsstofnanir og helstu rannsóknar- stofnanir landsins færi erfiðustu reikniverkefni sín til Reiknistofn- unar Háskólans. Margir áhugamenn um upplýsingatækni eiga sér þann draum að íslendingar hasli sér völl á svið upplýsingatækni á alþjóðavettvangi. Þjóð sem ekki hefur metnað til að kaupa sæmilega hraðvirka tölvu fyrir æðstu menntastofnun landsins getur ekki gert sér vonir um að útskrifa tölvufræðinga sem jafnast á við fagmenn þeirra þjóða sem - 9 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.