Tölvumál - 01.02.1988, Page 13

Tölvumál - 01.02.1988, Page 13
fræðiaðferðir yrðu öðruvísi og hvort tæknin yrði notuð á manneskju- legri veg. Það er skemmst frá því að segja að mjög skiptar skoðanir voru um þessi atriði enda kannski ekki nauðsynlegt að geta gefið við þeim skýr svör. Hins vegar voru allir þátttakendur sammála um að það væri mjög nauðsynlegt að hvetja konur til starfa í þessari starfsgrein og styðja konur til áhrifa innan hennar. í þessum umræðum komu fram ótal tillögur um það hvernig að þessu mætti vinna bæði á einn og annan hátt. Ég nefni hér nokkur þessara atriða sem allir áhugasamir aðilar geta tekið til sín að vild. * Að vinna markvisst að því á hvaða vettvangi sem er að eyða for- dómum um konur og tækni. * Að hvetja konur í tölvuheiminum til að koma meira fram opinber- lega, t.d. nota tækifærið á Tækniárinu 1988 til að halda erindi og skrifa greinar í fagtímarit eða önnur blöð. Konur í tölvuheiminum þurfa að verða sér mjög meðvitaðar um að þær eru og þurfa að vera fyrirmynd fyrir ungra stúlkna sem eru að velja sér námsbraut og störf. * Að hvetja konur í tölvuheiminum til að vinna sérstaklega að því að tölvufræðsla, almenn starfsfræðsla og námsráðgjöf í skólum verði aukin og að stúlkur séu hvattar til að velja sér störf á þessum vettvangi ekki síður en strákar. Nauðsynlegt er að gera stelpunum grein fyrir því að á þessum vettvangi er um fjölmörg mismunandi störf að ræða. Einnig þarf að vekja forvitni þeirra gagnvart tækninni og draga úr hræðslu þeirra við stærðfræði og tækni- greinar. * Að benda eigendum og stjórnendum fyrirtækja á að nýta sér mun betur menntun og hæfileika kvenna með því að hvetja þær til meiri ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Bent var á ýmsar leiðir í þessu sambandi t.d. að "verðlauna" fyrirtæki sem standa sig vel. Síðast en ekki síst kom fram tillaga um að gefa út bók með titlinum "Fler kvinnor inom dataomraadet". Fulltrúi Norrænu ráðherra- nefndarinnar Monika Tamm Buckle tók mjög vel í þá hugmynd og taldi hana sérstaklega góða með tilliti til þess að árið 1988 er "Tækniár" og jafnframt verður haldin fjölmenn norræn kvenna- ráðstefna í Osló næsta sumar. Þegar er farið að vinna að því að safna efni í bókina og gert er ráð fyrir hún komi út á næsta ári. Efni bókarinnar verður á svipuðum nótum og efni ráðstefnunnar og greinarhöfundar úr hópi þátttakenda hennar. 13 -

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.