Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 2
Staðlaráð í upplýsingatækni og Félag íslenskra iðnrekenda boða til fundar í Tæknigarði Dunhaga 5 (norðvestursal), fimmtudaginn 30.mars kl.14:00-17:00, Efni: Ný viðhorf í stöðlun fyrir hugbúnaðarfyrirtæki Það viðhorf er alþekkt, að staðlar og reglur séu takmarkandi fyrir allt skapandi starf, og jafnvel fyrir tækniþróun almennt. Þessu hefur ekki síst verið haldið fram af þeim sem starfa að hugbúnaðargerð hvers konar. Erfitt er að mæla gegn því að þörf er á vissu svigrúmi við störf í hugbúnaðariðnaði. Hinsvegar er nú svo komið, að farið er að gera meiri kröfur til slíkra fyrirtækja en áður var. Ber þar hæst kröfur viðskiptamanna um gæði framleiðslunnar, að þeir fái það sem greilt er fyrir en ekki eitthvað annað, hugbúnaðurinn sé sveigjanlegur (auðveldur í viðhaldi), að veitt sé hlutlaus ráðgjöf, rétt sé staðið að samningagerð o.s.frv. Til að tryggja tilvist hugbúnaðarfyrirtækis, verða eigendur og stjómendur þess að hlusta á slíkar kröfur, og leggja m.a. áherslu á að gæði framleiðslunnar séu fyrirfram tryggð. Ekki er lengur hægt að skella skollaeyrunum við gæða- og útboðskröfum viðskiptavina, allra síst ríkisins eða þeirra erlendu. Staðlaðar aðferðir við samningagerð verða brátt óumflýjanlegar í viðskiptum við íslenskar ríkisstofnanir, og víða erlendis koma viðskipti einungis til greina við fyrirtæki sem hlotið hafa opinbera gæðavottun. DAGSKRÁ FUNDARINS: 14:00Inngangur fundarstjóra Arnþór Þórðarson, Félagi íslenskra iðnrekenda. 1. hluti: Stöðlun 14:10Starfsemi UT-staðlaráðs, tæknistaðlar: Þorvarður Kári Ólafsson, Staðlaráði í upplýsingatækni. 14:30Umræður 2. hluti: Gæðastiórnun 14:40Almennir gæðastaðlar og kröfur til fyrirtækja: Gunnar H.Guðmundsson, Ráðgarði. 14:55Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð: Oddur Benediktsson, prófessor. 15:10ReynsIa af gæðastjórnun: Daði Jónsson, Verk- og kerfisfræðistofan. 15:25Umræður 15:40Kaffiveitingar 3. hluti: Samningar oe ráðgiöf 16:00Samningar við ráðgjafa og verktaka: Stefán Ingólfsson, Ráðgjafanefnd ríkisins um upplýsinga- og tölvumál. 16:15Ráðgjöf og verktakastarfsemi: Ari Arnalds, Verk- og kerfisfræðistofan 16:30Umræður. 16:55Fundi slitið Arnþór Þórðarson, Félagi íslenskra iðnrekenda. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 687000 (staðladeild), fyrir 29.mars. Þátttökugjald kr. 1000 greiðist við innganginn. UT-staðlaráð Félag Isl.iðnrekenda

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.