Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 5
■ Hversu alvarleg er fjölföldun? Fjölföldun hugbúnaðar er í flestum tilvikum talin léttvæg synd en þar er full þörf á viðhorfsbreytingu. Stór hluti afritana er framkvæmdur af fólki með tölvuþekkingu. Búið er að leggja mikla vinnu í góð forrit og þeir sem hafa unnið þá vinnu eiga einhverja umbun skilið. Með fjölföldun erum við í samein- ingu að stefna atvinnu fjölda fólks í voða með því að neita þeim um greiðslu fyrir vinnu þeirra. Hvað kostar að beita bákherbergis- aðferðum við að aðlaga fjölfaldaðan hugbúnað að okkar þörfum? Árið 1984 var byrjað að selja PC tölvur að ráði hér á landi og segja má að þá hafi hafist mikil þróun á hugbúnaði sem virðist hafa náð hámarki, að minnsta kosti um stundarsakir. í upphafi virtist ekki mikið um affitanir. Þó held ég að allir séu sammála um að það þótti sjálfsagt að afrita leiki og ýmsan ódýran, erlendan hugbúnað en inn- lendur hugbúnaður var lítið afritaður. Það er skoðun mín að fjölföldun á hugbúnaði hafi stórlega aukist á árinu 1988 miðað við það sem var árin á undan. Ég tel að ástæðurnar séu: • mikið af tölvum hefur verið tekið í notkun á árunum 1987 og 1988 • stór hluti af tölvum sem voru teknar í notkun voru viðbótar- tæki • margir lærðu á tölvu á þessum u'ma • hægt var að kaupa góðar bækur yfir flest vinsæl forrit • versnandi efnahagsástand Tölvumál Mars1989 Fjölföldun á hugbúnaði er farin að hafa áhrif á afkomu þeirra sem vinna við hugbúnaðargerð og aðlögun hugbúnaðar að íslenskum aðstæðum. ■ WordPerfect hugbúnaður Ræðumaður hefur unnið að aðlögun og þýðingum á WordPerfect hug- búnaði á fjórða ár og er því við hæfi að ræða aðeins reynsluna af því. í dag hafa verið seld leyfi til að nota WordPerfect á 1350 tölvum og skjám á íslandi. Athuganir benda til þess að til viðbótar séu um 4000 eintök af þessu forriti í notkun (þ.e.a.s. 3 afrit á móti hverju keyptu). Ef við reiknum aðeins okkur til skemmtunar þá getum við margfaldað 4.000 með kr. 30.000 og hver ætli niðurstaðan sé? Þetta fjölföldunarvandamál er þekkt víðar. Á síðasta ári hætti WordPer- fect algjörlega að þróa forrit fyrir eina tölvutegund vegna þess að forritið seldist ekki í Bandaríkjun- um, flestir urðu sér úti um afrit. Þetta er tölva sem hefur svo til eingöngu verið notuð á heimilum og af námsfólki. ■ Hverjir fjölfalda? Meðal flestra fyrirtækja og stofnana hefur tölvuvæðing átt sér stað þannig að þau bæta við sig í litlum einingum í einu. Meðal þessa hóps er nokkuð stórt hlutfall sem hefur ekki séð ástæðu til að kaupa fleiri en eitt eintak af hugbúnaði á tölvurnar um leið og keyptar eru nýjar tölvur. Annar hópur eru einstaklingar sem verða sér úti um hugbúnað til heimilisnota eða til nota í skóla. Þessi hópur hefur þau sérkenni að fólkið sem verður sér úti um hugbúnaðinn hefur frekar tíma til að leysa vandamál sem koma upp í sambandi við notkun hugbúnaðarins og þurfa síður að leita aðstoðar Frá félagsfundi: Ólögleg fjölföldun hugbúnaðar Lúðvík Friðriksson, verkfræðingur Fimmtudaginn 2. mars var haldinn félagsfundur um Ólöglega afritun hugbúnaðar. Framsöguerindi fluttu Haukur Nikulásson og Lúðvík Friðriksson. Erindi þeirra birtast hér nokkuð stytt með leyfi höfundanna. Fjölföldun hugbúnaðar hefur aukist stórlega undanfarið. 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.