Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 16
Tölvumál Mars1989 Geisladiskar Þýtt og endursagt af Sigrúnu Gunnarsdóttur og Þórunni Pálsdóttur Seguldiskur Sammiðja rásir Fastur snúningshraði Geisladiskar eða CD-ROM (Com- pact Disk Read Only Memory) er mikilfengleg nýjung til geymslu upplýsinga. Framleiðsla þessara diska er vaxandi iðnaður og hefur framleiðslukostnaðurinn lækkað mjög mikið síðan þessi tækninýjung leit fyrst dagsins ljós sem var árið 1985. Aðalkosturinn við geisladiska er hið mikla magn af gögnum sem hægt er að geyma umfram það sem hægt er á venjulegum geymslumiðlum. Stærsti gallinn er hins vegar að einungis er hægt að skrifa einu sinni á þá, þeim gögnum sem hafa verið sett á diskinn verður ekki breytL ■ Uppbygging Einn geisladiskur getur geymt um það bil 600 megabæti af stafrænum gögnum. Á einum geisladiski er því hægt að geyma upplýsingar sem samsvara: • 150.000 blaðsíðum af texta • Innhaldi 1500 staðlaðra 5.25 tommu skífa • 3200 hillumetrum af bókum Helsti munur á lestri gagna af geisladiskum og seguldiskum er sá að við lestur á geisladiskum er not- ast við fastan línulegan hraða Geisladiskur Rásir á spríal Fastur línulegur hraði (CLV), þ.e. diskurinn snýst hraðar þegar hausinn er nær miðju disksins en við jaðra hans. Við lestur á seguldiskum er hins vegar notast við fastan snúningshraða (CAV). Annar grundvallarmunur er sá að blokkum af gögnum er raðað eftir samfelldum spíral á geisladiski. Á seguldiskum eru blokkirnar aftur á móti geymdar á sammiðja rásum (track). (Sjá mynd.) Þegar lestrar- hausinn á seguldisknum er stað- settur á ákveðinni rás þá er hægt að lesa öll gögn á rásinni án þess að breyta um staðsetningu. En við lestur á geisladiskum þarf lestrar- hausinn að færa sig út á við eftir spíralnum. Þriðji munurinn er flutningshraði á gögnunum. Hann er um það bil 180 kílóbæti á sekúndu á geisladisk en 250 til 300 kílóbæti á sekúndu á hörðum disk. ■ Notkun Til þess að nota geisladiskana þarf sérstakt spjald í vélina og síðan er hægt að tengja eitt eða fleiri geisla- drif við spjaldið. í slíkt drif er hægt að setja geisladiskana sem eru yfir- leitt 5.25 tommur að stærð. Disk- amir eru úr plasti og eru geymdir í hylki sem ver sjálfan diskinn fyrir hnjaski. Geisladiskar eru aðallega notaðir á tvo máta. Annars vegar er hægt að kaupa tóma diska sem eru notaðir til að geyma gögn, til dæmis öryggis- afrit. Hins vegar eru tilbúnir diskar sem eru keyptir með gögnum á, til dæmis alfræðiorðabækur, textar úr biblíunni o.fl. Tilbúna geisladiska er hægt að kaupa frá ýmsum aðilum. Geisla- diskar henta vel til geymslu eða dreifingar á stafrænum gögnum - texta, hljóði, teikningum eða video- myndum. Sérstaklega ef magnið af gögnum er á bilinu 100 til 650 MB og gögnin eru tiltölulega stöðug, það er þarfnast sjaldan uppfærslu. 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.