Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 9
Tölvumál Mars1989 ■ Notkunarsvið Fjölnis Forritunarmálið Fjölnir er forrit- unarmál til almennra nota. Verkefni sem leysa má með Fjölni eru því þau sömu og leyst eru með öðrum almennum forritunarmálum, svo sem Pascal, Basic, FORTRAN, COBOL, Algol, PL/I, C, Modula-2, Ada, LISP, SmallTalk og Prolog. Það virðist kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að bera enn eitt fonitunarmálið á borð, en Fjölnir hefur þrjá kosti fram yfir fyrrnefnd mál. Fyrsti kosturinn er sá að Fjölnir er íslenskt forritunarmál; með íslenskum lykilorðum. Við erum því ekki í neinum vandræðum með að tala góða íslensku þegar við ræðum forritunaraðferðir í Fjölni. Með Fjölni má e.t.v. segja með sanni að forritun verði hluti af íslenskri menningu. Annar kosturinn er sá að Fjölnir býður upp á öfluga einingaforrit- un. Einingaforritunin í Fjölni er mun öflugri en í Modula-2 og að ýmsu leyti jafnvel öflugri en í forrit- unarmálinu Ada, en bæði þessi mál eru sérhönnuð sem einingaforrit- unarmál. Þriðji kosturinn er sá að Fjölnir er þeim kosti búinn að hafa sjálfvirka úthlutun og frelsun minnis með ruslasöfnun, oft nefnt listavinnsla. Þennan kost hafa forritunarmálin LISP, SmallTalk og Prolog reyndar einnig, en þau bjóða ekki raunhæfa einingaforritun, nema e.t.v. Small- Talk. Fjölnir hefur einnig þann kost fram yfir margar útgáfur þessara síðasmefndu mála að þýdd Fjölnisforrit eru keyrsluhæfar EXE- skrár; óháðar þýðanda sínum. Þegar lislavinnsla og einingaforritun fara saman, eins og í Fjölni, er sér- lega auðvelt að smíða forritshluta, þ.e. einingar, sem nota má aftur og aftur, án breytinga, til að leysa mismunandi vandamál. Það kemur æ betur í ljós að öflugustu forritunarmál framtíðarinnar verða báðum þessum kostum búin. Fjölnir er sérlega vel fallinn til verk- efna sem krefjast flókinna gagna- móta (data structures) og til smíða á frumgerðum hugbúnaðar. Með Fjölni geta margir einstaklingar unnið að sama verkefni, enda sé þá beitt aðferðum einingaforritunar og hugbúnaðarverkfræði. Þýðandinn fyrir Fjölni er dæmi um verkefni þar sem þrír einstaklingar unnu verkið, og óhætt er að segja að það verk hafi gengið vel, þótt það hafi verið unnið á þrem stöðum. Fjölnir er einnig skemmtilegt leik- fang og gaman er að kanna þá forrit- unarmöguleika sem Fjölnir býður upp á. Með Fjölni fylgir safn eininga til ýmissar vinnslu. Þar má nefna ein- ingar fyrir teiknun, sem nota má á ýmsar skjágerðir; CGA, Hercules, EGA, VGA og MCGA. Einnig eru þar einingar til að reikna með marg- liður, brot og Taylor-raðir. Þá eru einingar til að raða fylkjum og list- um, ýmsar einingar til að gefa að- gang að DOS-aðgerðum og margar fleiri einingar. ■ Saga Fjölnis Saga Fjölnis hófst árið 1985 þegar undirritaður hóf störf við Reikni- fræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Þá veittist honum tæki- færi til að koma í gagnið hugmynd- um um einingaforritun sem hann hafði þróað árin áður við rannsóknir og nám við Rensselaer Polytechnic Institute I Bandaríkjunum. í fyrstu var aðeins smíðað mjög einfalt for- ritunarmál, ekki ósvipað forritunar- málinu FORTH nema hvað málið var einingaforritunarmál. Fljótlega var þó bætt við listavinnslu. Árið 1986 kenndi undirritaður námskeið í hönnun þýðenda við Háskóla íslands og greip þá tæki- færið og smíðaði þýðanda fyrir einfalda útgáfu af Fjölni. Nemend- ur smíðuðu einnig þýðendur, hver fyrir sig, og höfðu þeir sín mál mjög Fjölnir íslenskt forrltunarmál fyrir PC-samhæfðar tölvur Snorri Agnarsson, prófessor 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.