Tölvumál - 01.03.1989, Page 8
Tölvumál Mars1989
Er útilokað að
breyta hugsunarhœtti
fólks gagnvart
hugbúnaðarþjófnaði?
Framleiðendur eru
nauðbeygðir til að
taka upp afritavarnir.
er afgreiddur. í dæmum sem þessu
er hvorki verið að tala um minnstu
fyrirtækin í þessari grein né ein-
ungis eitt fyrirtæki.
Sá sem ætlar í krossferð gegn þessu
verður að vera við öllu búinn og
ígrunda hvaða afleiðingar það getur
haft að opna á sér munninn. Ég
skrifaði grein sem birtist í Morgun-
blaðinu fyrir tveimur til þremur
árum. Tilgangurinn var að lýsa
vandamálinu og ekki síður að
merkja sjálfan mig sem andstæðing
ólöglegrar dreifingar þannig að not-
endur myndu síður krefja mig um
aðstoð vegna stolins hugbúnaðar.
Viðbrögðin við greininni urðu
önnur en ég átti von á. Þar sem ég
játaði í greininni að hafa sjálfur
farið, segjum frjálslega, með hug-
búnað, fékk ég svolítið að kenna á
framhleypni minni í þessu máli.
Varla mætti ég svo kunningja þessa
daga en ég fengi ekki smá glósur.
“Sæll Haukur, hefurðu stolið ein-
hverjum góðum hugbúnaði nýlega?”
Verst þótti mér að tapa sölu á
búnaði vegna þessa máls og get ég
engu kennt um nema eigin hugsun-
arleysi. Ég get ekki búist við því að
þeir sem vilja komast í ótakmark-
aðan fjölda ólöglegra forrita versli
við nokkurs konar yfirlýsta löggu á
þessu sviði. Flestir reyna jú að kom-
ast hjá því að bölva í návist presta!
Eftir að greinin birtist hafði sam-
band við mig lögfræðingur, Knútur
Bruun, og áttum við saman fund um
þessi mál. Lagði hann til að stofnuð
yrðu samtök höfundarrétthafa á
sviði hugbúnaðar, í stíl við samtök
rétthafa myndbanda. Ekkert varð úr
þessu enda taldi ég þá, og tel enn,
að þeir sem standa þessum málum
næst ættu að standa að stofnun sam-
taka á þessu sviði.
Öll vitum við hvað vandamálið er
og þykjumst líka vita hversu stórt
það er. Er hægt að leysa það?
Turbo Pascal er hundódýr en vinsæl
afurð fyrirtækisins Borland, sem er
orðlagt fyrir að selja góðan hugbún-
að mjög ódýrt. Fyrirtækið hefur náð
ótrúlegri markaðshlutdeild, veltan
vaxið mjög hratt, en samt á fyrir-
tækið í hinum mestu brösum með að
skila hagnaði. Borland er einkenn-
andi fyrir þau fyrirtæki sem hafa
freistast til að spoma við þjófnaði
með því að verðleggja hugbúnaðinn
skaplega fyrir kaupendur. Lágt verð
hugbúnaðarins skiptir litlu máli hjá
þeim fjölmörgu nemendum út um
allt lánd sem eru með Turbo Pascal í
fóram sínum. Að stela Turbo Pascal
verður einungis ómerkilegri glæpur
vegna þess hversu ódýrt forritið er.
Það er engin patent-lausn að lækka
verð hugbúnaðarins.
Ég tel útilokað að breyta hugsunar-
hætti fólks gagnvart forritaþjófnaði.
f ljósi þeirrar reynslu sem ég hef
fengið tel ég að framleiðendur
hugbúnaðar séu nauðbeygðir til að
taka aftur upp afritavamir, sem voru
að mestu aflagðar vegna óvinsælda
á síðasta ári. Afritavöm er ekki
gallalaus. Hún hefur í för með sér
viss óþægindi bæði fyrir notendur
og seljendur. Ég hef hingað til verið
á móti afritavömum af þessu tagi,
talið rangt að gera ráð fyrir að kaup-
andi hugbúnaðar sé óheiðarlegur.
Ég hef því miður aftur skipt um
skoðun. Meðaltalssiðferði okkar
allra er orðið svo lélegt að ekki er
nein önnur lausn í sjónmáli í nán-
ustu framtíð. Ég vona að skilningur
okkar allra sé sá á þessum málum að
við ætlum ekki að leysa þessi mál
með einhverju offorsi, við emm öll
samsek, ýmist með því að fjölfalda
hugbúnað til dreifmgar, nota ólög-
leg afrit, eða þá eingöngu með því
að vita af glæpunum og gera ekkert
til hindra þá.
Ég vil þó ljúka máli mínu á
bjartsýnu nótunum og fullyrði að
þessi mál leysist farsællega með
tímanum, mál í skyldum greinum
hafa gert það. Almenn sala hugbún-
aðar er svo ung grein, að tíminn
einn getur sniðið vankantana af því
hvemig að henni skuli staðið. Q
8