Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 14
Tölvumál Mars1989 Kynning á tölvumálum fyrirtækja: Hafrann- sókna- stofnun, Reiknideild ■ Staðsetning: Skúlagata4, 3.hæð 101 Reykjavík. ■ Hlutverk: Sjá um • aðstoð við úrvinnslu gagna • viðhald tölvukerfa • uppsetningu hugbúnaðar • forritun sérverkefna • þróun reikniaðferða á sviði hafrannsókna. ■ Starfsmenn sem vinna við tölvumál: Gunnar Stefánsson tölfræðingur, deildarstjóri. 2 reiknifræðingar (úrvinnsluverk- efni). 1 tölvunarfræðingur (kerfisupp- setning). 2 náttúrufræðingar (viðhald gagna- grunna, kerfísviðhald og forrit- un). 1 starfsmaður í innslætti. ■ Vélbúnaður: • 13 vinnustöðvar með Unix stýri- kerfi, nettengdar með NFS yfir ethemet. • 5-10 pc tölvur í ýmsum deildum á stofnuninni. Sumar með Ethemet-tengi. ■ 2 HP 9000/550 (með Unix stýri- kerfi) í rannsóknaskipum • 7 Dec professional 350 og 380 (með Unix). • 5 Compac 386 (með Unix, not- aðar í gagnasöfnun í togurum). • 5 Macintosh tölvur. Sumar með Ethemet tengi. Heildardiskrými er um 2 Gb. Reiknideildin er aðaltengiliður ISNET við útlönd (gegnum mcvax hjá CWI í Hollandi og enea í Svíþjóð). Aðaltenging innanlands er við Reiknistofnun Háskólans. Vax tölva Sjávarútvegsráðuneyt- isins er tengd við sama staðamet og tölvur Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að Fiskifélag íslands og Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins tengist sama neti, sem liggur um Skúlagötu 2-4. ■ Helsti notendahugbúnaður: Reglan er að tölvur Haffannsókna- stofnunar noti Unix stýrikerfið, þótt frá því séu örfáar undantekningar. Allar vinnustöðvarnar em með X gluggakerfinu og Unix. Gagnagrannsvinnsla er að mestu leyti í einföldu heimasmíðuðu kerfi, en öll ný vinnsla núna fer fram í Informix. Tölfræðivinnsla og grafík er einkum í pakkanum S sem notað- ur er í samtalshætti á vinnustöðvum. Þessi pakki er kominn ffá ATT. GLIM (stór línuleg tölfræðilíkön), BMDP (fervikagreining) og NAG (ólínuleg líkön) eru mikið notaðir líka. Umbrotsforritið troff er notað í ritvinnslu og grafík. Uppflettingar í bókhaldi stofnunarinnar era yfir X.25 tengingu til SKÝRR. ■ Hugbúnaður í smíðum: Unnið er að forritun reiknilíkana á sviði aðferðafræði við úrvinnslu bergmálsmælinga, framframleiðni o.fl. Mest af því er unnið í C nema það sem notar NAG, sem er í Fortran. Unnið er að gluggakerfi fyrir stofnstærðarmat. í haust var unnið reiknilíkan um sýnatöku fyrir aldursgreiningu á þorski. Það benti til að sumar hefðbundnar aðferðir væra óhentugar og vora niðurstöð- umar kynntar á alþjóðlegum fundi í vetur. ■ Þróunarhugbúnaður: Ekki er notaður sérstakur þróunar- hugbúnaður né formlegar aðferðir við þróun, enda er ekki gert ráð fyrir að forrit sem samin eru fari í 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.