Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 6
Tölvumál Mars1989 Þeir sem tapa mestu á ólöglegri afritun hugbúnaðar eru þeir sem stunda slíka afritun sjálfir. Höfundar hugbúnaðar þurfa að fá aukna lagavernd gagnvart ólöglegri fjölföldun. sérfræðinga. Einnig er nokkuð algengt meðal fólks í þessum hópi að fjárráðin leyfi einfaldlega ekki mikil útgjöld. Þriðji hópurinn sem ég vil nefna eru þeir sem hafa ekki einu sinni fyrir því að kaupa hugbúnað til að nota í atvinnuskyni. Þessi hópur fer sem betur fer minnkandi, en í þeim fyrri fer fjölgandi. ■ Löggjöf Löggjöfin er mjög fátækleg um vemd gegn fjölföldun hugbúnaðar. Það er skýrt tekið fram í höfundar- réttarlögum að hugverk hverskonar em vemduð. Löggjöfin er fyrst og fremst miðuð við prentað mál og þegar núverandi lög vom samþykkt var fjölföldun hugbúnaðar ekki vandamál. Ekki er alveg ljóst hvemig eigi að framfylgja höfundarréttarlögum og leikur vafi á því að yfirvöld fáist til að taka á málum varðandi ólöglega afritaðan hugbúnað. Gætu eigendur höfundarréttar beðið Lögreglunaað fara inn í fyrirtæki og rannsaka hvort ólöglega fjölfaldaður hugbún- aður sé til staðar, á svipaðan hátt og var gert í sambandi við myndböndin hér um árið, eða þarf að höfða eink- amál gegn þeim sem verða uppvísir að ólöglegri afritun hugbúnaðar? Núverandi löggjöf er frumstæð, óhagstæð framleiðendum hugbún- aðar og það er ekki fýsilegur kostur að leysa fjölföldunarmál fyrir dóm- stólum. Svo virðist sem þróunin til að breyta löggjöf til að auka vemd höfunda hugbúnaðar sé frekar hæg. Aðeins eitt land, Kanada, í hinum vestræna heimi hefur sett lög þar sem þungar refsingar eru viðurlög við ólöglegri afritun hugbúnaðar. Ég legg á það áherslu að ég tel að Skýrslutæknifélagið ætti að beina kröftum sínum að því að fá lögum um höfundarrétt breytt þannig að höfundar hugbúnaðar fái aukna vernd gagnvart ólöglegri fjölföldun. ■ Hverjir tapa á fjölföldun? Segja má að einn þeirra sem tapar sé Ríkissjóður. Hugbúnaður ber 12% söluskatt, fyrirtæki þurfa að greiða launaskatt fyrir starfsfólk sitt og þær athuganir sem ég hef gert benda til þess að undanfarin ár hafi fá hug- búnaðarfyrirtæki haft nægar tekjur til að geta skilað tekjuskatti til ríkisins. Framleiðandi hugbúnaðar tapar einnig, því tekjur af hugbúnaði þurfa að standa undir þróunar- kostnaði. Minni tekjur verða úl þess að ekki er hægt að veita eins góða þjónustu. Sá sem tapar mestu er sá sem notar fjölfaldaðan hugbúnað. Hann lendir oftast í töluverðum aukakostnaði til að komast hjá því að kaupa hugbún- aðinn og halda kerfum gangandi, sem ekki þyrfti ef eðlilega væri gengið frá málum. Ég get nefnt fjölda dæma um fyrirtæki sem hafa greitt í vinnulaun upphæðir sem em margfaldur kostnaðurinn við að kaupa hugbúnaðinn, en að sjálf- sögðu veit ég einnig um mörg dæmi þar sem menn hafa sparað sér stórfé með fjölföldun. ■ Hvemig er hægt að fá fyrirtæki og stofnanir til að bæta ráð sitt? Með aukinni þekkingu á tölvum gerir fólk sér betur grein fyrir gildi hugbúnaðar og það metur ffekar hugbúnaðarkaup út frá ávinningnum af því að eiga góð forrit. Mín reynsla er sú að mikilvægt er að byggja upp góðan trúnað milli framleiðanda hugbúnaðar og kaup- anda. Þeir sem velja að fá lögleg eintök af hugbúnaði í stað ólöglega afritaðra eintaka þurfa að geta gert það án eftirkasta. í reynd hafa ýmis fjölföldunarmál verið leyst nú þegar án þess að frá því verði greint nánar. 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.