Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 7
Tölvumál Mars1989 í flestum slærri fyrirtækjum og stofnunum eru fjárveitingar til tölvumála ákveðnar af æðstu stjórnendum en síðan fá millistjóm- endur, s.s. yfirmenn tölvudeilda, það verkefni að kaupa það sem þarf fyrir fjármagnið. Oft er það svo að peningunum er eytt að mestu í tölvubúnað og það síðasta sem er keypt er hugbúnaðurinn og þá er lítið eftir af peningum. Flest tölvumenntað fólk veit að óheimilt er að fjölfalda hugbúnað- inn á fleiri tölvur en tekið er fram í leyfinu. Einnig eru margir sem gera sér enga grein fyrir þessu. Þetta á sérstaklega við um fólk sem er sjálfmenntað. Þegar æðstu stjóm- endur fá vitneskju um ólöglega fjölföldun vilja þeir að slfk vanda- mál séu löguð. ■ Lokaorð • Fjölföldun á hugbúnaði er vandamál. • Aukin fjölföldun stefnir í voða afkomu þeirra sem vinna að þýðingu og aðlögun hugbúnaðar. Til skamms tíma hefur smygl þótt allra glæpa léttvægastur og umburð- arlyndi almennings gagnvart þess- um glæp verið ótakmarkað. Smygl var jú eina leiðin til að nálgast bjór. En smygl hefur á undanfömum árum vikið sem algengasti glæpur á íslandi. Forritastuldur er á nokkrum árum orðin það algengur að næstum allar fjölskyldur landsins, fyrirtæki, stofnanir og skólar eru orðin mor- andi í glæpamönnum sem þó ganga allir frjálsir og óárcittir. í starfi mínu við sölu og þjónustu á tölvu- búnaði upplifir maður ótal dæmi um • Skýrslutæknifélagið ætti að beita sér fyrir því að lögum verði breytt í þá átt að auka vemd höfunda hugbúnaðar gagnvart afritun. • Fólk er ekki nógu meðvitað um kostnað við hugbúnað og verð- mæti góðs hugbúnaðar. • Upphæðirnar sem tapast í fjöl- földun hugbúnaðar skipta hundruðum milljóna og tap Ríkissjóðs í sköttum skiptir tugum milljóna. • Þeir sem tapa mestu á ólöglegri afritun hugbúnaðar era þeir sem stunda slíka afritun. Þeir eru að grafa eigin gröf. • Hætta er á að dragi úr þýðingum og aðlögun á erlendum hug- búnaði verði ekkert að gert. • Vilji menn geta fengið erlendan hugbúnað á íslensku og aðlag- aðan íslenskum aðstæðum, óháð einstökum tölvuframleiðendum er nauðsynlegt að draga úr fjölföldun. □ hugbúnaðarþjófnað. Varla líður sá dagur að viðskiptavinir, bæði þekktir og óþekktir reyni ekki að fá hjálp okkar til að nýta þýfi sitt sem best. Það er rökstuddur grunur margra, að umboðsmenn erlendra stórfyrirtækja svíni á hugbúnaðarsölu til að liðka fyrir sölu á vélbúnaði. Dæmi eru um að fyrirtæki selji 20 tölvur en af- greiði þær kjaftfullar af alls kyns hugbúnaði svo hægt sé að gera eitt- hvað með þeim. Engar handbækur eru sjáanlegar, notendur verða ýmist að bjarga sér sjálfir eða hringja í seljanda tölvanna til að fá þjónustu. Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær slíkir seljendur fái nóg af því að þjóna hugbúnaði sem svona Frá félagsfundi: Ólögleg af- ritun hugbúnaöar Haukur Nikulásson, sölustjóri

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.