Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 17
Tölvumál Mars1989 Kaupandinn getur lesið upplýsing- amar á disknum en hann getur aldrei skrifað á diskinn. Þessir til- búnu geisladiskar eru aðallega tvenns konar. Annars vegar eru þeir sem eru sjálfstæð upplýsingakerfi, sem innihalda gögnin, indexun á þeim og kerfi til að nálgast gögnin og leita í þeim. Hins vegar eru geisladiskar sem eru fyrst og fremst til að dreifa gögnum sem síðan er hlaðið niður á venjulega diska. Geisladiskar sem notendur kaupa til að skrifa á sjálfir eru oftast notaðir til að geyma einhvers konar afrit. Ekki er hagstætt að nota diskana til að geyma gögn sem þarf oft að vinna með sökum þess hversu hægvirkir þeir eru. Frá því að pc tölvur fóru að koma á markaðinn hafa öryggisafrita verið vandamál. Geisladiskar geta nú þegar leyst mörg þessara vanda- mála. Þeir hafa það fram yfir segul- bönd að þeir endast betur og það er auðveldara að lesa gögnin af þeim aftur. Gallinn hefur verið sá að hingað til hefur einungis verið hægt að fá svokallaða WORM diska (Write Once Read Many) og á þá er ekki hægt að skrifa nema einu sinni. Notendur hafa verið tregir til að nota þessa diska, þeir spyrja sjálfa sig “Vil ég virkilega geyma eitthvað sem ekki er hægt að eyða?”. ■ Framtíöin Nú eru hins vegar að koma á mark- aðinn geisladiskar sem hægt er að eyða gögnum út af og skrifa ný í staðinn. Þessir diskar eru meðal annars dl frá Sony, Canon og Olympus. Þetta eru yfirleitt 5.25 tommu diskar sem geta geymt á bil- inu 512 - 650 MB af gögnum. Einnig eru að koma á markaðinn 3.5 tommu diskar sem geta geymt um 300 MB. Verðið á drifum fyrir stærri diskana er í Bandaríkjunum á bilinu 4500-6000 dollarar. Þess má að lokum geta að hin nýja NEXT tölva Steven Jobs notar endumýtanlega geisladiska sem aðalgeymslu. En reyndar geta not- endur líka fengið vélina.með “gamaldags” seguldisk ef þeir þurfa meiri hraða en geisladiskamir bjóða upp á enn sem komið er. ■ Heimildir Linda W Helgerson, Fred R Meyer: “CD-ROM Publishing Strategies” PC Tech Joumal, Vol.6, No.10, Október 1988 Bob Francis: “PC Back-up’s Optical Understudy” Datamation, Vol.34, No.25,15. Desember 1988 Q Bætt aðstaða til tölvukennslu í Háskóla íslands í janúar voru teknar í notkun 20 Victor 286C og 15 IBM ps/70 tölvur í tölvuverum í Háskólanum. Þær leysa af hólmi pc tölvur sem hafa verið í notkun frá 1984-5. Ms- dos 3.3 er á öllum vélunum sem eru nettengdar með Ethemet, Victor tölvurnar með hugbúnaði frá 3com og ps vélamar með pc/NFS. Stefnt er að því að setja AIX á ps vélamar í sumar. Tölvuinnflutningur 1988 Innflutningur í tollflokki 8471, sem inniheldur sjálfvirkar gagnavinnslu- vélar, var á síðasta ári 1240 milljónir króna. Prentarar og hugbúnaður er ekki í þessum flokki. NEXT tölvan frá Steven Jobs notar endurnýtanlega geisladiska sem aðalgeymslu. Stiklað á stóru 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.