Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 4
Tölvumál Mars1989
Frá
formanni
Halldór Kristjánsson,
formaöur SÍ.
■ Nýtt blað
Að undanfömu hefur vaskur hópur
unnið ötullega að því að umbreyta
blaðinu okkar, Tölvumálum. Er þar
á engan hallað þó að ég nefni sér-
staklega þær Þórunni Pálsdóttur og
Guðbjörgu Sigurðardóttur á nafn, en
þær hafa borið hita og þunga af
þeim breytingum sem nú líta dags-
ins ljós. Ég er ekki í vafa um að
félögum í Skýrslutæknifélaginu
muni líka þær breytingar sem orðnar
eru. Ritnefndinni þakka ég sérstak-
lega óeigingjamt starf og óska þeim
til hamingju með glæsilegt blað!
■ Fundur um ólöglega
afritun hugbúnaðar
Annan mars síðastliðinn var haldinn
fundur um ólöglega afritun hugbún-
aðar og dreifingu afrita. Fundarsókn
olli nokkrum vonbrigðum en hún á
sér án efa rætur í því að fundurinn
var haldinn í upphafi mánaðar og að
ekki var sent bréf til félagsmanna til
að minna á fundinn. Fjölmiðlar hafa
sýnt þessu máli mikinn áhuga, og
haft uppi ásakanir í garð einstakra
fyrirtækja. Engin fyrirtæki vom
nefnd á fundinum og menn vom al-
mennt sammála um að árangursrík-
ast væri að auka fræðslu um þessu
mál, fremur en að fara í harðar að-
gerðir. Það næst hins vegar lítill
árangur nema við, hvert og eitt,
fylgjumst sjálf með því að ekki séu
brotnar reglur innan þeirra
fyrirtækja sem við störfum í.
■ Ný tölvulög
Skýrslutæknifélagið hefur nú til
umsagnar frumvarp til laga um
skráningu og meðferð persónuupp-
lýsinga. í frumvarpinu, sem er mál
214 - Nd. 0367, eru mörg nýmæli
sem mörg miða að því að herða þær
reglur sem em í gildi. Ég er viss um
að mikill áhugi er á því hjá félags-
mönnum að kynna sér þetta frum-
varp, því að það hefur áhrif á störf
allra þeirra sem vinna að tölvu-
málum hér á landi. Við munum
síðar fjalla um þetta mál í blaðinu.
■ Virkir félagar
í síðustu Tölvumálum var reynd sú
nýbreymi að auglýsa eftir erindum á
ráðstefnu sem haldin verður í apríl,
um hagnýt tölvusamskipti. Undir-
tektir voru vægast sagt mjög góðar
og verður vandi að velja og hafna.
Þetta er gott dæmi um þann styrk
sem félagið býr við í félögum sínum
og áhuga þeirra á starfi félagsins.
■ Fjölgun félaga
Mikilvægt er að fjölga félögum,
eins og drepið var á í síðasta erindi
mínu til lesenda Tölvumála. Eru
félagar hvattir til að leita til manna
sem þeir telja akk í að komi í félag-
ið og sannfæra þá um mikilvægi
félagsins. Auk tímaritsins, fræðslu-
funda og ráðstefna, er mikill óbeinn
hagur að því að vera í félaginu.
Fyrir atbeina nefndar SÍ sem sett var
á fót í fyrra var þeirri stefnu stjóm-
valda að setja 25% söluskatt á hug-
búnað breytt. Þó að ekki ynnist full-
ur sigur þá er söluskattur nú ekki
nema 12% á hugbúnaði. Þetta hefur
sparað öllum tölvunotendum stórar
upphæðir. Nú er til umsagnar hjá
félaginu frumvarp að tölvulögum
sem á eftir að hafa mikil áhrif á
starfsemi allra þeirra sem beita
tölvutækni í atvinnuskyni. Hvoru
tveggja eru dæmi um starf sem
skilar árangri til allra þó ekki fari
alltaf hátt.
■ Nýr framkvæmdastjóri
Ég get ekki lokið þessum pistli án
þess að bjóða velkominn nýjan
framkvæmdastjóra, Helgu Erlends-
dóttur, en hún var áður fram-
kvæmdastjóri Félags Farstöðva-
eigenda.
■ Starf stjórnar
Ég mun í þessum dálki segja frá
þeim málum sem eru efst á baugi
hverju sinni hjá stjórn, því oft hefur
skort á að starfsemi félagsins sé
nógu velkynntfyrirfélögunum. [