Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 10
Tölvumál Mars1989 Fjölnir er forritunarmál til almennra nota. Fjölnisþýðandinn hefur verið notaður við kennslu í einingaforritun og listavinnslu við Háskóla íslands. keimlík þessari frumútgáfu Fjölnis. Frumútgáfa Fjölnis var ekki þýdd á vélarmál heldur var þýtt á mál sem byggðist á þræddri þulu, eins og FORTH. Skömmu seinna var þýð- andanum þó breytt þannig að þýtt var á vélarmál. Reynslan af frumútgáfu Fjölnis var góð, en tveir vankantar voru samt bagalegir notendum þess. Hinn fyrri var að ekki var athugað hvort löglega væri tengt þegar einingar voru tengdar saman (þetta vandamál er til staðar í öðrum málum, svo sem C og FORTRAN, en kemur síður að sök ef málið er ekki ein- ingaforritunarmál). Hinn seinni var að ekki var unnt að láta einingar innihalda fastbundnar (static) breytur. Tveir nemendur í tölvunarfræði við Háskóla íslands, Páll Bjömsson og Jón Harðarson, gengu nú í lið með undirrituðum til að skrifa algerlega nýja útgáfu Fjölnis, að þessu sinni skrifaða í Fjölni, þar sem bætt yrði úr þessum göllum og öðmm smá- vægilegri. Vinna þessi gekk vel og nýr Fjölnisþýðandi leit dagsins ljós í byrjun ársins 1987. Síðan hafa Páll og Jón útskrifast frá Háskóla íslands en haldið áfram að vinna í hjáverkum með undirrituð- um að endurbótum á Fjölnisþýðand- anum, meðfylgjandi tólum og hand- bók. Fjölnisþýðandinn hefur verið not- aður við kennslu í einingaforritun og listavinnslu við Háskóla íslands og hefur gefist vel. Einnig hafa nokkrir nemendur unnið lokaverk- efni sem nýta kosti Fjölnis; til dæmis hafa verið skrifuð tól í Fjölni sem auðvelda smíð þýðenda. Frá upphafi var til þess ætlast að þessi útgáfa Fjölnis yrði markaðs- vara. Eins og nærri má geta er miklu meiri vinna fólgin í því að þróa slíkan hugbúnað fyrir almenn- ingsmarkað heldur en að þróa þýð- anda til eigin nota. Við vonumst til þess að með sölu þýðandans getum við fjármagnað frekari þróun Fjölnis, enda höfum við margar hugmyndir um viðbætur. Þær hug- myndir fela þó ekki í sér breytingu á málinu sjálfu; reynt verður að láta málfræði Fjölnis halda sér eins og henni er lýst í handbók Fjölnis. ■ Notkun Fjölnis Eins og áður er getið er Fjölnir for- ritunarmál til almennra nota. Reyndar má með nokkrum rökum halda því fram að Fjölnir sé minna sérhæft en flest forritunarmál í al- mennri notkun. Þar er átt við það sköpunarfrelsi sem listavinnslan veitir. Það sköpunarfrelsi felst í því að öll gildi í Fjölni eru jafnrétthá — öll gildi mega vera viðföng í kalli á stef, öllum gildum má skila sem gildi falls. í Fjölni er t.d. ekkert sem bannar forritara að skrifa stef sem smíðar fylki og skilar því sem fallsgildi. ■ Gildi í Fjölni Heiltölur og fjöldatölur Heiltölur í Fjölni eru 16 bita tölur, sem ýmist eru túlkaðar með eða án formerkis. Gildasvið þeirra er því ýmist frá -32768 til 32767 eða frá 0 til 65535. Reyndar er mögulegt að vinna með stærri heiltölur, en þá þarf að nota sérstaka einingu sem til þess er smíðuð, og forrituð er í Fjölni. Fleytitölur Fleytitölur í Fjölni hafa rúmlega fimm stafa nákvæmni og gildasvið þeirra er frá 1.1P10'308 til ÍTP^IO308. Reikniaðgerðirþessara talna eru mjög hraðvirkar — til dæmis eru þær u.þ.b. 3x/2 sinnum hraðvirkari en reikniaðgerðir á fleytitölur í Turbo Pascal 3.0. Reyndar hefur undirritaður nýlega forritað einingu í Fjölni sem gerir notendum kleyft að reikna með nákvæmari fleytitölur — 8087- fleytitölur — með eða án 8087- hjálparörgjörva. 8087-fIeytitölumar hafa tæplega 16 stafa nákvæmni, en reikniaðgerðir á þær eru að sama 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.