Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.03.1989, Blaðsíða 15
Tölvumál Mars1989 almenna dreifingu. Notendumir eru aldrei langt frá þeim sem sömdu forritin og “prótótýpur” teknar í notkun strax. Undantekning eru ný innsláttarforrit, sem eru nú öll skrifuð í Informix 4GL. ■ Framtíðarhugmyndir/ stefna í tölvumálum: Mikið af tölvuvinnslu á stofnuninni er með tilbúnum lausnum (Informix, S, Unix tól), en verulega hefur verið tekið á á sviði vélbúnaðar og net- tenginga. Haldið verður áfram að byggja upp notkun vinnustöðva með Unix stýri- Hér koma nokkrar nýjar tillögur og hugmyndir frá Orðanefnd Skýrslu- tæknifélagsins. icon í Tölvuorðasafninu er gefin þýðingin vémvnd sem er góð þegar icon er notað í merkingunni ‘helgimynd’. Nú er orðið icon notað í forritakerfum og stýrikerfum um ýmis tákn sem vísa til tiltekinna aðgerða, skráa u.þ.l.. Lögð er fram tillaga um að nota vísimvnd fyrir icon. desktop publishing Ýmsar tillögur hafa komið fram um þýðingu á enska heitinu desktop publishing. Skrifhorðsútgáfa virðist hafa notið hvað mestrar hylli. Gerð er tillaga um að nota frekar kvenkynsorðið ritsmíði. Staðurinn þar sem ritsmíði fer fram héti þá ritsmiðia. aðgerðin héli að ritsmíða kefinu. Fleiri notendur munu fá vinnustöðvar og afkastageta netsins er aukin með því að bæta aðeins við þeim þáttum sem vantar (t.d. disk- lausum reiknimiðlara eða diskum á NFS). PC og Mac notendur verða allir tengdir við netið og munu þannig fá aðgang að gögnum stofn- unarinnar. ■ Annað athyglisvert: HP vélamar í rannsóknaskipunum eru notaðar til aflestrar af tækjum og úrvinnslu á sjó. Fyrsta úrvinnsla úr bergmálsleiðöngrum liggur t.d. yfirleitt fyrir þegar skipið kemur í land. Q og það sem út úr ritsmiðju kemur héti ritsmfð. telefax Oft hefur orðanefndin verið beðin um tillögur um heiti á þessu fyrirbæri þótt það sé ekki beinlínis á okkar sviði. Nýlega greindi Þorsteinn Sæmundsson okkur frá því að Sigfús Johnsen, eðlisfræðingur, kallaði skjalið sem er sent símabréf. Þorsteini fannst það vel til fundið og sagðist hafa bætt því við, að telefax-tæki gæti heitið bréfsfmi eða bréfasfmi. reverse solidus - backslash Backslash, öðru nafni reverse solidus, hefur verið kallað öfngt skástrik á íslensku. Stungið hefur verið upp á að nota orðið flástrik í staðinn. Frá Orðanefnd 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.