Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 6
Tölvumál júní 1989 Það er ekki spurning hvort viðfáum tölvugreiðslukerfi álslandi, heldur hvenær. þjóðfélags án peninga haldi áfram. Þessa þjónustu þarf að markaðssetja og kynna þannig að fólk almennt notfæri sér hana. Eftirfarandi þjónustu er hægt að bjóða nú þegar eða í nánustu fram- tíð og hver þáttur um sig gegnir veigamiklu hlutverki: • Sjálfsafgreiðsla í bönkum • Bankaþjónusta við fyrirtæki • Heimabanki / símabanki • Tölvugreiðsla á sölustað Fyrstu þrír þættimir hafa þegar verið teknir í notkun hérlendis. Aðalefni þessarar greinar er tölvu- greiðsla á sölustað. Við höfum óspart notað krítarkortin, en þær greiðslur em ekki tölvuvæddar og það er einmitt fyrst og ffemst tölvuvæðing þessa greiðsluforms, sem ég ætla að fjalla um. Staðan í öðrum löndum Þó svo að þetta virðist ekki vera tæknilega erfitt, þá flækist málið talsvert, ef við gemm ráð fyrir því að allar verslanir, bankar og pen- ingastofnanir, í stóm landi, verði tengdar saman í eitt kerfi. Eftirfarandi em dæmigerðar magn- tölur miðað við eitthvert hinna Norðurlandanna. Neytendakort Afgreiðslutæki Kortútgefendur Viðskiptabankar Reiknistofur 1 - 2.000.000 50 - 100.000 50 - 100 50 - 100 10 - 20 f Danmörku em u.þ.b. 1.3 millj. korta, afgreiðslutæki em um 8500 og reiknistofumar em milli 10 og 20. Ástandið er þó mjög mismun- andi eftir löndum. Tölvugreiðslukerfi gæti komið hér fljótlega, enda höfum við mjög góða aðstöðu til að setja upp svona kerfi. Tölvugreiðslukerfi í dagskrá ráðstefnu SÍ, sem haldin var 17. maí síðasdiðinn, gengur þessi þjónusta undir nafninu EFT/ POS. Þetta er skammstöfun fyrir Electronic funds transfer at the point of sale. Okkur vantar orð sem lýsir þessu vel, og er það verðugt verkefni að finna gott íslenskt heiti. Ég kýs að kalla þetta tölvugreiðslu og kerfið að baki tölvugreiðslukerfi. En hvað þýðir þetta í reynd: Tölvugreiðslukerfi er kerfi sem gerir viðskiptavini I neytanda kleift, að greiða fyrir vörur og/eða þjónustu á sölustað. Tölvugreiðslukerfið sér um að flytja andvirði greiðslunnar af reikningi neytanda og yfir á reikning þess sem selur vörana og/eða þjónustuna. Neytandinn verður að heimila þetta með kvittun fyrir úttektinni, annað- hvort með undirskrift sinni eða með því að gefa upp það sem erlendis er nefnt electronic signature. envið getum nefnt tölvuundirskrift. Eina landið, sem ég tel að hafi komið á fót kerfi, sem nær tíl alls landsins og geti orðið framtíðar- kerfi, er Danmörk. Hins vegar em mjög víða tilraunir í gangi með tölvugreiðslukerfi. Flestarem bundnar við ákveðna staði, banka eða stórar verslanir. Aðrarem bundnar við ákveðna þjónustu, t.d. bensxnsölu, jafnvel um landið allt. Af Evrópuþjóðum em Danir fremstir í flokki, en Englendingar t.d., hafa ákveðið hvaða skipulag verður hjá þeim og gengið frá flestum atriðum sem nauðsynleg em til að koma kerfinu á. Uppsetning er hafin en hún er flókin og mun taka talsverðan tíma. Norðmenn, Svíar og Finnar em allir með tilraunir í gangi, en mér er ekki kunnugt um, að þeir hafi tekið ákvörðun um eitt sameiginlegt landskerfi. Hvaö þarf til hér á landi? En hvað eigum við að gera hér á landi? Eigum við að koma svona kerfi upp hjá okkur, og ef svo er: 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.