Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 12
Tölvumál júní 1989 Upplýsinga- banki SKÝRR Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri notendaráðgjafarsviös SKÝRR Grein byggö á erindi sem flutt var á ráðstefnu Skýrslutæknifélags íslands, Hótel Sögu17. maí1939. Því miðlœgara sem upplýsingasafn er í eðli sínu.því meira erindi á það í tölvumiðstöð sem hefur búnað og þjónustu til að veita aðgang og vernda gögn svo að öryggi og aðgengileiki séu sem best tryggð. SkÝRR eru eign ríkisins og Reykjavíkurborgar. Hlutverk þeirra er að annast upplýsingavinnslu fyrir eignaraðilana og söfnun og dreifingu upplýsinganna eftir því sem við á. SKÝRR eru því miðstöð upplýsingavinnslu hins opinbera. Þar eru öll helstu upplýsingakerfin fyrir þessa aðila smíðuð og rekin. I stórum dráttum má flokka þau í • Landskerfi • Borgar- og sveitarfélagakerfi • Upplýsingaveitu Gagnasöfnin, sem tilheyra þessum kerfum eru í eðli sínu „miðlæg". Með því er átt við að þau séu gagnasöfn sem margir þurfa að gefa upplýsingar í og einnig að margir þurfi að fá upplýsingar úr þeim. Stefán Ingólfsson, verkfræðingur, hefur sett fram ágæta skilgreiningu á því sem hann kallar "miðlægni" upplýsingasafns. Skilgreining hans ereftirfarandi: Því miðlægara sem upplýsingasafn er í eðli sínu, því meira erindi á það í tölvumiðstöð sem hefur búnað og þjónustu til að veita aðgang og vemda gögn svo að öryggi og aðgengileiki séu sem best tryggð. Meðfylgjandi tafla lýsir þessum eiginleikum gagnasafna. Upplýsingabankinn í upplýsingabankanum eru geymdar upplýsingar úr miðlægum gögnum í landskerfum hins opinbera, sem eðli sínu samkvæmt eiga erindi til fyrir- tækja og stofnana á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Helstu gagnasöfn í upplýsingabanka SKÝRR: • Þjóðskrá • Fyrirtækjaskrá • Bifreiðaskrá • Fasteignaskrá • Skipaskrá • Lagasafn • Þinglýsingar Skrámar innihalda gögn sem vinna má upplýsingar úr á ýmsa vegu. Einfaldasti aðgangurinn að þeim er í gegnum uppflettiaðgang með stöðluðum kerfum. Þannig nota flestir sams konar úrvinnslu gagnanna. En gögnin má einnig nálgast á annan hátt og vinna úr þeim annars konar upplýsingar. Forrit í öðmm tölvum sem em tengdar SKÝRR geta lesið gögnin og unnið úr þeim. Einnig geta úrvinnsluforrit í tölvu SKÝRR unnið upplýsingar að forskrift notenda þannig að hver geti fengið upplýsingamar „matreiddar“ eftir sínum þörfum. Eðli upplýsingasafns Fjöldi notenda Stuðull Fullkomlega miðlægt Ótakmarkaður 6 Mjög miðlægt Margir, óskilgreindur hópur 5 Fremur miðlægt Afmarkaður, skilgreindur hópur 4 í meðallagi miðlægt Stofnun/fyrirtæki, fáir aðrir 3 Fremur staðbundið Stofnun/fyrirtæki 2 Staðbundið Deild eða lítil stofnun/fyrirt.æki 1 Einkaupplýsingar Einstaklingur 0 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.