Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 22
Tölvumál júní 1989 Póst- þjónusta 'PD AU■ Telex- netiö Telex AUI X.400 umhverfi fram milli flutningsmiðlanna. Not- endamiðill getur hvort sem er verið hjá notandanum eða í skeytaskipt- inum, en búin hafa verið til forrit, sem gera unnt að keyra notenda- miðla á einkatölvum. Fjartengdir notendamiðlar veita meiri sveigjan- leika í notkun skeytakerfa. Tenging notenda X.400 skeytakerfi byggja á annarri fjarskiptaþjónustu vegna flumings skeyta og samskipta notenda. Not- endur tengjast skeytakerfinu um almenna símakerfið eða um X.25 gagnanetið. Aðgangur um gagna- netið er annað hvort með upphringi- eða fasttengdum samböndum. Auk þess geta telexnotendur sent áskrif- endum í skeytakerfinu telex. Lokaorð Verulegar vonir eru bundnar við X.400 skeytakerfi og allt bendir til þess að þau eigi eftir öðlast miklar vinsældir, enda hefur staðallinn náð þeim stöðugleika, sem nauðsynlegur er, til að almenn notkun hans geti hafist Til marks um það er, að flestir stærri tölvu- og hugbúnaðar- framleiðendur, sem hafa lýst yfir stuðningi við OSI, hafa sett X.400 kerfi á markaðinn. Það er því ekki ólíklegt að notkun X.400 staðalsins aukist verulega á næsm árum. Þessi staðall er ekki eingöngu ætlaður fyrir skeytaflutningsþjónusm eins og lýst hefur verið, heldur einnig sem grunnstaðall fyrir tölvusam- skipti, sem nota geymsluskilatækni í flutningi á gögnum. Fyrir utan þá þjónustu sem gert er ráð fyrir núna í X.400 getur X.400 t.d. orðið grunnstaðall fyrir fluming á gögnum í skjalalausum viðskiptum og má í því sambandi nefna EDI staðalinn. Póst- og símamálastofnunin mun seinna á árinu setja upp almenna X.400 skeytaþjónustu, fyrst til notkunar innanlands, en fljótlega með tengingum til útlanda. Nauð- synlegt er fyrir framgang X.400 að kerfin tengist, einkum milli landa. En áður en það er unnt þarf að leysa ýmis vandamál, einkum þau sem lúta að símaskrám og gjaldtöku. ■ Notendur tengjast skeytakerfinu um almenna símakerfið eða umX.25 gagnanetið. Aðgangur um gagnanetið er annað hvort með upphringi- eða fasttengdum samböndum. Aukþess geta telexnotendur sent áskrif- endum í skeytakerfinu telex. Póst- og símamálastofnunin mun seinna á árinu setja upp almennaX.400 skeytaþjónustu.fyrst til notkunar innanlands. 22

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.