Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 17
Tölvumál júní 1989 Á undanfömum ámm hafa Unix- vélar í auknum mæli tengst hinu s.k. Internet, en það byggir á TCP/IP samskiptaaðferðum. Þessar teng- ingar em mun hraðvirkari en uucp tengingamar og bjóða upp á meiri þjónustumöguleika. Nú er svo komið að alþjóðlega Unix-netið og Internet era mjög tengd innbyrðis og þau era einnig tengd öllum öðram stærri fjametum (svo sem EARN, BITNET, ARPANET og NSFnet). íslenska Unix-netið Fyrir um þrem áram hafði Hafrann- sóknarstofnun forgöngu um að tengjast hinum Evrópska hluta Unix-netsins (EUNET), og hefur íslenski hluti netsins vaxið stöðugt síðan. Nú er netið rekið í nafni ICEUUG (Félag Unix-notenda á fslandi). Hafrannsóknarstofnun sér enn um tengingu við útlönd, en aðrir notendur hér á landi tengjast um Reiknistofnun Háskólans. Flestir eru tengdir um lághraða (1200-9600 bot) uucp tengingar, en nú þegar era nokkrar stofnanir tengdar með TCP/ BP tengingum. Meðfylgjandi mynd sýnir hvemig þessum tengingum er háttað í grófum dráttum. Þama era aðeins sýndar tengingar milli stofnana og fyrirtækja, en gróflega má áætla að milli 40-60 tölvur af öllum stærðum og gerðum séu tengdar netinu. Unix-vélar frá öllum helstu tölvu- framleiðendum era tengdar (svo sem Hewlett-Packard, DEC, IBM og SUN). í dag era fjórar stofnanir tengdar TCP/IP hluta íslenska Unix netsins (Hafrannsóknarstofnun, Reikni- stofnun, Raunvísindastofnun og íslensk Málstöð) og er búist við nokkurri fjölgun slíkra tenginga í framtíðinni. Tengingamar era þannig úr garði gerðar að vélamar hafa beinan aðgang hver að annarri og verða því öll samskipti milli þeirra mun hraðvirkari og öruggari. Gáttlr Setjum svo að hér á landi væri rekið t.d. X.400 net og notandi tengdur slíku neti vildi senda tölvupóst til aðila, sem tengdur er Unix-netinu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að tengja þessi tvö net saman um gátt. Slík gátt sér um að umbreyta netföngum og samskiptaaðferðum milli neta. Nauðsynlegt er að gáttir séu reknar í hverju landi, því þó svo að alþjóðlega Unix-netið og hin ýmsu X.400 net séu tengd á mörg- um stöðum, er meginreglan sú að samskipti milli aðila innan eins lands fari aldrei um gátt í öðra landi. Slíkt væri sérstaklega baga- legt hér á landi vegna mikils kostn- aðar við samskipti við útlönd. SURÍS (Samtök um rannsókna- og upplýsinganet á fslandi), hafa ný- lega fest kaup á búnaði fyrir slíkan rekstur og hefur RHÍ tekið að sér að reka hann. Þegar hefur verið komið upp gátt milli X.400 tilraunakerfa erlendis og Unix-netsins hér á landi, og milli nokkurra aðila með DECnet og Unix-netsins (sjá mynd hér á eftir). Tilraunir með keyrslu á dreifðum upplýsingakerfum (X.500) verða einnig unnar á þessum búnaði. Búist er við að í náinni ffamtíð verði einnig þama tenging við NORDUNET (Norræna TCP/IP neúð) og einnig er búist við að teng- ing íslenska Unix-netsins við Evrópu fari um þessa gátt í fram- tíðinni. Þjónusta Með tengingu við íslenska Unix- netið fæst í meginatriðum tvennt; alþjóðlegur tölvupóstur, og aðgang- ur að Usenet, alþjóðlegu ráðstefnu- kerfi. Tölvupóstur Þegar stofnun eða fyrirtæki tengjist íslenska Unix-netinu, opnast not- endum möguleikar til að skiptast á tölvupósti við fjölmarga aðra, Gáttir sjá um að umbreyta netföngum og samskiptaaðferðum milli neta. Fyrir um þrem árum hajði Hafrannsóknarstofnun forgöngu um að tengjast hinum Evrópska hluta Unix-netsins (EUNET), og hejur íslenski hluti netsins vaxið stöðugt síðan. 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.