Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 20
Tölvumál júní 1989 X.400 - Ný þjónusta hjá Póst- og símamála- stofnun Karl Bender, yfirverkfræðingur, Póst- og símamálastofnun Grein byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu Skýrslutæknifélags íslands, Hótel Sögu17. maí1989. X.400 er það sem stundun er nefnt tölvupósthólf. 1 heimi síaukinna tölvusamskipta hafa komið fram kröfur um staðlað- ar samskiptareglur, sem gera not- endur óháða tölvu- og hugbúnaðar- framleiðendum vegnasamskipta sín í milli. Til þess að ná þessu mark- miði eru búnir til fjarskiptastaðlar, sem fylgja svo nefndu OSI líkani, eða líkani fyrir samtengingu opinna kerfa. X.400 sem gefínn er út af CCITT er einn þessara staðla. Þessi staðall var fyrst birtur 1984 og aftur 1988, talsvert breyttur og endur- bættur. í X.400 er skilgreint líkan fyrir skeytaflutningskerfi, á ensku Message Handling Svstem . Staðall- inn skilgreinir sameiginlega þjón- ustu, sem notendur hafa aðgang að, samskiptareglur milli aðila og reglur um nafngiftir og heimilisföng not- enda. X.400 fellur í lag 7 í OSI líkaninu og notar þar af leiðandi þjónustu neðri laganna fyrir áreið- anlegar og villulausar sendingar, t.d. X.25 gagnaflumingsnet, sem rekin eru í flestum löndum. X.400 gerir kleift að skiptast á hvers konar tölvugögnum án tillits til hvort aðilar nota samskonar tölvu- búnað og hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Með tölvugögnum er átt við tölvutækar upplýsingar, s.s. texta, tal, grafík, viðskiptaskjöl eða annað. Auk þess geta X.400 not- endur haft samskipti við notendur annarra fjarskiptamiðla, t.d. sent telex, telefax og látið prenta og bera út skeyti sín til viðtakenda. Geymsluskilatækni Skeytaflutningskerfi flytja skeyti í heilu lagi með aðferð, sem nefnd er geymsluskilatækni (e. Store-and- forward). Skeytin geta verið af hvaða lengd sem er, en í pakkaskipt- um kerfum eins og X.25 gagna- netum, er upplýsingunum skipt í pakka af ákveðinni lengd áður en þeir eru sendir. Geymsluskilatæknin er grundvallaratriði í skeytaskiptum kerfum og í henni felst m.a. að hægt er að senda skeyti án þess að tengjast viðtakanda eins og nauðsynlegt er í línu- eða pakka- skiptum kerfum. Skeytaflumings- kerfin taka við skeytunum og geyma eftir þörfum við fluming þeirra til viðtakenda. X.400 er því í eðli sínu það sem stundum er nefnt tölvupóst- hólf. Almenn lýsing X.400 Ef lýsa á X.400 út frá sjónarhóli notenda er það líklega auðveldast með skírskotun til póstþjónustunnar. Sendandi skeytisins tekur saman einstaka hluta þess, s.s. með því að skrifa einn hluta, taka afrit af skjölum og myndum fyrir aðra hluta og setja alla þessa hluta skeytisins í umslag ásamt leiðbeiningum til viðtakanda. Á umslagið er sett heimilsfang og leiðbeiningar um afhendingu skeytisins. Pósmrinn sækir bréfið í póstkassann og notar heimilisfang og leiðbeiningamar á umslaginu til að beina því gegnum eina eða fleiri póstflokkunarstöðvar og kemur því að lokum í póstkassa viðtakanda. Það sem gerist í skeyta- flumingskerfum er ekki ósvipað þessu, nema að skeytið (einstakir hlutar þess), leiðbeiningar til við- takanda og upplýsingar á umslaginu eru kóðaðar á tölvutækt form og skeytaskiptistöð notar upplýsingam- ar á umslaginu til að beina því frá sendanda til viðtakanda. Líkan Skeytaflutningsmiðill (MTA) Til að auðvelda þróun staðla hjá CCITT fyrir X.400 skeytaflumings- kerfí, hefur tiltekið líkan verið haft til hliðsjónar. Þetta líkan er notað til að lýsa grunnhugtökum í X.400 skeytakerfum og samkvæmt því eru slík kerfi byggð úr nokkrum sjálf- stæðum, en tengdum einingum. Kjaminn í X.400 skeytakerfum er skeytaflutningsþjónustan (e. Message Transfer Service). sem samanstendur af einum eða fleiri 20

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.