Vísir - 16.06.1962, Side 6

Vísir - 16.06.1962, Side 6
VISIR Laugardagur 16. júní 1962. stólgrindarhúsa ryður sér til rúms Þær fréttir berast frá Seyðisfirði að mikil hætta stafi nú af skriðu- föllum vegna mikillar úrkomu. Þessar fréttir beina athyglinni að hinni nýju síldarverksmiðju eyítra, því hún er í mestri hættu Verksmiðjuhús þetta er fyrsta stálgrindarhúsið sem reist er hér á Iandi, og hefur bygging þess tek- ið ótrúlegan stuttan tima, eða um einn og hálfan mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Halldórssyni verkfræðingi ryður byggingarform þetta sér mjög til rúms í Evrópu. Vinnan við uppsetningu stálgrindarhúsa gengur hratt fyrir sig og bygg- ingarefnið allt er mjög auðvelt í meðförum. Er það fyrst og fremst því að þakka hversu fljótt bygging síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði hefur gengið fyrir sig. Einnig má þakka þeirri skjótu afgreiðslu sem verið hefur á öllu byggingarefni frá því fyrirtæki sem skipt er við. Heitir það Cose- ley Building Ltd., og er stærsta firma sinnar tegundar í Evrópu. Hefur það á 12 árum byggt yfir 40 millj. ferfet. Er þar aðallega um að ræða geymslur, verksmiðjur og önnur þau hús sem stórir salir eru I. Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði er 9240 metrar að rúmmáli, og sþennivídd hússins 36 metrar. Hefur það vakið athygli eystra hversu vel byggingin hefur gengið, og almenn ánægja er með hana. Mun verksmiðjan að mestu vera tilbúin til notkunar. Gísli Halldórsson tjáði okkur að auk -ess, sem framkvæmdir allar væru hagkvæmari en gengur, væri kostnaður vel samkeppnishæfur. Eru miklar fyrirspurnir um stál- grindarhús þessi og áhugi mikill. Brezkum fyrirlesara, Albert Lodge, hefur verið vísað úr Iandi í Portúgal. Hann hafði verið nær- staddur, er stúdentar mótmæltu frelsisskerðingu þeirri, sem þeir eiga við að búa af völdum ein- ræðisstjórnar dr. Salazars £ Starfsmaður við sendiráð Frakka í Prag hefir verið tekin fastur fyrir að njósna — fyrir Tékka. Náðu þeir þannig tangarhaldi á manni þessum, að þeir buðust til að greiða sjúkrahúsreikninga hans vegna konu hans, ef hann afhenti tiltekin skjöl. — Maður þessi situr nú i fangelsi í Paris. Brottfararstoðir S.V.R. 17. júaí eftir kl. 13. í Tryggvagötu gengt Esso-portinu fyrir leiðirnar: 1 og 2. Á Hverfisgötu austan Ingólfsstrætis fyrir leiðimar: 3, 4, 6, 7, 8, 9 og 12. Á Kalkofnsvegi fyrir leiðirnar: 13, 14, 15, 16, 17, 18, 21 og 23. Við Fríkirkjuna fyrir leiðirnar: 5, 10, 11, 19, 20 og 24. 17. júoí 17. júní TIVOLI Kl. 5 skemmtiatriði 1. Þáttur úr Manni og y konu. Valur Gíslason Baldvin Halldórsson Bessi Bjarnason og Klemens Jónsson. 2. Gamanþáttur Árni Tryggvason og Bessi Bjamason. TfiVOLf TÍVOLÍ FISKVINNSLUSTÖÐVAR Nýjung UNIWELD Nýjung Efni sem bindur nýja steinsteypu örugglega við gamla og myndar jafnframt sterka vatnsþétta himnu á milli laganna. UNIWELD er nauðsynlegt til viðhalds og viðgerðar á gólfum i fiskvinnslustöðvum, jafnt hoium og ójöfn- um, sem heilum gólfum. Með UNIWELD þarf aðeins örþunnt steypulag til að gera gömul, slitin gólf sem ný. Nánari Upplýsingar PC^ikulósson Vesturgötu 39 — Sími 20110. DAGSKRÁ káfiðuhaldanna 17.júní 1962 l. DAGSKRÁIN HEFST: Kl. 10.00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. Kl. 10.15 Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Karlakórinn Fóstbræður syngur: „Sjá roðann á hnjúkunum háu“. Stjórnandi Hallur Þorleifsson. II SKRÚÐGÖNGUR: Kl. 13.00 Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þremur stöðum í borginni. Frá Melaskólanum verður gengið um Furumel, Hringbraut, Skothús- veg, Tjarnargötu og Kirkjustræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðra- sveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi Paul Pampichler. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu, Laufásveg, Skot- húsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skólabrú. Lúðrasveitin Svanur cg lúðrasveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnendur: Jón G. Þór- arinsson og Karl Ó Runólfsson. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. III. HÁTIÐAHÖLDIN VIÐ AUSTURVÖLL: Kl. 13.40 Hátíðin sett af formanni Þjóðhátíðamefndar, Eiriki Ásgeirssyni. — Gengið í kirkju. Ki. 13.45 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Séra Garðar Svavarsson. Einsöngur: Frú Hanna Bjarnadóttir. Organleikari Dr. Páll ísólfsson, tónskáld. Dómkórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir: 664 Upp þúsund ára þjóð (vers 1, 3, 4, 5 og 6)... 671 Beyg kné þín, fólk vors föðurlands ... 413 Vor Guð er borg á bjargi traust... Kl. 14.15 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig frá ís- lenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Allir viðstaddir syngja þjóðsönginn með undirleik lúðrasveitanna. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. Kl. 11.25 Forsætisráðherra, Ólafur Thors, flytur ræðu af svölum Alþingishúss- ins. „ísland ögrum skorið" sungið og leikið. Stjórnandi Paul Pamp- ichler. Kl. 14.40 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. „Yfir voru ættar- landi“ sungið og leikið. Stjórnandi Karl O. Runólfsson. IV. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI: Stjómandi: Klemenz Jónsson. Kl. 15.00 Jón Pálsson, tómstundaráðunautur, ávarpar bömin. Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Karls O. Runólfssonar. Bamakór úr Hlíðarskóla. Stjórnandi: Guðrún Þorsteinsdóttir. Leikþáttur. Leikendur: Árni Tryggvason og Bessi Bjamason. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Harm- onikuleikur (5 drengir). Stjórnandi Karl Jónatansson. Hljóðfæraleik- ur barna úr Breiðagerðisskóla. Stjórnándi: Hannes Flosason. — Þáttur úr Manni og konu. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikendur: Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Valur Gíslason og Klemenz Jónsson. Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Paul Pampichler. Leiksýning drengja úr Melaskóla. Stjórnandi: Hannes Ingibergsson. V. HLJÓMLEIKAR A AUSTURVELLI: Kl. 15.30 l úðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi Paul Pampichler. VI. A IAUGARDALSVELLINUM: Kl. 16.30 Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi Jón G. Þórarinsson. Kl. 17.00 Ávarp: Gísli Halldórsson, form. I.B.R. Skrúðganga íþróttamanna og skáta. — Glímusýning undir stjórn Kjartans J. Bergmanns. — Kvenna- flokkur úr Ármanni sýnir fimleika undir stjórn Þóreyjar Guðmunds- dóttur. — Drengjaflokkur úr Í.R. ‘sýnii fimleika undir stjórn Birgis Guðjónssonar. — Karlaflokkur úr Ármanni sýnir undir stjórn Vig- fúsar Guðbrandssonar. — Karlaflokkur úr K.R. sýnir undir stjórn Benedikts Jakobssonar. — Keppni i frjálsum íþróttum: 100 m hlaup — 400 m hlaup — 1500 m hlaup — 1000 m boðhlaup — 100 m hlaup sveina — þrístökk — stangarstökk — kúluvarp — kringlukast - langstökk. í frjálsum íþróttum er keppt um Forsetabikarinn, sem forseti Islands, ' hr. Ásgeir Ásgeirsson, gaf 17. júní 1954. Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson. Þulir: Atli Steinarson og Örn Eiðsson. VII. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI: Kl. 20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi: Paul Pampichler. Kl. 20.20 Kvöldvakan sett: Olafur Jónsson, ritari Þjóðhátíðarnefndar. Lúðra- sveitin Ieikur: „Hvað er svo glatt". Kl, 20.25 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykja- víkur leikuj Reykjavíkurmars eftn Karl O. Runólfsson. Höf. stjórnar. Kl. 20.40 Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Ragnar Björnsson Und- irleikari. Carl Billich. Kl. 20.55 „Við Breiðafjörð", atriði úr íslandsklukkunni, eftir Halldór Kiljan Laxness. Flytjendui Helga Valtýsdóttir og Rúrik Haraldsson. Kl. 21.10 Einsöngur: Erlingur Vigfússon. Undirleikari: Skúli Halldórsson, tónsk. Kl. ?1 25 .Glöggt er gests augað“. (Þáttur um daginn og veginn) Róbert Arn- finnsson 'e.ikan. flytur Kl. 21.40 , Hugað að horfnum dyggðum", leikþáttur eftir Guðmund Sigurðsson. Leikendur- Flosi Ólafsson og Ævai Kvaran. VIII. DANSAÐ TIL KL. 2 EFTIR MIÐNÆTTÍ: Kynnir: Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Að kvöldvökunni lokinni verðui aansað á eftirtöldum stöðum: Á Lækjartorgi: Hljomsveit Svavars Gests. Einsöngvarar: Helena Eyj- ólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. A Aðalstræti: Lúdó-sextettinn. Ein- söngvari: Stefán Jónsson. Á l.ækjargötu: Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar Einsöngvan: Hulda Fmilsdóttir. Hljómsveit Bjöms R. Einarssonar leikur til skiptis á öllum dansstöðunum. Kl. 02.00 Dagskrárlok Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.