Vísir - 21.06.1962, Side 10

Vísir - 21.06.1962, Side 10
10 ViSIR Fimmtudagur 21. júní 1962. 70 ára 21.6/62 Guðriin Jóhannsdóftir Skáldkona frá Brautarholti Hún skrifar sig sjálf „frá Braut- arholti", þar sem foreldrar hennar bjuggu í 8 ár, þau Jóhann Eyjólfs- son þingmaður Mýramanna 1914 — 16 og Ingibjörg Sigurðardóttir, en mér er tamara að kenna hana við Sveinatungu. Að vísu man ég lítið eftir litlu heimasætunni, en þvi betur eftir foreldrunum, er bjuggu góðu búi (1889—1915) í Sveina- tungu. Þau reistu þar fyrsta stein- steypuhús í sveit á Islandi árið 1895, og eftir það þótti svo norð- lenzku skólafólki þar gott að koma, enda hjónin bæði frábær að gest- risni og heimilið allt með mesta myndarbrag. Það er nokkuð seint að þakka þeim nú, þegar bæði eru löngu látin, en mér finnst ég verða að nefna 2 dæmi gestrisni þeirra, bæði mér enn í fersku minni. Vér gistum þar einu sinni 18 i hópi, námsfólk að norðan, fengum hátíð- armat og sitt rúmið hvert í mörg- um herbergjum, og fengum ekki að greiða nema eina krónu hvert fyr- ■ ir það allt. í annað sinn komum vér þar eitthvað 12 um miðjan dag á suðurleið, vorum vel nestaðir frá Fornahvammi og ætluðum ekki að gjöra neinn átroðning í Sveina- tungu, en þjóðvegurinn var um hlaðið, og Jóhann stóð úti og Stórbóndar Framh af 4. síðu. meiningin er að efna til annars mjög fljótlega. Ég stóð enn á bakkanum, þegar tímanum var lokið og krakkarnir renndu sér upp úr lauginni. Þar var agi á hlutunum til síðustu stundar, og þau gengu í einfaldri röð inn í búningsherbergin. Ekki voru þeir þó fyrr komnir inn en næsti hópur skauzt fram og þrír stæðilegir „stórbóndar" svifu fagurlega fram af bakkanum og stungust á bólakaf — það í djúpu laugina. spurði tafarlaust, hvort vér ætl- uðum ekki af baki. Ég var þá orð- inn honum vel kurinugur og sagði, að þessi gestrisni væri um skör fram. En Jóhann var á öðru máli . I Fangahiálp Framh ii 9 siðu ar í mánuði, fyrstu mánuðina, sem þeii eru undir eftirliti. Margir piltanna hafa látið orð falla að því, að þeim sé mikil uppörfun og stoð í því að hafa getað snúið sér til eft- irlitsmannsins og sótt til hans ráð og styrk þegar örðugleik- arnir hafa steðjað að þeim, því að margir þessara pilta eiga fáa aðstandendur og eru háðir erf- iðum heimilisástæðum. Ákærufresturinn hefur þegar eftir fárra ára reynslu orðið mörgum unglingi mikilvægt at- riði í lífi hans. Á þessum fyrstu þrettán starfsárum Fangahjálparinnar (1949-1962) hefi ég haft af- skipti af málum 923 manna og afgreitt 2618 mál. og eftir stutta stund vorum vér seztir við ágætt kaffiborð. Lang- ferðamenn gleyma ekki þess háttar gestrisni. — x — Þegar Guðrún var alflutt til Reykjavíkur, varð hún brátt heim- ilisvinur í Ási. Konunni minni þótti mjög vænt um hana, og sama get ég sagt um Láru dóttur 'mína og æðimarga aðra, því að Guðrún Jó- hannsdóttir er vel kristin kona, og fer ekki dult með trú sína, eins og bækurnar hennar 6 sýna. Þær eru 2 þulubækur, — Tvær þulur, og Tíu þulur, endurpr. 1943, — 2 barnabækur, — Börnin um jólin og Hitt og þetta, — 2 Ijóðabækur. Urðu þær bækur allar vinsælar og munu fyrir löngu flestar horfnar hjá bóksölum. Guðrún giftist árið 1919 Berg- sveini Jónssyni umsjónarmanni við Sundhöllina. Þrjár dætur þeirra: Guðrún, Guðbjörg og Ingibjörg eru allar giftar fyrir löngu, sú elzta dó frá manni og tveggja ára dóttur fyrir 16 árum. í?ór litla stúlkan þá til ömmu og afa, og hefir verið sól- argeisli á heimili þeirra síðan. -x- I Hefði konan mín lifað, hefði hún ! skrifað lengri og betri grein um I nöfnu sína við þessi tímamót en I þessi grein mín er. En vinkona okk- ar í Ási fyrr og síðar mun skilja það, að ég segi í fullri alvöru: Drottinn blessi þig og alla þlna hvert ár sem eftir er, — og um alla eilífð. Sigurbjörn Á. Gíslason. Söltunarstöð varnar bíða eftir síldinni ► Fimm forsprakkar andstæðinga einræðisstjórnar Francos á Spáni, hafa gerst útlagar, þrír á Kanar- isku eyjunum, tveir í París. Þeir sátu nýlega fund 100 stjórnarand- j stæðinga sem saman kom í Miinch , en. Tólf þeirra sem eru búsettir á Spáni, fengu að fara til heimkynna sinna á ný. Flestir binna eru nú búsettir erlendis. Tilboo os:a Tilboð óskast í bifreiðaboddy og grai .ur er verða til sýnis í Rauðarárporti föstudaginn1 22. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð kl. 5 síðdegis. , Sölunefnd varnarliðseigna. Þessa dagana er hvarvetna unn- ið að undirbúningi síldveiðanna, sem voriandi geta hafizt innan skamms. Á Raufarhöfn verða sex síldar- söltunarstöðvar í sumar. Þrjú skip kömu þangað nýlega og lestuðu salt og tunnur. Verksmiðjan verð- ur tilbúin að taka á móti síld til bræðslu um miðja næstu viku. Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu til löndunar, einnig hefur húsrými verið aukið til mjölgeymslu. Á Dalvík verða 3 söltunarstöðvar í sumar. Og þaðan gerðir út 7 bát- ar á síldveiðar. Þeirra á meðal tvö togskip, Björgvin og Björgúlfur. Sumir bátarnir eru þegar tilbúnir og verið er að undirbúa aðra, enn- fremur er verið að vinna að undir- búningi við síldarsöluna. / Á Húsavík er síldarbræðslan langt frá því að vera tilbúin til síldarmóttöku, en unnið er við hana af fullum krafti. Starfræktar verða þrjár söltunarstöðvar og sjö bátar munu fara þaðan á síld. Á Þórshöfn verður síldarsöltun eins og í fyrra, en þaðan verða engir bátar gerðir út á slld. Á Hjalteyri er bæði síldar- bræðolan og síldarsöltunarstöðin tilbúnar til slldarmóttöku. I’ Hrísey verður starfrækt ein síldarsöltunarstöð eins og í fyrra, en engir bátar verða gerðir þaðan út á síldveiðar. í Grímsey verur ein síldarsöltun- arstöð. Krossnes-verksmiðja er Jilbúin til slldarmójttöku. Þar hefur verið unnið að bryggjugerð og verður slldarsöltun starfrækt þar í sumar. Á Vopnafirði verða fjórar söltun arstöðvar, er það einni fleira en I fyrra. Verið er að vinna við að gera síldarbræsluna • tilbúna, en Kveðja irá 65 ára stúdent Þess var getið við skólauppsögn Menntaskóíans 15. þ. m., að við Jó- hannes Jóhannesson, læknir I Se- attle vestur við Kyrrahaf, værum einir eftir af þeim 20. sem fengum stúdentahúfu árið 1897. Ég skrifaði honum með góðum fyrirvara og bað hann að senda skeyti til skólans. í dag kom bréf frá honum, dagsett 16. þ. m Þar segir hann, að hann hafi ekki ver- ið heima, er bréf mitt kom vestur, hafði hann farið með skemmtibát sínum úr bænum og verið við sund- æfingar nokkra daga fjarri Seattle, „eins og oft áður“. Hann biður innilega að heilsa „gamla skólan- um okkar“, og þeim fáu, sem muna hann enn á „gamla landinu“. Hann minnist komu sinnar til íslands árið 1955 með gleði og þakklæti. Svo segir hann meðal annars: „Eitt er þó líkt með okk- ur báðum: Við höfum aldrei þurft að vinna önnur störf en þau, sem voru okkur kær. Ég hætti öllum störfum 1957, en hefi nóg af öllu og, held mér liðugum og hraustum með leikfimi og sundi, — er hraust ur og lífsglaður og hefi breytzt smám saman með ildrinum, hætti að reykja 1945, og hætti við allt áfengi árið 1954" 1 — Ég býst við að mér sé óhætt að skrifa honum að vér, sem eftir eru af gömlu skólabræðrum nans, samgleðjurpst honum og óskum honum alls góðs. 20/6 1962, Sigurbjörn Á. Gíslason. skortur á iðnaðarmönnum hefur tafið það verk mjög. Á Siglufirði eru verksmiðjurnar að verða tilbúnar til móttöku. Að undanförnu hefur veri unnið að viðhaldi á síldarbryggjum, Og I því sambandi reynt að spara tré- pallana og í stað þess fylla upp með grjóti og möl og steypa síðan. í sumar verða 22 söltunarstöðvar, er það einni fleiri en í fyrra. Stöð- in sem bætist í hópinn nefnist Jakobssenstöð er eitt sinn starfaði þar, og hafa nú farið fram miklar og stórfeldar endurbætur á stöð- inni. Mikil eftirspurn er eftir sölt- unarstúlkum, þær stærstu munu hafa um 50 — 60 stúlkur. Reyðarfjörður. Þar verða tvær söltunarstöðvar starfræktar. Önn- ur kallast Gunnar h.f. og standa um hana tveir bátar Gunnar og Snæfugl. Hin kallast Katrín h.f. Er það ný stöð og standa um hana þrír menn. Löndunarskilyrði eru ekki góð á Reyðarfirði á meðan síldarverksmiðjan er ekki komin upp, því' að flytja verður úrgang til Eskifjarðar. Fáskrúðsfjörður. Þar var ein söltunarstöð rekin I fyrra á vegum kaupfélagsins og Egils Guðlaugs- sonar og verður svo enn í sumar. Stöðvarfjörður. Þar rekur kaup- félagið söltunarstöð eins og það gerði í fyrra. Dormóbíllinn Framh: af 7. stðu. gerð, enda áttum við eftir að sannprófa það, þegar vagninum var ekið eftir Suðurlandsbraut- inni, og lítil skvísa I litlum Volks wagen stakk sér inn á aðal- brautina fyrirvaralaust, og Dormobíllinn snarhemlaði, svo að báðum aðilum var borgið. Bíllinn er hitaður upp þannig, að loftið leikur jafnt um allan bílinn. Þá er hægt að kæla og hita bílinn á víxl eftir veður- fari. Dormobile Caravan er til- valinn bíll fyrir fólk, sem kann að ferðast, fyrir veiðimerin, fyr- ir fólk, sem vill ekki vera háð dvalarstað á ferðalögum. íjegar við höfum komizt að “ raun um, að þessi bíll er heppilegur fyrir fólk, sem vill njóta frelsis og sjálfstæðis á ferðalagi — og 'þæginda engu að slður, hentugur fyrir Island og íslendinga, lögðum við nokkr ar spurningar fyrir þau hjón. Frú Tunnard sagði eitthvað á þá leið, að eftir að hafa búið tuttugu ár I Englandi, ætti hún nú líka heimili á íslandi — — „á fjórum hjólum", bætti hún við. Mr. Tunnard kveðst hlakka til að veiða I Laxá vegna fyrri reynslu sinnar af henni fyrir 14 árum, en þá veiddi hann 4 væna laxa í henni. „Laxá er ef til vill fegursta á í Evrópu,“ sagði hann, „og sú laxveiðiá, sem all- ir laxveiðimenn óska að kom- ast í.“ — Segið mér eitt, Mr. Tunn- ard, að lokum, hvernig lízt yð- ur á allt hér fljótt á litið? — Þegar ég kem hingað til Reykjavíkur eftir 14 ár, er ég agndofa yfir framförum og þró- un, sem hefur gerzt alls staðar, m. a. í byggingu nýrra húsa, gatna, íþróttasvæða, skóla, kirkna og annarra mannvirkja. Það sýnir Iífsþrótt nútfma Is- lendinga, hvernig þeir virðast færa sér I nyt og efla auðlindir lands síns. stgr.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.