Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 2
VISI R JTlTZnolJJ n n1 ‘n r* ‘n o y///"WW'//y>mr?////£ VtofitíVF Akureyrí tapaði tveimur dýrmætum stigum gegu KR Sex dýrmæt stig skipt- ust milli félaganna í fyrstu deild um helgina. Fram hélt forystunni með því að sigra Akurnesinga með einu marki, KR bætti stöðu sína mjög með sigri yfir Akureyringum og Valur er enn í baráttunni með létt- um sigri á ísafirði. Ekkert af úrslitum þess- um komu á óvart nema þá helzt tap Skagamanna á heimavelli. Hins vegar má deila um, hvort þau hafi að sama skapi verið sann- gjörn. KR-Akureyri 4-1 | Leikur KR og Akureyringa var i mjög afgerandi fyrir báða aðila | Bæði félögin stóðu jafnt að vlgi. ; með 6 stog eftir 5 leiki og sigur , fyrir annan hvorn, þýddi góða að- j stöðu I baráttunni um meistaratit- ilinn. Pað má segja að baráttan og harkan hafi verið í samræmi við það sem I húfi var, þvl aldrei var þumlungur gefinn eftir á hvorug- afi veginn ,og allt þar til KR skor- aði fjórða markið var óvlst um úrslit. Leikurinn byrjaði vel fyrir KR og ekki langt um liðið, þar til KR-ingar höfðu skorað fyrsta markið. Var þar að verki Ellert Schram, eftir að knötturinn hafði hrokkið til hans eftir skottilraun Jóns Sigurðssonar. Markið gaf KR ! ingum byr undir báða vængi og sóttu þeir stöðugt á með allsæmi- legu spili. Bættu þeir öðrú marlii við, um miðjan hálfleikinn. Eftir harða sókn, hrökk knötturinn úr þvögu inn á markteig, þar sem Ellert tókst að pota I hann inn fyrir. Það sem eftir var hálfleiks- ins sóttu Akureyringar mjög og virtist eins og KR-ingar drægju sig I vörn, að þvl er sýndist á- nægðir með tveggja marka for- skot. Strax I seinni hálfleik hófu Ak- ureyringar aftur stórsókn og héldu henni nœr allan hálfleikinn. Náðu þeir öllum tökum á miðjunni, og léku andstæðingana oft grátt með ágætis samleik. En allt stöðvaðist þegar upp að markinu dró, og tókst þeim aldrei að skapa sér veruiegt tækifæri allan leikinn. KR náði stöku sinnum upphlaup- um og upp úr einu þeirra skoraði Jón Sigurðsson. Akureyringar svöruðu fyrir sig skömmu seinna og var þar að verki Skúli Ágústsson, sem skoraði með föstu og ágætu skoti frá vítateig, alveg óverjandi fyrir Heimi. Er um 10. mín. voru eftir af leik, skoruðu KR-ingar sitt 4. mark. Skoraði Jón aftur, eftir góða send ingu frá Gunnari Guðmannssyni. LIÐIN. Hvorugt liðið sýndi þann leik, sem vænta má af liðum, sem berj- ast um Islandsmeistaratitilinn. KR- liðið náði góðum kafla fyrsta hálf tímann, en síðan ekki söguna meir. Hlýtur það að vera umhugsunar- efni fyrir þá, að þeim skuli mis- takast að ná yfirhöndinni, eftir að hafa náð tveggja og þriggja marka forskoti. Vörnin hjá liðinu átti all sterkan ieik með bakverðina og Svein Jónsson sem sterkustu menn. Framlínan ei; hins vegar ó- leyst vandamál og eru þar beinlín- is göt I liðinu. Akóreyrarliðið hefur sem fyrr ágætum einstaklingum á að skipa, en það er eins og hver „sprikli“ fyrir sig, ekkert sam- eiginlegt átak né skipulag. Framlínuspilararnir eru írískir, fljótir strákar en oft er eins og’ það vanti hugsun og yfirveg- un í ieik þeirra. Með slíkri Það var barist uppi á Akranesi í gær, engu síður en á Laugardals- vellinum. Fram sigraði þar heima- Mánudagur 16. júlí 1962. knattspyrnu vinnst kannske einn og einn Ieikur — en ekki heldur meir. Akureyringar sóttu mikinn hluta leiksins, en sköpuðu sér vart tækifæri svo heitið geti. Jafnhliða því fengu þeir 4 mörk á sig og þau mörk hcfðu getað verið fleiri ef KR-ingar hefðu nýtt öll þau ág^etu tækifæri sem þeim gafst. A.m.k. var það ekki Akureyringum að þakka og sýnir það bezt hversu vömin er opin. Jón Stefánsson lék nú aftur með eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla, en virðist ekki vera búinn að ná sér. Beztu menn Akureyrarliðsins voru Magnús Jónatansson, sterkur og sívinnandi og Skúli Ágústs- son, laginn Ieikmaður. menn með einu marki, skoruðu í fyrri hálfleik. Sóttu Akurnesingar ákaft allan seinni hálfleikinn,.' en allt kom fyrlr ekki. Vöm Fram stóð þétt fyrir og Geir Kristjáns- son átti einn sinn bezta leik í mark- inu. Akranes-FramO-1 FRAM SKORAR Akurnesingar byrjuðu mjög vel, áttu hvert upphlaupið á fætur öðru I byrjun leiksins, og þrisvar átti Þórður Jónsson hörkuskot sem Geir varði glæsilega. Eftir 15. mín. sókn heimamanna, komust Framarar 1 gang, náðu yfirhöndinni á miðju vallarins og áttu mun meira I leikn- um það sem eftir var. Á 25.-mín. skoraði Guðmundur Óskarsson eina mark leiksins, eftir fyrirgjöf frá Hallgrími Scheving og mistök I vörn Akurnesinga. SEINNI HÁLFLEIKUR Seinni hálfleikurinn var hrein einstefna Akurnesinga, án þess að það bæri nokkurn tíma árangur. Oft skall hurð nærri hælum, en alltaf var Framari til varnar, i og svo fór að Akurnesingum tókst ekki að jafna, og urðu að sætta sig við að missa af báðum stigunum fyrir vikið. Fram átti sín upphlaup af og.til, og eitt sinn komst Grétar einn inn fyrir en Helgi bjargaði með góðu út hlaupi. í heild var lejkurinn góður. Hann var vel leikinh og mikil spenna hélzt allan tímann og gerði leik- inn skemmtilegan á að horfa. Þrátt fyrir allmikla sókn Akureyringa á KR-markið á köfium, átti Heimir léttan dag. Akureyr- ingar sköpuðu sjaldan tækifæri, og náðu varla að koma skoti að markinu. Hér sést Heimir slá knöttinn úr hættu, eftir homspyrnu. ram heSdurennfor ystunni í 1. deild íslandsmót kvenna hófst / gær Valur sigraði auðveldlega ÍSLANDSMÓT KVENNA í hand- knattleik hófst í gærkvöldi á Digraneshálsi I Kópavogi. Stefán Einarsson, formaður Breiðabliks, setti mótið, sem síðan hófst með leik I 2. fl. milli Ár- manns og Keflavíkur. En samkv. skránni áttu fyrst að leika KR og Breiðablik 1 meistaraflokki, en i ástæðum sem ekki eru kunnar, mættu KR-stúlkurnar ekki til ’.eiks. Er það bæði leitt fyrir það ágæta félag að slíkur atburður skuli ger- ast, og eins veldur það leiðindum, sem auðvelt á að vera að fyrir- byggja. Er það vonandi að KR- stúlkurnar mæti næst til leiks, ■'ilfum sér og þó einkum félagi —.u til sóma. Ármann sigraði Keflavíkurstúik urnar með yfirburðum 8:0. Ár- mannsstúlkurnar eru mjög frísk- ar og liðið er leikandi mjög. Síðan spiluðu í meistaraflokki FH og Vík ingur. FH sigraði með 7:4 í ágæt- um leik. Sigur FH var aldrei f hœttu, þær höfðu yfir 3:0 í hálf- leik og komust upp í 5 mörk áður en Víkingur svöruðu fyrir sig. Áhorfendut voru margir og virð ist mikill áhugi á mótinu, eink- um í Kópavogi, því þar er hand- boitinn æfður mikið og lið Kópa- vogsbúa er talið sigurstranglegt. Mótið heldur áfram annað kvöld. Þá fara fram þrír leikir í 2. fl kvenna, FH-KR, Breiðablik-Fram. Víkingur-Valur. A og B-landslið ioifcœ ú miðvihudag í tilefni 15 ára afmæli KSÍ verður efnt til kappleiks á Laugardals- vellinum n.k. miðvikudagskvöld. Leika þá- A og B landslið., valin af landsliðsnefnd KSf. Gæti þessi leikur orðið hinn skemmtilegasti, | og ágæt æfing fyrir B landslio, sem leikur við Færeyjar í sumar. I kvöld kl. 8 hefst meistaramót karla í útihandknattleik. Einn leik- ur verður leikinn í meistaraflokki, Víkingur —ÍR. I 3. fl. A leika Ár- mann — Njarðvík og i 3. fl. B Valur — ÍR. Mótið fer fram á Ármanns- svæðinu. Það blés ekki byrlega fyrir Val, í leik þeirra gegn ísfirðingum. I hálfleik stóðu leikar 0:0, og þrátt fyrir nær Iátlausa sókn höfðu lítil og fá tækifæri skapazt. ísafj.-falur H-4 I seinni hálfleik losnaði þó um og þeim tókst að skora fjögur mörk án þess að Isfirðingar gætu rönd við reist. Bergur Guðnason, nýr maður i liði Valsmanna skoraði fyrsta markið og við það brotnuðu ísfirðingar nokkuð niður og opn- uðu vörnina meira. Björgvin bætti öðru við og þegar Matthías skoraði þriðja markið var sigur Vals tryggð ur. Bergur Guðnason skoraði svo fjórða markið. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi ísfirðinga, og þar sem völlurinn er æði lítill skapaðist þröng mikil við pressuna, og varð leikurinn ekki tilþrifamikill fyrir „vikið. Nokkrum upphlaupum náðu þó ísfirðingar og með smá heppni hefðu þeir mátt skora eitt mark eða tvö. ísfirðingar eiga nú eftir þrjá Ieiki f mótinu og eru nær öruggir með að falla niður í aöra deild. Liðið er heldur ekki í þeim klássa sem hægt er að krefjast af fyrstu deildar liði, og fyrir hin félögin í deildinni eru þeir vestanmenn létt bráð. Það þarf meira til ef vel á að vera, Isfirðingar. Valsmenn eru enn í baráttunni um efsta sætið, þótt þeir séu búnir að tapa sex stigum. Eiga þeir eftir þrjá leiki, þar af einn við ísa- fjörð. VlKINGUR TAPAR. I gærkvöldi fór fram á Melavelli leikur í 2. deild. Léku þar Vfking- ar gegn Reyni frá Sandgerði. Reyn ir sigraði með 3:0. Á laugardag léku KR og Valur til úrsiita í miðsumarsmóti 1. fl. Jafntefli varð 0:0 og nægði það Val til sigurs í mótinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.