Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 10
w VISIR Mánudagur 16. júlí 1962. . Byggingaframkvæmdir Framh. af bls. 4 að Sementsverksmiðjan hafi skil að þeim afköstum sem ætlazt var til og búizt við? — Já, og betur þó. Eftir verk- föllin á sl. ári, hófst brennsla í verksmiðjunni að nýju 9. júlí. Síðan var hún starfrækt óslitið og viðstöðulaust fram til marz- loka nú í vetur. Hafði ofn verk- smiðjunnar þá verið stanzlaust í rekstri i nær 9 mánuði sam- fleytt, sem er langlengsti tími, sem unnt hefur verið að halda honum í gangi án stöðvunar. — Af hvaða ástæðum þarf að stöðva brennsluna? — Það er þegar hitinn bræð- ir fóðringuna innan úr ofnin- um, en hitinn er ofsalegur, eða 1200 — 1300 stig á celcius, og slítur á löngum eða skömmum tíma hinni eldföstu fóðringu í ofninum. Þá þarf að endurnýja hana og það tekur alltaf nokk- urn tíma. En sá tími skiptir verulegu máli fyrir reksturinn, því auk þess sem fóðringin sjálf er mjög dýr, kostar svo hundr- uðum þúsunda króna hvert skipti, þá má jafnframt geta þess að framleiðsluverðmæti verksmiðjunnar nema um 350 þúsund krónum á dag sem hún starfar. Það er því dýrmætur hver dagur sem fer til spillis. — Hvað tekur langan tíma að fóðra ofninn hverju sinni? — Það tekur minnst 1—2 vik- ur ef með er talin kæling, við- gerð og upphitun ofnsins, enda Áfengis — Framh. af 7. síðu. aðbúnaður fullnægir settum skil- yrðum fyrir þessu leyfi og sendir ráðuneytinu síðan umsögn sína. Ef hún er jákvæð sendir ráðuneyt- ið viðkomandi bæjarfélagi um- sögnina og vínveitingaleyfið er veitt þar sem skilyrði fyrir því er fullnægt. Það er svo annað mál, og gæti auðvitað komið til álita, sagði séra Kristinn Stefánsson, hvort þar kynni að koma að lokum að borg eða bæjarfélagi þætti nóg komið og teldi ástæðu til að tak- marka fjölda vfnveitingahúsa, og þess vegna sendum við bréf áfeng- isvarnaráðs borgarstjórn til athug- unar og álita. með öðrum orðum sá, tími allur sem verksmiðjan stóðvast. Tíu daga stöðvun er sama og 3,5 millj. kr. tap á framleiðsluverð- mætum. — Hvað endist fóðringin í ofninum yfirleitt lengi? — Það er mjög misjafnt, á þeim fjórum árúm sem verk- smiðjan hefur starfað hefur fóðringin enzt skemmst í 32 daga, en hins vegar hefur meðal- ending hennar orðið 79 dagar fram að þeim síðustu. Nú hef- ur sú síðasta enzt okkur 3var til 4 falt lengur heldur en meðal endingin áður, og ef framhald verður á þessu sem vonir standa til, verður rekstur verksmiðj- unnar miklu hagstæðari en mað ur gerði sér nokkrar vonir um í fyrstu. Jackie Kennedy — Framh. af 6. síðu. fráhrindandi og svarar þvf sem verið er að segja henni venju lega með hinu áhugalausa orði „terrific". Einstaka sinnum sýnir Jackie þó innileik f verki, eins og þeg- ar hún hljóp til og reisti upp í Indlandsferð sinni gamla konu, sem hafði fallið á jörðina. Auðvitað hlýtur Jackie að gera sér grein fyrir því að fjöl- skyldur um öll Bandaríkin hafa hana og húshaldið tí Hvíta hús- inu að fyrirmynd. Það er þá gott við Jackie hve barnelsk hún er og hefur mikla gleði af því að vera með börnum sínum EFLIR ÆÐRI TÓNLIST Það er einnig til mikilla fram fara, að meðan Eisenhower lét lélega fiðluleikara spila kúreka- lög og gömul dægurlög í Hvíta húsinu og Truman lék sjálfur valz á píanóið hafa þau Kennedy hjónin dýrkað fagra sígilda tón- list. Þau hafa boðið til sín fremstu tónlistarmönnum líeims og á allan hátt sýnt áhuga á æðri list. Þó alþýðufólk geti ekki boðið tónlistarmönnum heim til sín getur það keypt grammófón- plöturnar með þessari betri list og þannig geta forsetahjónin haft sterk áhrif til að bæta lista- smekk bandarísku þjóðarinnar, sem hefur ekki verið á sérlega háu stigi. Framh. af bls. 9 Það gegndi aftur á móti öðru máli þegar Dettifoss var skot- inn niður milli Irlands og Skot- lands. Hann var þar á miklu hættusvæði og þar gat maður alltaf búizt við hinu versta. Það var annað en gaman að láta skip in sigla á þessum árum og stofna áhöfnum þeirra í stöðuga lífshættu, en það var ekki um neitt að velja. Það voru daprir dagar, sem sigldu í kjölfar þess- /ara válegu tíðinda. — Þér hafið ferðazt mikið með „fossunum“ sjálfur á þess- um stjórnarárum yðar hjá Eim- skip. — Þ ir voru aðalfarkostur þjóðarinnar milli landa þar til flugvélarnar tóku við eftii stríðið og þess vegna raumast f önnur hús að vernda. En jafn- vel eftir að flugvélarnar komu til sögunnar hvarf ekki ánægjan af því að sigla. Þegar konan flaut inn á salernið. — Aldrei lent í ævintýrum á sjó úti? - Ekki er því að neita, einkum hér áður fyrr. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð á elzta Goðafossi haustið 1916. Ég \ á leið frá Kaupmanna- höfo „il stuttrar dvalar á Akur- eyri og lentti í næsta klefa við Stefán Stefánsson skólameist- ara. Þ^ið gerði manndrápsveður á okkur á.Ieiðinni og í eitt skipt- ið þegar hnútur reið yfir skipið mölbraut það hurðina að far- þegarýminu og sjórinn fossaði tnn. Skipið var nærri komið á hliðina, en rétti sig þó við. Stefáni skólameistara varð bylt við og spurði hvort skipið væri að að farast. Ekki gat ég gefið nein svör við því, en flýtti mér fram á gang, sem þá var að meira eða minna leyti á kafi í sjó. Þar var kvenmaður á floti og flaut inn á karlmannasalern- ið. Hafði hún farið í ofboði út úr klefa sínum þegar ólagið reið yfir, en um leið fossaði sjórinn inn ganginn, skellti henni flatri og bar hana inn á salernið. Við björguðum okkur, meira eða minna rennblautum upp í reyk- sal og þar sátum við næstu 28 klukkustundirnar án þess að fá vott eða þurrt. i Átti að skjóta þá, sem ekki hlýddu. Þremur árum seinna lenti ég í ekki óáþekku ævintýri, en þá á 20 þúsund lesta hafskipi sem hét Carmenia og var á leiðinni frá Liverpool til New York þegar atvik þetta skeði. I skip- inu voru um tvö þúsund manns að áhöfninni meðtalinni. Skammt undan Nýfundnalandi brast á stórhríð. Og svo var það eitt sinn að ég var að horfa út á sjóinn og út í hríðina að ég sá allt í einu risastórt fjall koma brunandi út úr þokunni og stefna á okkur. Það varð ofsalegur árekstur. — Risastórt skip rak stefnið á fullri ferð inn í kinnunginn á Carmeniu. Það hrikti og brast í öllu, skipið nærri komið á hliðina og heljarstórt gat komið á skipið aftarlega þar sem sjór- in fossaði inn. Sem betur fór hélt slfilrúmið næsta fyrir fram- an, annars hefði skipið fyllzt og það sokkið. Seinna sagði einn yfirmanna skipsins mér að ef skipið hefði lent 30 fetum fram- ar á „Carmeniu", hefði enginn okkar verið til frásagnar fram- ar. Ofsahræðsla greip farþegana sem vonlegt var. Allir héldu að skipið væri að farast. Þeir þustu upp á þilfar og voru sumir hverjir til alls líklegir. Þá undr- aðist ég viðbragðsflýti yfir- manna skipsins. Þeir voru í einu 'vetfangi komnir með al- væpni, miðuðu byssunum á trylltan mannfjöldann og kváðust mundu skjóta hvérn þann vægðarlaust niður sem ekki hlýddi fyrirskipunum eða sýndi minnsta mótþróa. Það var undravert hvað þessum mönn- um tókst með festu sinni að halda fólkinu í skefjum og sefa það. En svo var annað. Hríðin var svo svört að ekki varð unnt að greina nafn skipsins sem sigldi á okkur ,og í skjóli þess sigldi það á brott og hvarf okkur sýn- um. En skipstjórinn á Carmen- inu kallaði það upp, kvaðst hafa meiri hraða en það og jnyndi elta það uppi ef hann segQi ekki til sín og gæfi upp nafn og skrásetningarmerki. Þá gafst hinn upp. JSkipið varð að fara til Hali- fax í stað New York og fórum við farþegarnir í kaldri jám- braut til New York og tók sú ferð 2 y2 sólarhring. Tveggja framangreindra sjó- ferða minnist ég sérstaklega sem óhappaferða, jafnvel þótt enn verr hefði getað farið. En ég verð líka að minnast skemmtilegustu sjóferðar, sem ég hef farið á ævinni. Það var með nýja Gullfossi þegar hann fór í skemmtiferð fyrir nokkr- um árum suður til Miðjarðar- landa, til Alsír, Napoli, Sikil- eyjar, Genúa Nizza, Barcelona Bilbao og Lissabon. Margir sem tóku þátt í henni minnast henn- ar enn sem einnar skemmti- legustu og eftirminnilegustu ferðar sem þeir hafi farið. Hún var líka tiltölulega ódýr, fólkið bjó í skipinu, en hafði nægan tíma í höfnunum til aðl fara í land og skoða sig rækilega um. Karlkór Reykjavíkur var með í þeirri ferð og skemmti jafnt Suðurlandabúum sem okkur Harður húsbóndi. — Hvernig finnst yður núna, þegar þér eruð hættir störfum og lítið yfir farinn veg, það hafa verið að vinna hjá Eimskip? — Samstarfið við þá menn, sem ég hafði yfir að segja, var jafnan vingjarnlegt og gott. Sama gegndi um hina fjölmörgu viðskiptavini Eimskipafélags- ins. Öll vandamál sem upp komu var reynt að leysa á frið- samlegan hátt og með samn- ingaleið. Sjálfur hafði ég líka yfirmenn þar sem stjórn félagsins var. En það voru yfirleitt afbragðs- menn, hver öðrum betri og þægilegri i samstarfi. Ég vil ekki láta hjá líða, úr því ég minnist á stjórn Eimskipafé- lagsins sérstaklega, að láta í ljós þakklæti mitt til Eggerts Claessens, sem var formaður félagsins frá því er ég gerðist framkvæmdarstjóri og til dauða dags. Hann var einstakur í sinni röð. Gat verið harður í horn að taka ef hann lenti í orða- sennum, en samt mjög sann- gjarn í öllum samningum, allra rrjanna rökvísastur og rökfast- astur, hreinskilinn og sagði aldrei annað á bak, heldur en við mann sjálfan. Dugnaðurinn var frábær og maður hafði þar bjargfastan bakhjarl þar sem Claessen var. Einstöku menn misskildu hann og héldu fyrir annan en hann var, en það var af því að þeir hinir sömu höfðu ekki kynnzt honum nóg. — Þér hafið sinnt öðrum trúnaðarstörfum heldur en þeim sem þér hafið unnið fyrir Emiskipafélagið? — Ekki er orð á því gerandi. Undanfarin 18 ár hef ég þó gegnt formannsstarfi í Flugfé- lagi íslands, og um 28 ára skeið hefi ég verið varaformaður Vinnuveitendasambands íslands. Og hafi ég nokkru sinni haft harðan og óvæginn húsbónda, þá er það vinur minn Torfi Hjartarson. Marga nóttina hef- xur hann látið mig vaka á sátta- fundum í vinnudeilum, og ekki einu sinni Ieyft mér að — dotta! Þ. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.