Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 5
Mánudagur 16. júlí 1962. 5 V'SIR Saga — Framh. af bls. 16. varpinu meðan ég var á Blöndu- ósi, að það ætti að fara að opna hótelið. SKEMMTLEG TILVILJUN. Og gisting reyndist fol. Þorvald ur hótelstjóri hefur tekið mér opn um örmum. — Mér fannst það skemmtileg tilviljun, sagði, Þorvaldur Guð- mundsson, að fslenzkur bóndi skyldi vera meðal fyrstu gestanna. Það hefur verið talað of mikið um það, að það verði ekki bændur sem komi til að gista í bænda- höllinni. En það er misskilningur. Þeir koma hingað eins og hverjir aðrir til að búa á fullkomnu ný- tízku gistihúsi. MEÐ FJALL- GÖNGUAXIR. Gunnar Óskarsson, yfirmaður í móttöku Hóel Sögu og afgreiðslu- stúlkumar eru önnum kafin við ^að taka á móti þeim 25 Svisslend- ingum sem kommir eru til að gista þarna fyrstu nóttina. Þetta er all- vígalegur hópur, reynist vera alpa- klúbbur, sem er kominn til að fara í fjallgöngu á íslandi. Margir hafa fjallgönguhaka og líflínur með sér og farangur þeirra er ekki í ferða- töskum heldur f bakpokum og vax- dúkapokum. — Ég varð undrandi segir einn þeirra við fréttamann Vísis, þegar okkur var tilkynnt að við ættum að fá gistingu í splúnku nýju hóteli og við getum ekki ann að en dáðst að þýf, hve nýtízku- legt þetta hfis er. Við héldum annars um tfrna að við yrðum að hætta við ferðina, því að okkur var allt í einu tilkynnt, að við gæt- um ekki fengið gistingu í Reykja- vík, heldur yrðum við að búa f skíðaskála 20-30 km frá Reykja- vík, en því höfnuðum við og hef- ur þessu svo verið bjargað á síð- ustu stundu með því að opna þetta nýja hótel. Einkennisklæddir ungir piltar, piccolóar, eins og þeir kallast á .d- þjóðamáli fóru nú í óða önn að fiytja farangurspoka ferðafólksins að lyftunum og vísa gestunum cil herbergja. Við slógumst í Iið með þeim í einni lyftunni og fylgdi Þor- valdur Guðmundsson hótelstjóri okkur fréttamönnunum til að sýna okkur hótelið. Nú í fyrstu lotu eru tilbúin á 5. hæð 22 tveggja manna herbergi og 8 eins manns herbergi, eða rúm fyrir 52 manns. Þar að auki hefur verið bætt við fimm aukarúmum, svo að í fyrstu tekur Hótel Saga 57 manns. Innan mjög skamms tíma verður bætt við 6. hæðinni með jafn mörgum herbergjum g síðan 7. hæinni. En það hefur vant að fjármagn og lán til að ljúka hótelinu. Fyrir nokkru hljóp ein- staklingur í Reykjavík undir bagga og lánaði hótelinu hálfa milljón, til að hægt væri að ná út úr tolli ýmsum nauðsynlegum tækjum. Við komum upp á 8. hæðina með mjög fögru útsýni, Þar er veit ingastofa, Grill Room. Þar er enn mikið um að vera, þótt kornið é miðnætti. Iðnaðarmenn erú .ð leggja þar síðustu hönd að verki Rafvirki er að prófa hin marg brotnu 'steikartæki i eldhúsinu dúklangningamenn eru að .eggjr síðustu flögur á gólf og starcs menn koma berandi diska og nin nýju stálhúsgögn sem eiga -,ð vera í veitingastofunni. — Það verður áð ljúka verkinu f kvöld, segir Þorvaldur, því að snemma í fyrramálið verður hér framreiddur morgunverður fyrir gestina. Þetta- er allt á síðustu stundu. Ég ætlaði ekki að opna hótelið núna, en ég varð að gera það, því að Feraskrifstofan var með túristahóp, sem stóð á göt- unni. Öll gistihús í borginni eru gersamlega full og sama að segja um einstök herbergi úti í bæ. — Hvernig hefur gengið að ráða fólk á hótelið? — Vel, ég hef verið að ráða það síðustu daga. Þetta starfsfólk er yfirleitt ékki vant hótelrekstri, en það er gott fólk og ég hef sett þeim þá reglu biblíunnar, að það sem þér viljið að áðrir geri yður, það skuluð þér þeim og gera. Við leggjum áherzlu á kurteisi og þjón ustu af áhuga og greiðasemi í gærmorgun þegar fólk vaknaði var „steikarsalurinn" á efstu hæð Bændahallarinnar tilbúinn og allir fengu sinn morgunverð, bacon og spæld egg. Nýja hótelið var tekiö til starfa og fólkið naut hins víða útsýnis út um glerveggi veitinga- stofunnar. En niðri í afgreiðslu skýrði Gunnar Óskarsson frá þvf að pant- anir á hótelplássi væru byrjaðar að streyma inn, enda er þörfin fyr- ir gistirúm aldrei meiri en nú. Glaaai — Frh. af 16. síðu: Báðir þessir hestar fengu 1 heiðurs verðlaun. Glóblesi frá Eyvindarstöðum, eigandi Hrossaræktarsamband Suð urlands hlaut Faxa-bikarinn, sem gefinn er af Flugfélagi íslands og veittur þeim ungum kynbótahesti sem beztur dæmist og skal dómur- inn byggjast á kostum hestsins sjálfs. Annar var Goði frá Álfta- gerði, eigandi Hrossaræktarsam- band Norðurlands. Flugu-bikarinn, hlaut Fjöður frá Sandhölum, Eyjafirði, eigandi, Helga Jóhánnesdóttir. Flugu-bikar- inn er gefinn af Framleiðsluráði landbúnaðarins og skal veita þeirri ungri kynbótahryssu sem bezt dæm ist á hverju Iandsmóti sem einstakl- ingur. Önnur varð nafna hennar, Fjöður ‘ frá Sauðárkróki, eigandi Sveinn Guðmundsson. Landbúnaðarráðuneytið gaf bikar til viðurkenningar þeirri hryssu sem bezt dæmist á hverju landsmóti og hlaut hann hin velþekkta Gletta, Sigurðar Ólafssonar, Laugarnesi. Gletta hefur m.a. unnið það sér til ágætis að setja íslandsmet í skeiði, 1948, og á það enn þá. I góðhestakeppnina voru skráðir sjötíu og einn gæðingur og veitti dómnefndin sjö þeirra viðurkenn- ingu. Beztur var dæmdur Stjarni, frá Akureyri, eigandi Albert Sig- urðsson. Annar varð Blær, Her- manns Sigurðssonar, Langholtskoti. Hörð keppnþí skeiði í skeiði, 250 m, voru skráðir 17 hestar, en nokkrir heltust úr lest- inni á síðustu stundu. Öllum hest- unum var hleypt tvisvar sinnum og bezti tími látinn ráða og því engin úrslita sprettur íslandsmet í skeiði á sem kunnugt er Gletta, Sigurðar Ólafssonar, sett fyrir 14 árum, 22,5 ek. og af margra áliti ósláanlegt. Eftir fyrri daginn var Logi, Jóns 'armadal með beztan tíma 24,00. en á sunnudaginn náði Gustur. Bjarna á Laugarvatni sama tíma, en þriðji varð Hrollur á 24,3 sek., eigandi hans er Sigurður Ólafsson, Laugarnesi. Þegar fréttamaður blaðsins yfir- gaf Skógarhóla var ekki búið að gera út um hver skyldi dæmast nr. eitt, eða hvort skyldi hlaupinn úr- slitasprettur, — en fyrstu verðlaun eru að upphæð 7500 kr., önnur verð laun kr. 4000 þús. Úrslit í 800 m TIL úrslita í 800 m mættu 5 hest- ar, Glanni, Kirkjubæjar-BIesi, Garp ur, Vikingur og Stjarni. Nokkuð vel gekk við rásmarkið, nema Stjarni sat eftir, en hinir hlupu hnífjafnt af stað, og var erfitt á milli að sjá. Er á fyrstu beygjuna kom, sást, að keppnin var mest á milli Glanna og Kirkjubæjar-Blesa en hinir fylgdu fast á eftir. Þeg- ar á beinu brautina kom, var röð- in eins, og hélst hún í mark. Sig- urvegari varð því Glanni frá Norð urhjákotshjáleigu, eigandi Böðvar Jónsson, en knapi Jónas Jónsson Tími Glanna í úrslitasprettinum var lakari en í undarrás, eða 68,6 sek. Fast á eftir Glanna kom svo Kirkjubæjar-Blesi, Jóns á Reykj- um á 68,8 og 3. varð Garpur á sama tíma. Víkingur, sigurvegar- inn frá því á Hellumótinu, varð að láta sér nægja 4. sætið á 69 sek. Ekki er hægt að segja annað en sigur Glanna hafi komið flestum nokkuð á óvart, en fáir efuðust um sigur hans, eftir að hafa séð hann hlaupa í undanrás á stórg’íesileg- um tfma. Norska — Framh. af bls. 16. Handel, Offenbach, Haydn, Sinding, Nordraak o. fl. í hljómsveitinni eru 30 ungling- ar, en ásamt þeim koma hingað foreldrar nokkurra þeirra, svo að alls verða 38 manns í förinni. Að loknum hljómleikunum mun hóp- urinn dvelja hér á landi í nokkra daga og ferðast þá austur um sveitir og e. t. v. víðar. Við í(3lending$ri.eigum marga vini í Noregi 'ög hVergi1 er okkur betur f^gnað érlehdi's1 en 'þar. Nú getum við sýnt þökk okkar í verki með því að fagna hinum ungu vinum frá Noregi og fjölmenna á hljóm- leika þeirra. keppnina. Anna fékk fjögur þús- und dollara verðlaun f beinhörð- um peningum auk margra stórra og dýrmætra gjafa, Talið er að heildarverðmæti þess sem hún fékk að launum hafi numið um 200 þús. króna. Auk þess fékk hún fjölda tilboða frá kvikmyndafélögum, sýningarfélögum, tízkufyrirtækjum o. s. frv. Faðir hennar segist hafa bannað henni að taka nokkru til- boði án þess að ræða fyrst við sig. MILLJÓNIR FYLGDUST MEÐ Tugir þúsunda áhorfenda urðu vitni að keppni fegurðadísanna á Miami Beach og milljónir fylgd- ust með því í sjónvarpi. Myndir af efstu stúlkunum voru á forsíðum heimsblaðanna stuttu eftir úrslitin, Eldsvoði - 'rh a. I. síði' hafði maður, sem var að smyrja spunavélina, misst skrúfu niður á gólfið. Kvaddi hann þá til aðstoð- ar við sig pilt sem nærstaddur var og bað hann að lýsa sér með ljóskeri á meðan hann leitaði að skrúfunni. En pilturinn kveikti á eldspýtu og kviknaði þá bál á sömu stundu í húsinu. Slökkviliðið var strax kvatt á vettvang og var þá mikill eldur f viðbyggingur.ni, einkum i loftinu sem var með tvöföldu timburþaki. Var óhægt um vik að komast að eldinum og urðu slökkviliðsmenn- irnir að rjúfa þakið til að ná til hans og ksefa hann. Þarna er talið að verulegt bruna i tjón hafi orðið; ekki aðeins af eldi, heldur einnig af vatni og e.t.v. af reyk rð einhverju leyti Var bó ekki i morgun búið að ganga úr skugga um að hve miklu 'eyti spunavélin hafði skemmzt, en bað er mikil og dýr vélasamstæða., álCStft Sumarbúsfa rúmgóður ? V 'á \ 'i-.ni ví sem hægt ei að flytja, óskast tii kaups eða leigu • ú þegar. Uppl. f síma 20720. Framh. af bls, I heimshornanna á milli í skeytum Og útvarpssendingum fréttastofn- ana. Sirry sem var i Hollvwood kvaðst hafa horft á úrslitakeppnina í sjónvarpi. Hún sagði að sig hefði 3kki órað fyrir því að Anna yrði j .leðal'fimm efstu. ,.F.g /arð eigin- :ega alveg undrandi. þvf að ég hef: I '.rei =éð iafnmargár. reglulega fallegai stúlkur í einni keppni Svo að mér datt ekki í hug að hún yrði ein af fimm.“ Fjörutíu og átta stúlkur tóku þátt í keppninni, þar af komust fimmtán í úrslita- Frú Birna fær gleðilegar fréttir. en þar varð ungfrú Argentína nr. eitt. Keppnin byrjaði í fyrrinótt klukkan 5,00 eftir íslenzkum tíma og stóð f um það bil tvær klukku- stundir. Henni var nýlokið þegar Sirry náði sambandi við foreldra sína kl. sjö um morguninn. Anna gekk fyrir stóran hóp dómara klædd f hvítan samkvæmiskjól, gullsaumaðan, sem hún fékk að verðlaunum í fegurðarsamkeppn- inni hér heima. Kjóllinn er talinn 20 þúsund króna virði, saumaður af tízkufyrirtækinu Skagfield í Flor- ida, sem er rekið af íslenzkum hjónum. ÁNÆGÐ Foreldrar Önnu voru éins og að líkum lætur ánægð með sigur dótt- ur sinnar. Það var sagt, í gamni, að sennilega hefði þeim fækkað sem stæðu í þeirri trú, að íslending ar væru Eskimóar. Síðar um daginn fóru hjónin úr bænum í sumarbú- stað sinn, en þriðja systirin, Birna var heima. Hún sagði okkur síðar um daginn að síminn hefði hringt látlaust síðan fréttin barst út og nokkrir hefðu sent. blóm. MIKIL KEPPNI Miss Universe-keppnin er árlegur viðburður í Miami Beach. Keppniri er önnur mesta fegurðar- keppni Bandaríkjanna. — Áð- ur en alheimskeppnin fer fram er kjörin ungfrú Bandaríkin, en f þeirri keppni taka þátt sérstaklega kjörn- ar stúlkur frá öllum ríkjum Banda- ríkjanna. I' Miss Universe-keppn- inni voru 48 keppendur að þessu "inni. Hún hófst 6. júlí og lauk í gær með mik'u lokahófi að Fontain leau-hótelinu íburðarmesta hóteli á Miami. Ferð og þátttaka Önnu i þessari glæsilegu keppni voru verð- laun hennar í síðústu fegurðarsam- keppni íslands. fárBium — Framh. af bls. 1. um nóttina. Gekk lögreglusveit yfir mótssvæðið og hreinsaði það nokkrum sinniun, járnaði þá, seni verstir voru og gerði að sárum þeirra, sem áverka höfðu hlotið. Var lögregluliðið undir stjórn Sverris Jónssonar varðstjóra. Skátar hjálpuðu einnig við löggæzluna, auk hjálparstarfa þeirra. Til marks um óeirðimar má geta þess, að um miðja nótt varð lögréglan uppiskroppa með handjám og varð að senda járn í skyndingu frá Reykjavík aust- ur. Ró var ekki komin í Skógar hólum fyrr en kl. 8 í gærmorg- un, en alls munu hafa verið um 6.000 manns á svæðinu. Flestir voru í tjöldum sínum, en svefn- friðurinn var ekki mikill, eins og lætur nærri. Rigning var og súld um nóttina en slæm veð- urskilyrði virtust ekki hafa mik- il áhrif á veizlugestina, sem veifuðu flöskum, börðust og sungu allt til morguns. fHðyndsjáin — Framh. af 3. síðu. var um átta hundruð metrar á Iengd, er inn á völlinn kom staðnæmdist hún og síra Eiríkur Eiríksson, þjóðgarðsvörður flutti bæn. Stjórnandi hópreiðarinnar var hinn kunni hestamaður Bjarni- Bjarnason, frá Laugar- vatni. Að afloknum kappreiðum á laugardagskvöldið var stiginn dans með undirleik hljómsveit-, ar Óskars Guðmundssonar. Mifc il þátttaka var strax í dansinum og mátti þar sjá roskna karla og konur klædd reiðbuxum og reiðstígvélum niður í unglinga á rokkbuxum og strigaskóm og dönsuðu menn jafnt vinarkruss sem twist í einu, því ekkert heyrðist í hljómsveitinni. Eitt þeirra atriða sem mikla kátínu vakti var keppni í nagla- boðhlaupi. Keppnin var geysl hörð og vart mátti á milli sjá hvorir meðlimir sveitanna börðu oftar á fingur sér. Keppnin stóð mijli Sunnlendinga og Reykvík- inga og sigruðu þeir fyrmefndu. Þessu móti Iauk svo með því að dregið var í happdrætti L.H. Meðal vinninga var fótfrár gæðingur og af líkindum hefur vinnandi getað sparað sér far- gjaldið heim. laage Framh. af 1. síðu. Reynihlíð við Mývatn. Daginn eft- ir, sunnudag, var ekið Um sveit- ina, Námaskarð og Dimmuborgir skoðaðar. Síðan var haldið til Ak- ureyrar en Goðafoss skoðaður í leiðinni. Um kvöldið bauð bæjar- stjórn Akureyrar Lange til kvöld verðar. Lange kom til Reykjavíkur í morgun kl. 11.30 og í dag verður væntanlega farið til Hveragerðis og verður honum þar sýnd ræktun in og þá gos, eitt eða fleira. föleðvitundarlaus — Framh af bls 1. tvíbrötinn á læri. Rétt fyrir há- degið í morgun var hann enn ekki kominn til meðvitundar, og voru þá nær 5 sólarhringar liðn- ir frá því er hann slasaðist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.