Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 16.07.1962, Blaðsíða 3
Mánudagur 16. júlí 1962. VISIR 3 Ekki er hægt að segja annað en að 4. landsmót hestamanna hafi teklzt vel og allir geti verið ðnægðir, jafnt gestir sem að- standendur. Þó ausandi rigning væri við mótsetningu á laugardagsmorg uninn, vlrtust flestir í sólskins- skapi, enda ríkir ætið mikil glaðværð þar sem hestmenn koma saman. Lang vinsælustu grein móts- ins, má hiklaust telja keppnina í 800 m hlaupinu, en þar voni leiddir saman 26 fótfráir gæð- ingar, víðs vegar að af landinu og sigurvegarinn, Glanni, móál óttur 11 vetra gæðingur, færði eiganda sínum heilar tuttugu þúsund krónur, hæstu verðlaun er keppt hefur verið um. Ann- ars er það eftirtektarvert hvað margir hestanna hlupu undir lágmarkshraða til I. verðiauna, er var 71,00 sek, Dagskrá mótsins var fjöl- breytt, svo sem sýning kynbóta hrossa, góðhesta og kappreiðar. Eitt glæsilegasta atriðið var hóp reið hestamanna undir félaga- fðnum sínum inn á Ieikvanginn. Mörg hundruð manns tóku þátt í hópreiðinni og til marks um það má geta þess að fylkingin Framh. á 5. síðu. Hér sést hin mikla hópreið hestamanna við Skógarhóla. Mörg hundruð hestamenn tóku þátt í hópreiðinni og var lestin 800 metra löng. : ttty-yw; : vy g " ‘ : Hér leiða knapamir hesta út á hlaupabrautina fyrir útslitin í 800 metra stökki á sunnudags-i kvöldið. M. a. sjást á myndinni Stjami, Víkingur og Kirkjubæjar-Blesi. Fyrir aftan vinstra megin sést Glanni, sem sigraði í stökkinu. 1 MYMDSJ Margir faiiegir gæðingar sáust í góðhestakeppninni. * Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu afhendir Haraidi Þórar- inssyni Syðra-Laugalandi Sleipnisbikarinn, sem hestur hans, Svipur, hiaut. Undanrásirnar hefjast í spennandi 800 metra stökki. Þar var tii hárra verðlauna að vinna. Hér sjást í startinu Jarpur frá Norður-Hjáleigu, Kirkjubæjar-BIesi frá Reykjum og Sörli frá Hrafnkelsstöðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.